„Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. desember 2024 21:35 Nikolas Tomsick í leik gegn KR tímabilið 2018-19, þegar hann lék síðast með liðinu. vísir „Þetta er frábær tilfinning, ég er ánægður að vera mættur aftur til Íslands eftir smá tíma í burtu. Þetta var sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti. Mér líður eins og við Þór þurftum á hvorum öðrum að halda,“ sagði Nikolas Tomsick, sem er snúinn aftur til Þórs Þorlákshafnar og lék með liðinu í 106-84 heimasigri gegn Hetti í kvöld. „Ég kom hingað bara í gærkvöldi [náði ekki æfingu með liðinu] og er enn að finna út úr hlutunum. Ég reyndi bara að hjálpa liðinu eins mikið og ég gat og fékk að kynnast liðsfélögum mínum inni á vellinum,“ sagði Nikolas um leikinn.Hann spilaði tæpar 25 mínútur, skoraði fjórtán stig og gaf eina stoðsendingu. Lenti í gærkvöldi Þetta hefur verið strembinn sólarhringur en það var ekki að sjá á frammistöðunni að Nikolas væri nýkominn til landsins. „Við fórum aðeins yfir hlutina í gærkvöldi og ég fékk að hitta strákana í dag, ég þekki auðvitað einhverja fyrir. Spilamennskan mun bara batna eftir því sem við spilum oftar saman.“ Ekki ókunnugur Íslandi Nikolas hefur áður spilað hérlendis, hann var í aðalhlutverki hjá Þór veturinn 2018-19, og skoraði þá að meðaltali 22,8 stig, gaf 7,6 stoðsendingar og tók 3,9 fráköst. Hann skilaði litlu síðri tölum hjá Stjörnunni veturinn eftir það og varð bikarmeistari með Garðbæingum, og var svo einnig lykilmaður hjá Tindastóli leiktíðina 2020-21, áður en hann kvaddi Ísland í bili. Tomsick, sem er 33 ára gamall, hefur spilað í Kósovó, Tékklandi, Belgíu og nú síðast Hollandi eftir að hann fór frá Íslandi. „Þetta hefur verið frábær tími en það er frábært að snúa aftur til Íslands. Ég er mjög ánægður að vera mættur aftur og hlakka til að hjálpa liðinu.“ Stefnan sett á titil Þegar Nikolas fór af landinu 2021 var Þór nýorðinn Íslandsmeistari. Liðið hefur ekki sýnt sömu takta síðan þá en stefnan er að sjálfsögðu sett á titil í vor. „Það er markmiðið. Ég er ekki mættur aftur til Íslands til að vera miðlungs. Þeir vilja vinna, ég vil vinna, þannig að markmiðið er að sjálfsögðu að vinna titla,“ sagði Nikolas að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Ég kom hingað bara í gærkvöldi [náði ekki æfingu með liðinu] og er enn að finna út úr hlutunum. Ég reyndi bara að hjálpa liðinu eins mikið og ég gat og fékk að kynnast liðsfélögum mínum inni á vellinum,“ sagði Nikolas um leikinn.Hann spilaði tæpar 25 mínútur, skoraði fjórtán stig og gaf eina stoðsendingu. Lenti í gærkvöldi Þetta hefur verið strembinn sólarhringur en það var ekki að sjá á frammistöðunni að Nikolas væri nýkominn til landsins. „Við fórum aðeins yfir hlutina í gærkvöldi og ég fékk að hitta strákana í dag, ég þekki auðvitað einhverja fyrir. Spilamennskan mun bara batna eftir því sem við spilum oftar saman.“ Ekki ókunnugur Íslandi Nikolas hefur áður spilað hérlendis, hann var í aðalhlutverki hjá Þór veturinn 2018-19, og skoraði þá að meðaltali 22,8 stig, gaf 7,6 stoðsendingar og tók 3,9 fráköst. Hann skilaði litlu síðri tölum hjá Stjörnunni veturinn eftir það og varð bikarmeistari með Garðbæingum, og var svo einnig lykilmaður hjá Tindastóli leiktíðina 2020-21, áður en hann kvaddi Ísland í bili. Tomsick, sem er 33 ára gamall, hefur spilað í Kósovó, Tékklandi, Belgíu og nú síðast Hollandi eftir að hann fór frá Íslandi. „Þetta hefur verið frábær tími en það er frábært að snúa aftur til Íslands. Ég er mjög ánægður að vera mættur aftur og hlakka til að hjálpa liðinu.“ Stefnan sett á titil Þegar Nikolas fór af landinu 2021 var Þór nýorðinn Íslandsmeistari. Liðið hefur ekki sýnt sömu takta síðan þá en stefnan er að sjálfsögðu sett á titil í vor. „Það er markmiðið. Ég er ekki mættur aftur til Íslands til að vera miðlungs. Þeir vilja vinna, ég vil vinna, þannig að markmiðið er að sjálfsögðu að vinna titla,“ sagði Nikolas að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira