Þetta var fyrsti leikur Magdeburg eftir að Ómar Ingi Magnússon meiddist illa á ökkla. Hverfandi líkur er á að hann verði með íslenska landsliðinu á HM en Magdeburg gaf út að hann yrði frá í þrjá mánuði.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg sem var með fjögurra marka forskot í hálfleik, 11-15. Nantes var hins vegar sterkari aðilinn í seinni hálfleik, náði frumkvæðinu og landaði eins marks sigri, 29-28.
Magdeburg er í 6. sæti B-riðils Meistaradeildarinnar með sjö stig. Nantes er í 2. sætinu með þrettán stig.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex af þeim fjórtán skotum sem hann fékk á sig þegar Wisla Plock tapaði fyrir Eurofarm Pelister, 21-18. Varnarleikur og markvarsla liðanna var góð en sóknarleikurinn ekki uppi á marga fiska eins og lokatölurnar gefa til kynna.
Wisla Plock er í 7. sæti A-riðils með fjögur stig en Eurofarm Pelister er sæti ofar með sex stig.