Jón Nordal er látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 06:37 Jón var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar. Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Jóns. Hann var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja stór hljómsveitarverk og einleikskonsertar, margskonar kammertónlist og einleiksverk, orgelverk, kórlög og stærri kórverk, leikhústónlist, sönglög og fleira. Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness og kórlagið „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem Jón samdi einungis 14 ára gamall. Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, fædd 1923 og dáin 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, fæddur 1924 og dáinn 2023. Lærði víða í Evrópu Jón lauk burtfararprófi í píanóleik 1948 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðum ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956 -1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 33 ár eða frá árinu 1959 til 1992, og kenndi auk þess píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins í tónlist og brautskráði flesta hérlenda atvinnutónlistarmenn. Jafnframt lagði skólinn grunn að almennri tónlistarkennslu um land allt með menntun hljóðfærakennara og tónmenntakennara. Sem píanóleikari hélt Jón tónleika hér á landi og erlendis. Hann sat í ýmsum opinberum nefndum varðandi tónlistarmál og var stjórnarmaður í tónlistarsamstarfsnefnd Norðurlanda og tónlistarháskólaráði Norðurlanda. Jón var í stjórn STEFs frá 1968 til 1987, stjórnarmaður í Tónmenntasjóði kirkjunnar um árabil og í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í nær hálfa öld til ársins 2017. Þá var hann einn stofnenda Musica Nova, félagsskapar um flutning nútímatónlistar á Íslandi, og fyrsti formaður þess 1959-1963. Hlaut ýmiskonar viðurkenningar Jóni hlotnaðist margskonar heiður og má þar nefna stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakross Dannebrogsorðunnar. Jón hefur verið í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1983 og hlaut heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010, auk fleiri viðurkenninga. Þá var Jón félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni frá 1968. Eiginkona Jóns var Solveig Jónsdóttir menntaskólakennari, fædd 1932 og dáin 2012. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Börn Jóns og Solveigar eru Hjálmur, Ólöf og Sigurður. Andlát Tónlist Tónlistarnám Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Jóns. Hann var afkastamikið tónskáld og eftir hann liggja stór hljómsveitarverk og einleikskonsertar, margskonar kammertónlist og einleiksverk, orgelverk, kórlög og stærri kórverk, leikhústónlist, sönglög og fleira. Jón er höfundur laga sem eiga sérstakan sess hjá þjóðinni og má þar nefna sönglagið „Hvert örstutt spor“ úr Silfurtungli Halldórs Laxness og kórlagið „Smávinir fagrir“ við Hulduljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem Jón samdi einungis 14 ára gamall. Jón Nordal fæddist á æskuheimili sínu á Baldursgötu 33 í Reykjavík 6. mars 1926. Foreldrar hans voru Ólöf Nordal og Sigurður Nordal prófessor. Eldri systkini hans voru Bera, fædd 1923 og dáin 1927, og Jóhannes, síðar seðlabankastjóri, fæddur 1924 og dáinn 2023. Lærði víða í Evrópu Jón lauk burtfararprófi í píanóleik 1948 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðum ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í píanóleik og tónsmíðum í Zürich í Sviss 1949-1951, auk námsdvalar í París, Róm og Darmstadt 1956 -1957. Jón var skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík í 33 ár eða frá árinu 1959 til 1992, og kenndi auk þess píanóleik og tónfræði. Tónlistarskólinn var á þeim tíma æðsta menntastofnun landsins í tónlist og brautskráði flesta hérlenda atvinnutónlistarmenn. Jafnframt lagði skólinn grunn að almennri tónlistarkennslu um land allt með menntun hljóðfærakennara og tónmenntakennara. Sem píanóleikari hélt Jón tónleika hér á landi og erlendis. Hann sat í ýmsum opinberum nefndum varðandi tónlistarmál og var stjórnarmaður í tónlistarsamstarfsnefnd Norðurlanda og tónlistarháskólaráði Norðurlanda. Jón var í stjórn STEFs frá 1968 til 1987, stjórnarmaður í Tónmenntasjóði kirkjunnar um árabil og í stjórn Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins í nær hálfa öld til ársins 2017. Þá var hann einn stofnenda Musica Nova, félagsskapar um flutning nútímatónlistar á Íslandi, og fyrsti formaður þess 1959-1963. Hlaut ýmiskonar viðurkenningar Jóni hlotnaðist margskonar heiður og má þar nefna stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og riddarakross Dannebrogsorðunnar. Jón hefur verið í heiðurslaunaflokki Alþingis frá 1983 og hlaut heiðursnafnbót Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010, auk fleiri viðurkenninga. Þá var Jón félagi í konunglegu sænsku tónlistarakademíunni frá 1968. Eiginkona Jóns var Solveig Jónsdóttir menntaskólakennari, fædd 1932 og dáin 2012. Foreldrar hennar voru Þórunn Björnsdóttir og Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn. Börn Jóns og Solveigar eru Hjálmur, Ólöf og Sigurður.
Andlát Tónlist Tónlistarnám Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent