Handbolti

Haukur kom að níu mörkum gegn PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Þrastarson er í stóru hlutverki hjá Dinamo Búkarest. Hann kom til liðsins frá Kielce fyrir tímabilið.
Haukur Þrastarson er í stóru hlutverki hjá Dinamo Búkarest. Hann kom til liðsins frá Kielce fyrir tímabilið. getty/Andrzej Iwanczuk

Dinamo Búkarest, lið Hauks Þrastarsonar, tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 33-40, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap rúmenska liðsins í Meistaradeildinni í röð.

Haukur skoraði sex mörk úr níu skotum og var næstmarkahæstur í liði Dinamo Búkarest á eftir Ali Zein sem gerði sjö mörk. Selfyssingurinn gaf einnig þrjár stoðsendingar.

Jacob Holm skoraði níu mörk fyrir PSG og Yahia Omar átta. PSG er í 2. sæti A-riðils en Dinamo Búkarest í því fimmta.

Janus Daði Smárason og félagar hans í Pick Szeged lutu í lægra haldi fyrir Álaborg, 30-32, í B-riðli.

Janus skoraði tvö mörk úr fjórum skotum í leiknum og gaf tvær stoðsendingar. Pick Szeged er með tólf stig í 4. sæti B-riðils. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð áður en að viðureigninni í kvöld kom. Álaborg er í 3. sæti riðilsins með þrettán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×