Skoðun

Dýraverndin til Flokks fólksins

Árni Stefán Árnason skrifar

Nú liggur fyrir að þrjár dömur, forystumenn flokka sem náðu gríðarlega góðum árangri í þingkosningunum, sitja við samningaborð og semja um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Það er mikið fagnaðarefni.

Ég dreg því fram fleyga áskorun alþingismannsins Tryggva Gunnarssonar um upphaf þarsíðustu aldar. Hann skoraði á konur að koma til dýraverndar.

Tryggva má með sönnu kalla upphafsmann dýraverndar á Íslandi.

Flokkur fólksins undir forystu Ingu Sæland hefur barist ötulla en nokkur annar stjórmálaflokkur fyrir bættri dýravernd

Ég skora á Kristrúnu og Þorgerði að gera það að tillögu sinni við Ingu Sæland, samþykki Inga það, að hennar fólki á þingi verði falin yfirstjórn dýraverndarmála í viðeigandi ráðuneyti.

Brýn þörf er á að endurskoða hvaða stjórnvaldi eða einkareknum aðila verði falin framkvæmd dýraverndar að lögum um velferð dýra.

Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.




Skoðun

Sjá meira


×