United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2024 08:31 Kath Phipps býður hér Sir Jim Ratcliffe velkominn til félagsins eftir að hann varð hlutaeignandi í félaginu. Getty/Manchester United Manchester United greindi frá fráfalli Kath Phipps á miðlum sínum í gær en hennar verður sárt saknað hjá þeim sem þekktu hana sem voru flestir sem hafa komið við sögu hjá félaginu undanfarna fimm áratugi. Margir fyrrum leikmenn félagsins hafa minnst Kath með miklum hlýleika og meðal þeirra er David Beckham. „Old Trafford verður aldrei aftur eins án bros þíns sem mætti okkur alltaf þegar við komum inn um dyrnar,“ skrifaði Beckham meðal annars á samfélagsmiðla sína. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Phipps var 85 ára gömul þegar hún lést en hún vann hjá félaginu í yfir 55 ár og var í alls konar störfum hjá United. Mikill vinur Sir Matt Busby Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún varð strax mikill og góður vinur knattspyrnustjórans Sir Matt Busby sem og stjörnuleikmanna eins og George Best, Bobby Charlton og Denis Law. Phipps sá meðal annars um að fá frá þeim eiginhandaráritanir og koma þeim til áhugasamra stuðningsmanna. Þau eyddu því oft miklum tíma saman enda vildu margir áritanir. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hún er frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Skipti ekki máli hver það var „Ef Kath átti einhvern tíman slæman dag þá sýndi hún það aldrei í vinnunni. Jákvæðni hennar gaf tóninn fyrir allt og alla á æfingasvæðinu og hún var alltaf tilbúin að hlusta á og hughreysta þá sem þurftu á því að halda. Þá skipti ekki máli hvort þeir voru stórstjörnur, venjulegir starfsmenn eða fólk í heimsókn,“ segir í minningarorðum á síðu Manchester United. Árið 2023 kláraði hún sitt 55 ár hjá félaginu. Þegar hún missti eiginmann sinn þá mætti Sir Alex Ferguson með alla leikmenn sína í jarðarförina. Þeir stóðu allir við hlið hennar og studdu við hana á þessum erfiða degi. Það segir mikið um hversu mikils hún var metin hjá knattspyrnustjóranum og leikmönnum félagsins. View this post on Instagram A post shared by David Beckham (@davidbeckham) Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira
Margir fyrrum leikmenn félagsins hafa minnst Kath með miklum hlýleika og meðal þeirra er David Beckham. „Old Trafford verður aldrei aftur eins án bros þíns sem mætti okkur alltaf þegar við komum inn um dyrnar,“ skrifaði Beckham meðal annars á samfélagsmiðla sína. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Phipps var 85 ára gömul þegar hún lést en hún vann hjá félaginu í yfir 55 ár og var í alls konar störfum hjá United. Mikill vinur Sir Matt Busby Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún varð strax mikill og góður vinur knattspyrnustjórans Sir Matt Busby sem og stjörnuleikmanna eins og George Best, Bobby Charlton og Denis Law. Phipps sá meðal annars um að fá frá þeim eiginhandaráritanir og koma þeim til áhugasamra stuðningsmanna. Þau eyddu því oft miklum tíma saman enda vildu margir áritanir. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hún er frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Skipti ekki máli hver það var „Ef Kath átti einhvern tíman slæman dag þá sýndi hún það aldrei í vinnunni. Jákvæðni hennar gaf tóninn fyrir allt og alla á æfingasvæðinu og hún var alltaf tilbúin að hlusta á og hughreysta þá sem þurftu á því að halda. Þá skipti ekki máli hvort þeir voru stórstjörnur, venjulegir starfsmenn eða fólk í heimsókn,“ segir í minningarorðum á síðu Manchester United. Árið 2023 kláraði hún sitt 55 ár hjá félaginu. Þegar hún missti eiginmann sinn þá mætti Sir Alex Ferguson með alla leikmenn sína í jarðarförina. Þeir stóðu allir við hlið hennar og studdu við hana á þessum erfiða degi. Það segir mikið um hversu mikils hún var metin hjá knattspyrnustjóranum og leikmönnum félagsins. View this post on Instagram A post shared by David Beckham (@davidbeckham)
Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Sjá meira