Herlögin loks felld úr gildi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 20:51 Hermenn fyrir utan þinghúsið í Seoul í kvöld. AP/Kim Ju-sung Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fellt herlög sem sett voru á þar fyrr í kvöld úr gildi. Forsvarsmenn hers ríkisins hafa sömuleiðis slitið herlagastjórninni þar á bæ og hafa hermenn verið fluttir aftur til herstöðva sinna. Hermennirnir eru sagðir hafa fagnað þegar fregnir af þessum nýjustu vendingum bárust. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði sett á neyðarlög. Hann sagðist hafa gert það til að verja landið gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu en hann hefur átt í miklu basli með stjórnarandstöðuna í Suður-Kóreu frá því hann tók við völdum. Innan við tveimur tímum eftir að hann lýsti yfir herlögum og hermenn girtu þinghúsið af, ruddust 190 þingmenn inn í þingsal, þar sem þeir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á vopnahléið og samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna. Yoon varð þó ekki við því strax. Sjá einnig: Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Atvik kvöldsins þykja líkjast stöðunni í Suður-Kóreu á níunda áratug síðustu aldar þegar ríkinu var síðast stjórnað af einræðisherra. Yfirlýsing Yoon hefur verið harðlega gagnrýnd af flestum leiðtogum Suður-Kóreu og þar á meðal af leiðtoga stjórnmálaflokks Yoon en forsetinn sagði leiðtogum flokksins ekki frá ætlunum sínum. Þegar forsetinn lýsti því yfir að herlögin yrðu felld niður gagnrýndi hann þingmenn og sérstaklega stjórnarandstöðuna áfram. Sérstaklega fyrir ítrekaðar vantrauststillögur gegn embættismönnum, saksóknurum og öðrum þingmönnum og sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni að þessar aðgerðir hefðu lamað ríkisrekstur Suður-Kóreu. Nokkuð ljóst er að vendingar kvöldsins og þessi mögulega valdaránstilraun Yoon muni draga dilk á eftir sér. BBC hefur eftir þingmönnum sem hafa setið í þingsal í Seoul í kvöld að þar séu menn sammála um að forsetinn verði að stíga til hliðar, annars verði honum vikið úr embætti. Suður-Kórea Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Hermennirnir eru sagðir hafa fagnað þegar fregnir af þessum nýjustu vendingum bárust. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði sett á neyðarlög. Hann sagðist hafa gert það til að verja landið gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu en hann hefur átt í miklu basli með stjórnarandstöðuna í Suður-Kóreu frá því hann tók við völdum. Innan við tveimur tímum eftir að hann lýsti yfir herlögum og hermenn girtu þinghúsið af, ruddust 190 þingmenn inn í þingsal, þar sem þeir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á vopnahléið og samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna. Yoon varð þó ekki við því strax. Sjá einnig: Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Atvik kvöldsins þykja líkjast stöðunni í Suður-Kóreu á níunda áratug síðustu aldar þegar ríkinu var síðast stjórnað af einræðisherra. Yfirlýsing Yoon hefur verið harðlega gagnrýnd af flestum leiðtogum Suður-Kóreu og þar á meðal af leiðtoga stjórnmálaflokks Yoon en forsetinn sagði leiðtogum flokksins ekki frá ætlunum sínum. Þegar forsetinn lýsti því yfir að herlögin yrðu felld niður gagnrýndi hann þingmenn og sérstaklega stjórnarandstöðuna áfram. Sérstaklega fyrir ítrekaðar vantrauststillögur gegn embættismönnum, saksóknurum og öðrum þingmönnum og sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni að þessar aðgerðir hefðu lamað ríkisrekstur Suður-Kóreu. Nokkuð ljóst er að vendingar kvöldsins og þessi mögulega valdaránstilraun Yoon muni draga dilk á eftir sér. BBC hefur eftir þingmönnum sem hafa setið í þingsal í Seoul í kvöld að þar séu menn sammála um að forsetinn verði að stíga til hliðar, annars verði honum vikið úr embætti.
Suður-Kórea Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira