Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 14:31 Cristiano Ronaldo ætti svo sem að vita hver Rafael van der Vaart er, en hér faðmast þeir ásamt Kaka í leik með Real Madrid árið 2010. Getty/Denis Doyle Cristiano Ronaldo sá ástæðu til að senda stutt skilaboð eftir gagnrýnina frá fyrrverandi liðsfélaga sínum, Hollendingnum Rafael van der Vaart. „Ronaldo var ótrúlega sjálfselskur. Ef við unnum 6-0, en hann skoraði ekki í leiknum, þá var hann ekki ánægður. En ef við töpuðum, og Ronaldo skoraði tvö mörk, þá var hann glaður,“ sagði Van der Vaart í hlaðvarpsþætti Talksport. Þeir Van der Vaart og Ronaldo náðu einni leiktíð saman hjá Real Madrid, 2009-10, áður en Hollendingurinn gekk í raðir Tottenham og sallaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski miðillinn MaisFutebol sagði frá ummælum Van der Vaart á Instagram-síðu sinni og einn af þeim sem settu inn athugasemd við þá færslu var opinber reikningur Ronaldos. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Ronaldo, eða einhver á hans vegum. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Cristiano Ronaldo við Instagram-færslu um þau ummæli Rafaels van der Vaart að Ronaldo væri sjálfselskur.Skjáskot/@maisfutebol Það var þó ekki svo að Van der Vaart hefði bara slæma hluti að segja um Ronaldo, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. „Var hann bara að spila fyrir sjálfan sig? Nei, en hann þráði alltaf að skora. Það er hægt að segja það sama um Ruud van Nistelrooy. Við í liðinu töluðum oft við Ronaldo í Madrid og það var áhugavert því hann sagðist hreinlega hafa þörf fyrir að skora mörkin sín. Hann var algjör vél,“ sagði Van der Vaart. Hollendingurinn lék alls 73 leiki fyrir Real og skoraði í þeim 12 mörk og átti 13 stoðsendingar. Hann lauk ferlinum árið 2018 í Danmörku, sem leikmaður Esbjerg. Ronaldo, sem skoraði 450 mörk og átti 131 stoðsendingu í 438 leikjum fyrir Real, lék í níu ár með spænska liðinu áður en hann fór til Juventus og sneri svo aftur til Manchester United. Hann fór svo til Al Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023. Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
„Ronaldo var ótrúlega sjálfselskur. Ef við unnum 6-0, en hann skoraði ekki í leiknum, þá var hann ekki ánægður. En ef við töpuðum, og Ronaldo skoraði tvö mörk, þá var hann glaður,“ sagði Van der Vaart í hlaðvarpsþætti Talksport. Þeir Van der Vaart og Ronaldo náðu einni leiktíð saman hjá Real Madrid, 2009-10, áður en Hollendingurinn gekk í raðir Tottenham og sallaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalski miðillinn MaisFutebol sagði frá ummælum Van der Vaart á Instagram-síðu sinni og einn af þeim sem settu inn athugasemd við þá færslu var opinber reikningur Ronaldos. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Ronaldo, eða einhver á hans vegum. „Hver er þessi náungi?“ skrifaði Cristiano Ronaldo við Instagram-færslu um þau ummæli Rafaels van der Vaart að Ronaldo væri sjálfselskur.Skjáskot/@maisfutebol Það var þó ekki svo að Van der Vaart hefði bara slæma hluti að segja um Ronaldo, í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti. „Var hann bara að spila fyrir sjálfan sig? Nei, en hann þráði alltaf að skora. Það er hægt að segja það sama um Ruud van Nistelrooy. Við í liðinu töluðum oft við Ronaldo í Madrid og það var áhugavert því hann sagðist hreinlega hafa þörf fyrir að skora mörkin sín. Hann var algjör vél,“ sagði Van der Vaart. Hollendingurinn lék alls 73 leiki fyrir Real og skoraði í þeim 12 mörk og átti 13 stoðsendingar. Hann lauk ferlinum árið 2018 í Danmörku, sem leikmaður Esbjerg. Ronaldo, sem skoraði 450 mörk og átti 131 stoðsendingu í 438 leikjum fyrir Real, lék í níu ár með spænska liðinu áður en hann fór til Juventus og sneri svo aftur til Manchester United. Hann fór svo til Al Nassr í Sádi-Arabíu árið 2023.
Fótbolti Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira