Rétt áður en Ólympíuleikarnir hófust í París í sumar birtist myndband frá æfingu þar sem Dujardin sást nota langa svipu til að slá hest.
That’s not an error of judgement, that’s habitual. Fuck Charlotte Dujardin. I hope her career and reputation is in the bin forever. pic.twitter.com/NgZ77vKX00
— Gavin Wilson... (@GavWilson) July 24, 2024
Þessi 39 ára, breska hestakona dró sig úr keppni á Ólympíuleikunum og var sett í tímabundið bann 23. júlí, eftir að myndbandið birtist.
Alþjóða hestaíþróttasambandið, FEI, hefur nú dæmt hana í árs bann sem gildir frá júlí síðastliðnum, og hún mun því geta keppt að nýju í júlí næstkomandi.
„Þessi refsing sendir skýr skilaboð um það að hver sem er, burtséð frá stöðu þeirra, sem stefnir velferð hests í hættu mun þurfa að taka alvarlegum afleiðingum,“ sagði Sabrina Ibanez hjá FEI.
Breska hestaíþróttasambandið hefur tekið upp bannið og má því Dujardin hvorki keppa í alþjóðlegum mótum né heima í Bretlandi.
Dujardin hefur alls unnið til sex verðlauna á Ólympíuleikum, þar af þrenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hún er ásamt hjólreiðakonunni Lauru Kenny sú breska kona sem unnið hefur til flestra verðlauna á Ólympíuleikum.