Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 16:03 Jónatan Garðarsson er formaður stjórnar um listamannalaun. Ekki hefur náðst í hann í vikunni. Listi yfir þá 251 sem fá listamannalaun árið 2025 verður birtur á morgun. STEF Innan við sólarhringur er í að hulunni verði svipt af því hvaða 251 listamaður fékk náð fyrir augum úthlutunarnefnda úr þeim átta sjóðum sem veita listamannalaun. Listamönnunum sjálfum hefur verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þó nokkrir eru með böggum hildar og ganga slyppir og snauðir á braut. Lítið heyrist í fámennari hópnum, þeim sem anda léttar og fengu þriggja til tólf mánaða blessun á umsókn sinni. Yfirlýst markmið listamannalauna er að efla listsköpun í landinu. Þeir sem fengu listamannalaun árið 2024 fengu 538 þúsund krónur í verktakagreiðslu til að sinna list sinni til þriggja, sex eða tólf mánaða. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hækka launin í 550 þúsund krónur fyrir næsta ár. Alþingi samþykkti í júní breytingu á lögum um listamannalaun sem fólu í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun listamanna eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlega úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttu frá árinu 2009 þegar lögin tóku gildi. Þá var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra en tillaga Lilju Daggar Alfreðsdóttur fól í sér fjölgun á starfslaunamánuðum úr 1600 í 2490 á fjórum árum og að bæta við tveimur nýjum sjóðum; launasjóði kvikmyndahöfunda annars vegar og Vegsemd, sjóði listamanna 67 ára og eldri hins vegar. Lýsing á vinnu og listrænu gildi vegur þyngst Fyrir árið 2025 verður úthlutað 1720 mánaðarlaunum og skiptast þannig: 50 mánuðir úr launasjóði hönnuða, 4,2 árslaun 435 mánaðarlaun úr launasjóði myndlistarmanna, 36,3 árslaun 555 mánaðarlaun úr launasjóði rithöfunda, 46 árslaun 190 mánaðarlaun úr launasjóði sviðslistafólks, 15,8 árslaun 180 mánaðarlaun úr launasjóði tónlistarflytjenda, 15 árslaun 190 mánaðarlaun úr launasjóður tónskálda, 15,8 árslaun 60 mánaðarlaun úr launasjóði kvikmyndahöfunda, 5 árslaun 60 mánaðarlaun úr Vegsemd, sjóði fyrir listamenn 67 ára og eldri, 5 árslaun Stjórn listamannalauna ákveður hvernig mánuðum úr Vegsemd verður skipt niður á launasjóðina og svo eru úthlutunarnefndir sérgreindra sjóða sem ákveða úthlutun. Hver nefnd er skipuð þremur einstaklingum. Frestur til að sækja um listamannalaun rann út þann 1. október en í umsóknum var óskað eftir þremur hlutum: Lýsingu á vinnu og listrænu gildi verkefna (50% vægi) Ferli umsækjenda (30% vægi) Verk- og tímaáætlun (20% vægi) Sú kvöð hvílir á þeim sem þiggja listamannalaun að þau þurfa að skila framvinduskýrslu eða lokaskýrslu til að eiga möguleika á að hljóta aftur náð fyrir augum nefndarinnar. Þá mega þau sem þiggja listamannalaun ekki gegna öðru starfi sem telst til meira en þriðjungs úr stöðugildi á árinu sem þeir fá listamannalaun. Tilgangurinn er sá að koma í veg fyrir að önnur vinna hindri listamanninn í að sinna því verkefni sem starfslaunin voru veitt til. Þá þurfa allir sem þiggja listamannalaun að skila greinagóðri skýrslu um störf sín á starfslaunatímanum eigi síðar en ári eftir að honum lýkur. Vilja tryggja styrki til nýliða Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma. Til að tryggja eðlilega nýliðun skal úthluta að lágmarki 7 prósent mánaða hvers sjóðs til nýliða. Þetta er áherslubreyting á milli ára. Nýliðar teljast listamenn sem aldrei hafa fengið úthlutun og listamenn sem hafa fengið allt að þriggja mánaða úthlutun einu sinni. „Áhersla á nýliðun mun aukast á næstu árum með auknum fjölda mánaða til úthlutunar og verða 10% fyrir úthlutun ársins 2028,“ segir á vef Rannsóknarmiðstöðvar Íslands sem heldur utan um starfslaun listamanna. Þannig verði einn af hverjum tíu „nýliði“ sem fá starfslaun árið 2028. Þá vekur athygli að listamenn fá ekki aðeins höfnun í ár heldur fá þeir smá rökstuðning fyrir höfnuninni. Guðrún Arndís Tryggvadóttir fékk til dæmis þau skilaboð að ferill hennar hefði verið „slitróttur“. Myndi ekki treysta gagnrýnendum til að eiga gullfiska Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur bættist í gær við hóp fólks sem tilkynnir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum úthlutnarnefnda fyrir næsta ár. „Um leið og ég óska öllum sem fá listamannalaun á næsta ári hjartanlega til hamingju og óska þeim góðs gengis í sínum verkefnum langar mig bara að segja eftirfarandi: Fólk sem talar um að listafólk sem ekki getur lifað af list sinni á Íslandi ætti bara að fá sér „alvöru vinnu“ er fólk sem ég myndi ekki treysta til að eiga gullfiska, þar sem það virðist ekki skilja muninn á vistkerfi fiskabúrs og úthafs og myndi líklega aldrei gefa fiskunum eða hreinsa búrið.“ Egill Helgason samfélagsrýnir segir upphæðina sem ríkið leggi í listamannalaun fjarskalega lága. Tæplega einn milljarður fer í listamannalaun í ár. „Mætti til dæmis velta fyrir sér miklu hærri fjárhæðum sem fara í Íslandsstofu sem sér um landkynningu. Hvort ætli landkynning þeirra sé meiri og betri en okkar góða listafólks?“ Svavar Knútur segist þekkja það af eigin raun. Hann viti sjálfur um 20-30 manns sem hafi tjáð honum að Íslandsheimsókn þeirra væri í framhaldi af tónleikum Svavar Knúts á erlendri grundu. Þó eru ekki allir sem sjá málið sömu augum. Gunnar Dan Wiium smiður leggur orð í belg og svarar Svavari Knúti. „Þannig að listafólk er í þínum huga bara skrautfiskar og skattgreiðendur eiga að gefa þeim að borða og þrífa búrið þeirra. Ég veit alveg um fullt af frábæru listafólki sem stundar það sem þú kallar „alvöru vinnu“ samhliða sinni list. Get ekki séð hvað á að vera svona erfitt og óæskilegt við það.“ Fram hefur komið að 1340 listamenn sóttu um starfslaun og var þeim úthlutað til 251 listamanns. Listamannalaun Tónlist Leikhús Bókmenntir Myndlist Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Yfirlýst markmið listamannalauna er að efla listsköpun í landinu. Þeir sem fengu listamannalaun árið 2024 fengu 538 þúsund krónur í verktakagreiðslu til að sinna list sinni til þriggja, sex eða tólf mánaða. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hækka launin í 550 þúsund krónur fyrir næsta ár. Alþingi samþykkti í júní breytingu á lögum um listamannalaun sem fólu í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun listamanna eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlega úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttu frá árinu 2009 þegar lögin tóku gildi. Þá var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra en tillaga Lilju Daggar Alfreðsdóttur fól í sér fjölgun á starfslaunamánuðum úr 1600 í 2490 á fjórum árum og að bæta við tveimur nýjum sjóðum; launasjóði kvikmyndahöfunda annars vegar og Vegsemd, sjóði listamanna 67 ára og eldri hins vegar. Lýsing á vinnu og listrænu gildi vegur þyngst Fyrir árið 2025 verður úthlutað 1720 mánaðarlaunum og skiptast þannig: 50 mánuðir úr launasjóði hönnuða, 4,2 árslaun 435 mánaðarlaun úr launasjóði myndlistarmanna, 36,3 árslaun 555 mánaðarlaun úr launasjóði rithöfunda, 46 árslaun 190 mánaðarlaun úr launasjóði sviðslistafólks, 15,8 árslaun 180 mánaðarlaun úr launasjóði tónlistarflytjenda, 15 árslaun 190 mánaðarlaun úr launasjóður tónskálda, 15,8 árslaun 60 mánaðarlaun úr launasjóði kvikmyndahöfunda, 5 árslaun 60 mánaðarlaun úr Vegsemd, sjóði fyrir listamenn 67 ára og eldri, 5 árslaun Stjórn listamannalauna ákveður hvernig mánuðum úr Vegsemd verður skipt niður á launasjóðina og svo eru úthlutunarnefndir sérgreindra sjóða sem ákveða úthlutun. Hver nefnd er skipuð þremur einstaklingum. Frestur til að sækja um listamannalaun rann út þann 1. október en í umsóknum var óskað eftir þremur hlutum: Lýsingu á vinnu og listrænu gildi verkefna (50% vægi) Ferli umsækjenda (30% vægi) Verk- og tímaáætlun (20% vægi) Sú kvöð hvílir á þeim sem þiggja listamannalaun að þau þurfa að skila framvinduskýrslu eða lokaskýrslu til að eiga möguleika á að hljóta aftur náð fyrir augum nefndarinnar. Þá mega þau sem þiggja listamannalaun ekki gegna öðru starfi sem telst til meira en þriðjungs úr stöðugildi á árinu sem þeir fá listamannalaun. Tilgangurinn er sá að koma í veg fyrir að önnur vinna hindri listamanninn í að sinna því verkefni sem starfslaunin voru veitt til. Þá þurfa allir sem þiggja listamannalaun að skila greinagóðri skýrslu um störf sín á starfslaunatímanum eigi síðar en ári eftir að honum lýkur. Vilja tryggja styrki til nýliða Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma. Til að tryggja eðlilega nýliðun skal úthluta að lágmarki 7 prósent mánaða hvers sjóðs til nýliða. Þetta er áherslubreyting á milli ára. Nýliðar teljast listamenn sem aldrei hafa fengið úthlutun og listamenn sem hafa fengið allt að þriggja mánaða úthlutun einu sinni. „Áhersla á nýliðun mun aukast á næstu árum með auknum fjölda mánaða til úthlutunar og verða 10% fyrir úthlutun ársins 2028,“ segir á vef Rannsóknarmiðstöðvar Íslands sem heldur utan um starfslaun listamanna. Þannig verði einn af hverjum tíu „nýliði“ sem fá starfslaun árið 2028. Þá vekur athygli að listamenn fá ekki aðeins höfnun í ár heldur fá þeir smá rökstuðning fyrir höfnuninni. Guðrún Arndís Tryggvadóttir fékk til dæmis þau skilaboð að ferill hennar hefði verið „slitróttur“. Myndi ekki treysta gagnrýnendum til að eiga gullfiska Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur bættist í gær við hóp fólks sem tilkynnir að hafa ekki hlotið náð fyrir augum úthlutnarnefnda fyrir næsta ár. „Um leið og ég óska öllum sem fá listamannalaun á næsta ári hjartanlega til hamingju og óska þeim góðs gengis í sínum verkefnum langar mig bara að segja eftirfarandi: Fólk sem talar um að listafólk sem ekki getur lifað af list sinni á Íslandi ætti bara að fá sér „alvöru vinnu“ er fólk sem ég myndi ekki treysta til að eiga gullfiska, þar sem það virðist ekki skilja muninn á vistkerfi fiskabúrs og úthafs og myndi líklega aldrei gefa fiskunum eða hreinsa búrið.“ Egill Helgason samfélagsrýnir segir upphæðina sem ríkið leggi í listamannalaun fjarskalega lága. Tæplega einn milljarður fer í listamannalaun í ár. „Mætti til dæmis velta fyrir sér miklu hærri fjárhæðum sem fara í Íslandsstofu sem sér um landkynningu. Hvort ætli landkynning þeirra sé meiri og betri en okkar góða listafólks?“ Svavar Knútur segist þekkja það af eigin raun. Hann viti sjálfur um 20-30 manns sem hafi tjáð honum að Íslandsheimsókn þeirra væri í framhaldi af tónleikum Svavar Knúts á erlendri grundu. Þó eru ekki allir sem sjá málið sömu augum. Gunnar Dan Wiium smiður leggur orð í belg og svarar Svavari Knúti. „Þannig að listafólk er í þínum huga bara skrautfiskar og skattgreiðendur eiga að gefa þeim að borða og þrífa búrið þeirra. Ég veit alveg um fullt af frábæru listafólki sem stundar það sem þú kallar „alvöru vinnu“ samhliða sinni list. Get ekki séð hvað á að vera svona erfitt og óæskilegt við það.“ Fram hefur komið að 1340 listamenn sóttu um starfslaun og var þeim úthlutað til 251 listamanns.
Listamannalaun Tónlist Leikhús Bókmenntir Myndlist Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira