„Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 5. desember 2024 22:04 Rúnar Ingi Erlingsson tók við karlaliði Njarðvíkur fyrir tímabilið. vísir/diego Njarðvík vann gríðarlega sterkan og góðan 94-87 heimasigur gegn Grindavík í kvöld þegar liðin mættust í IceMar-höllinni í níundu umferð Bónus deild karla í kvöld. Þjálfari liðsins var sáttur í leikslok. „Ég er búin að vera horfa á körfubolta frá því ég var þriggja ára gamall og ég veit ekki hversu oft Grindavík hefur verið að koma með svona fjórða leikhluta endurkomu. Ég sé bara fyrir mér Pál Axel, Gulla Eyjólfs og einhverjar kempur vera að raða niður þristum þegar kemur að fjórða leikhluta. Við vissum að það kæmi og ekki gott að missa Shabazz útaf en bara ekkert smá stoltur af mínum mönnum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í kvöld. Það hefur verið nefnt áður að andlega hliðin og „hausinn“ hafi átt það til að vera til vandræða í liði Njarðvíkur og má því segja að stórt skref hafi verið tekið með sigrinum í kvöld. „Ég er búin að punda svolítið á tvo leikmenn hérna eftir ÍR leikinn þar sem að þeir misstu bara trú á sínum hæfileikum í seinni hálfleik, það eru Mario Matasovic og Veigar Páll. Þeir eiga hérna stærstu körfuna, þeir stigu upp þegar á þurfti og ég er bara ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Rúnar Ingi. „Munurinn er hvort að við ætlum að vera beygðir og brotnir útaf því að þeir eru að fá trú á þessu eða hvort að við ætlum að svara þessu og trúa því að við ætlum að sækja tvö stig á heimavelli og við gerðum það.“ Grindavík náði að minnka muninn niður í eitt stig undir lok leiks og voru með boltann í sínum höndum. Rúnar Ingi viðurkennir að það hafi farið um sig þá. „Já, ég væri að ljúga af þér annars. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég er alveg rennandi sveittur og þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og ekkert smá gaman að sjá svona marga í nýja húsinu okkar, finna orkuna og stemninguna. Við spiluðum frábæran varnarleik á löngum köflum í dag og við náðum að treysta á það hérna í lokin með góðu stoppi og svöruðum með góðu skoti af endalínunni. Það var nóg til að sækja sigur og fráköstuðum við líka undir lokin.“ Þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu hæðina á Njarðvík þá voru það heimamenn sem tóku frákastabaráttuna. „Við erum með eitt besta frákastalið í deildinni og höfum verið það. Ég var brjálaður með svona litla brauðmola í fyrri hálfleiknum því við vorum að spila frábæra vörn. Vorum að gefa sjö stig eftir sóknarfráköst í stað þess að klára varnarstöðuna. Ég er með alvöru turna inni í teig og svo er frákast frá Isiah [Coddon] þar sem hann er kominn upp á fjórðu hæð og þetta var bara virkilega góð liðs frammistaða.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Sjá meira
„Ég er búin að vera horfa á körfubolta frá því ég var þriggja ára gamall og ég veit ekki hversu oft Grindavík hefur verið að koma með svona fjórða leikhluta endurkomu. Ég sé bara fyrir mér Pál Axel, Gulla Eyjólfs og einhverjar kempur vera að raða niður þristum þegar kemur að fjórða leikhluta. Við vissum að það kæmi og ekki gott að missa Shabazz útaf en bara ekkert smá stoltur af mínum mönnum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í kvöld. Það hefur verið nefnt áður að andlega hliðin og „hausinn“ hafi átt það til að vera til vandræða í liði Njarðvíkur og má því segja að stórt skref hafi verið tekið með sigrinum í kvöld. „Ég er búin að punda svolítið á tvo leikmenn hérna eftir ÍR leikinn þar sem að þeir misstu bara trú á sínum hæfileikum í seinni hálfleik, það eru Mario Matasovic og Veigar Páll. Þeir eiga hérna stærstu körfuna, þeir stigu upp þegar á þurfti og ég er bara ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Rúnar Ingi. „Munurinn er hvort að við ætlum að vera beygðir og brotnir útaf því að þeir eru að fá trú á þessu eða hvort að við ætlum að svara þessu og trúa því að við ætlum að sækja tvö stig á heimavelli og við gerðum það.“ Grindavík náði að minnka muninn niður í eitt stig undir lok leiks og voru með boltann í sínum höndum. Rúnar Ingi viðurkennir að það hafi farið um sig þá. „Já, ég væri að ljúga af þér annars. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég er alveg rennandi sveittur og þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og ekkert smá gaman að sjá svona marga í nýja húsinu okkar, finna orkuna og stemninguna. Við spiluðum frábæran varnarleik á löngum köflum í dag og við náðum að treysta á það hérna í lokin með góðu stoppi og svöruðum með góðu skoti af endalínunni. Það var nóg til að sækja sigur og fráköstuðum við líka undir lokin.“ Þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu hæðina á Njarðvík þá voru það heimamenn sem tóku frákastabaráttuna. „Við erum með eitt besta frákastalið í deildinni og höfum verið það. Ég var brjálaður með svona litla brauðmola í fyrri hálfleiknum því við vorum að spila frábæra vörn. Vorum að gefa sjö stig eftir sóknarfráköst í stað þess að klára varnarstöðuna. Ég er með alvöru turna inni í teig og svo er frákast frá Isiah [Coddon] þar sem hann er kominn upp á fjórðu hæð og þetta var bara virkilega góð liðs frammistaða.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum