Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd Árni Jóhannsson skrifar 5. desember 2024 22:00 Tyson Jolly skoraði 29 stig fyrir Hauka gegn Val. vísir/viktor Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. Leikurinn var stórskrýtinn en mjög góður. Í körfubolta er talað um að þetta sé leikur áhlaupa og þessi leikur er frábært sýnidæmi um það orðatiltæki. Leikurinn var mjög jafn í upphafi en í stöðunni 14-15 fyrir Hauka komust Valsmenn á 17-2 sprett til að loka fyrsta leihluta og staðn orðin 31-17 og ef saga Hauka í vetur er skoðuð þá var illt í efni fyrir gestina úr Hafnarfirði. Annað kom þó á daginn. Haukar hertu sinn leik og fengu sjálfstraust í sóknarleik sínum þegar varnarstoppinn hrönnuðust upp. Valsmenn aftur á móti koðnuðu og þrátt fyrir tvö leikhlé með skömmu millibili þá gátu þeir ekki fundið kraftinn til að viðhalda forskotinu sínu og Haukar gengu á lagið, komust yfir 49-50 en leikurinn var jafn í hálfleik 52-52. Sóknarleikur Valsmanna hrundi algjörlega og með því fór sjálfstraustið. Það kom þó aftur í hálfleik. Valsmenn opnuðu seinni hálfleikinn á 13-0 spretti og gestirnir virtust hvorki vita í þennan heim né annan og blaðamaður dæmdi þá úr leik. Taiwo Badmus fór á kostum á þessum kafla og skoraði 12 stig á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks og virtust Haukar ekki vita hvernig ætti að ráða við hann. Emil Barja tók leikhlé á þessum tímapunkti í stöðunni 75-61 þegar 4:08 voru eftir af þriðja leikhluta og það átti eftir að gera gæfumuninn. Haukar skoruðu öll þau stig sem átti eftir að skora í þriðja leikhluta en þau voru 14 talsins og staðan jöfn fyrir lokaátökin í stöðunni 75-75. Aftur stigu gestirnir harðar fram í varnarleik sínum og Valsmenn áttu ekki svör við því. Valsmenn áttu fyrsta höggið í fjórða leikhluta og óttaðist maður, fyrir hönd Hauka, að þeir myndu mögulega ekki eiga meira inni ef Valsmenn kæmust langt fram úr þeim aftur eins og leikurinn hafði þróast. Haukar náðu þó að svara strax og voru komnir yfir 80-82 þegar um þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta. Þá upphófst æsilegur körfuboltaleikur þar sem skipst var á körfum og forskotinu þangað til að um þrjár mínútur lifðu eftir af leiknum. Staðan var 90-90 og leikhlé Valsmanna báru ekki ávöxt. Haukar, með Tyson Jolly og Everage Richardson, í broddi fylkingar sigldu fram úr Val. Aftur náðu Haukar krafti í varnarleik sinn og létu kné fylgja kviði í sókninni. Haukar náðu 91-98 forystu þegar lokamínútan hófst og þrátt fyrir tilraunir til að ná þeim áttu Valsarar ekki orkuna til. Leiknum lauk 97-104 og Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla og allt í einu lítur botnbaráttan út fyrir að vera galopin. Atvik leiksins Í stöðunni 91-95 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum náðu Haukar að láta boltann flæða vel sem gerði það að verkum að Tyson Jolly var galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann fékk nægan tíma til að koma undir sig löppunum og smella skotinu ofan í. Sú karfa telst vera rýtingurinn sem kláraði leikinn. Trúin lak úr Valsmönnum og sigrinum var komið í hús. Stjörnur og skúrkar Tyson Jolly og Everage Lee Richardson keyrðu Haukavagninn á lokamínútum leiksins. Jolly lauk leik með 29 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar og Everage bætti við 20 stigum. Annars voru margir að leggja lóð á vogaskálarnar fyrir Hauka og hægt að tala um liðssigur. Taiwo Badmus skoraði 36 stig og var frábær á löngum köflum. Aðrir leikmenn Vals þurfa að sjá sóma sinn í að hjálpa manninum því hann getur ekki einn borið þetta lið til sigurs. Kristinn Pálsson og Sherif Kenny skoruðu t.a.m. sjö stig hvor og maður ætlast til meira. Dómarar Ekki hægt að kvarta undan þeim. Ég held að nýju áherslurnar í dómgæslu séu íþróttinni til framdráttar. Ákveðin harka er leyfð og það gerir þetta skemmtilegra og nær því sem koma skal í vor. Umgjörð og stemmning Tölfræðisíða KKÍ segir að 89 manns hafi lagt leið sína í N1 höllina í kvöld. Ég held að það hafi verið mikið fleiri og höfðu þeir hátt. Báðum megin. Stemmningin var á löngum köflum mjög góð og umgjörð Valsmanna góð. Viðtöl Finnur Freyr: Menn eru mjög brothættir Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var þungur á brún þegar hann kom í viðtal eftir tapleik sinna manna í kvöld gegn Haukum. Hann taldi tilefni til að hafa áhyggjur og boðaði breytingar. Hvað gerðist í þessum skrýtna körfuboltaleik? „Við bara höldum illa á spilunum sóknarlega og gerum ekki nógu vel hinum megin. Við vorum bara daprir í dag.“ Er einhver ástæða umfram aðra fyrir dapurleika Valsmanna? „Við erum að fá alltof mikið af auðveldum körfum á okkur og augljóslega er ekki mikið sjálfstraust í mönnum og við erum brothættir. Mjög brothættir. Það er erfitt að lýsa þessu, sjálfstraustið lítið og það má lítið út af bera. Í dag erum við bara ekki gott körfuboltalið og verðum að vera raunsæir með það.“ Eru einhverjar breytingar þá í farvatninu? „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur.“ „Já það þarf alltaf að hafa áhyggjur þegar maður tapar mörgum og tala nú ekki um þegar þeir eru margir í röð. Við erum með háleit markmið þannig að við þurfum vissulega að hafa stórar áhyggjur en það er lítið annað hægt en að mæta á æfingar og bæta sig fyrir næsta leik. Sama tuggan hvort sem maður er í þessari stöðu eða einhverri annarri, það er alltaf næsti leikur sem skiptir mestu máli.“ Bónus-deild karla Valur Haukar
Haukar eru komnir á blað. Já þið lásuð rétt, Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla. Haukar lögðu Valsmenn á útivelli 97-104 í 9. umferði deildarinnar og eru komnir með fyrstu stigin sín þennan veturinn. Leikurinn var stórskrýtinn en mjög góður. Í körfubolta er talað um að þetta sé leikur áhlaupa og þessi leikur er frábært sýnidæmi um það orðatiltæki. Leikurinn var mjög jafn í upphafi en í stöðunni 14-15 fyrir Hauka komust Valsmenn á 17-2 sprett til að loka fyrsta leihluta og staðn orðin 31-17 og ef saga Hauka í vetur er skoðuð þá var illt í efni fyrir gestina úr Hafnarfirði. Annað kom þó á daginn. Haukar hertu sinn leik og fengu sjálfstraust í sóknarleik sínum þegar varnarstoppinn hrönnuðust upp. Valsmenn aftur á móti koðnuðu og þrátt fyrir tvö leikhlé með skömmu millibili þá gátu þeir ekki fundið kraftinn til að viðhalda forskotinu sínu og Haukar gengu á lagið, komust yfir 49-50 en leikurinn var jafn í hálfleik 52-52. Sóknarleikur Valsmanna hrundi algjörlega og með því fór sjálfstraustið. Það kom þó aftur í hálfleik. Valsmenn opnuðu seinni hálfleikinn á 13-0 spretti og gestirnir virtust hvorki vita í þennan heim né annan og blaðamaður dæmdi þá úr leik. Taiwo Badmus fór á kostum á þessum kafla og skoraði 12 stig á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks og virtust Haukar ekki vita hvernig ætti að ráða við hann. Emil Barja tók leikhlé á þessum tímapunkti í stöðunni 75-61 þegar 4:08 voru eftir af þriðja leikhluta og það átti eftir að gera gæfumuninn. Haukar skoruðu öll þau stig sem átti eftir að skora í þriðja leikhluta en þau voru 14 talsins og staðan jöfn fyrir lokaátökin í stöðunni 75-75. Aftur stigu gestirnir harðar fram í varnarleik sínum og Valsmenn áttu ekki svör við því. Valsmenn áttu fyrsta höggið í fjórða leikhluta og óttaðist maður, fyrir hönd Hauka, að þeir myndu mögulega ekki eiga meira inni ef Valsmenn kæmust langt fram úr þeim aftur eins og leikurinn hafði þróast. Haukar náðu þó að svara strax og voru komnir yfir 80-82 þegar um þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta. Þá upphófst æsilegur körfuboltaleikur þar sem skipst var á körfum og forskotinu þangað til að um þrjár mínútur lifðu eftir af leiknum. Staðan var 90-90 og leikhlé Valsmanna báru ekki ávöxt. Haukar, með Tyson Jolly og Everage Richardson, í broddi fylkingar sigldu fram úr Val. Aftur náðu Haukar krafti í varnarleik sinn og létu kné fylgja kviði í sókninni. Haukar náðu 91-98 forystu þegar lokamínútan hófst og þrátt fyrir tilraunir til að ná þeim áttu Valsarar ekki orkuna til. Leiknum lauk 97-104 og Haukar eru komnir á blað í Bónus deild karla og allt í einu lítur botnbaráttan út fyrir að vera galopin. Atvik leiksins Í stöðunni 91-95 þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum náðu Haukar að láta boltann flæða vel sem gerði það að verkum að Tyson Jolly var galopinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann fékk nægan tíma til að koma undir sig löppunum og smella skotinu ofan í. Sú karfa telst vera rýtingurinn sem kláraði leikinn. Trúin lak úr Valsmönnum og sigrinum var komið í hús. Stjörnur og skúrkar Tyson Jolly og Everage Lee Richardson keyrðu Haukavagninn á lokamínútum leiksins. Jolly lauk leik með 29 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar og Everage bætti við 20 stigum. Annars voru margir að leggja lóð á vogaskálarnar fyrir Hauka og hægt að tala um liðssigur. Taiwo Badmus skoraði 36 stig og var frábær á löngum köflum. Aðrir leikmenn Vals þurfa að sjá sóma sinn í að hjálpa manninum því hann getur ekki einn borið þetta lið til sigurs. Kristinn Pálsson og Sherif Kenny skoruðu t.a.m. sjö stig hvor og maður ætlast til meira. Dómarar Ekki hægt að kvarta undan þeim. Ég held að nýju áherslurnar í dómgæslu séu íþróttinni til framdráttar. Ákveðin harka er leyfð og það gerir þetta skemmtilegra og nær því sem koma skal í vor. Umgjörð og stemmning Tölfræðisíða KKÍ segir að 89 manns hafi lagt leið sína í N1 höllina í kvöld. Ég held að það hafi verið mikið fleiri og höfðu þeir hátt. Báðum megin. Stemmningin var á löngum köflum mjög góð og umgjörð Valsmanna góð. Viðtöl Finnur Freyr: Menn eru mjög brothættir Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var þungur á brún þegar hann kom í viðtal eftir tapleik sinna manna í kvöld gegn Haukum. Hann taldi tilefni til að hafa áhyggjur og boðaði breytingar. Hvað gerðist í þessum skrýtna körfuboltaleik? „Við bara höldum illa á spilunum sóknarlega og gerum ekki nógu vel hinum megin. Við vorum bara daprir í dag.“ Er einhver ástæða umfram aðra fyrir dapurleika Valsmanna? „Við erum að fá alltof mikið af auðveldum körfum á okkur og augljóslega er ekki mikið sjálfstraust í mönnum og við erum brothættir. Mjög brothættir. Það er erfitt að lýsa þessu, sjálfstraustið lítið og það má lítið út af bera. Í dag erum við bara ekki gott körfuboltalið og verðum að vera raunsæir með það.“ Eru einhverjar breytingar þá í farvatninu? „Já það eru breytingar og það verður tilkynnt á morgun. Eitthvað verður að gera en einn leikmaður inn er ekki að fara að breyta öllu. Við þurfum að grafa djúpt og finna einhverjar leiðir til að verða betra körfuboltalið og gera betur.“ „Já það þarf alltaf að hafa áhyggjur þegar maður tapar mörgum og tala nú ekki um þegar þeir eru margir í röð. Við erum með háleit markmið þannig að við þurfum vissulega að hafa stórar áhyggjur en það er lítið annað hægt en að mæta á æfingar og bæta sig fyrir næsta leik. Sama tuggan hvort sem maður er í þessari stöðu eða einhverri annarri, það er alltaf næsti leikur sem skiptir mestu máli.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti