Fitusmánuð á rauða dreglinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2024 16:13 Kate Winslet á rauða dreglinum við Golden Globes verðlaunahátíðina 1998 með James Cameron leikstjóra Titanic og meðleikurum sínum líkt og Leonardo DiCaprio. Vinnie Zuffante/Getty Images Breska leikkonan Kate Winslet segir að hún hafi verið fitusmánuð af fréttafólki þar sem hún var stödd á rauða dreglinum í aðdraganda afhendingar Golden Globes verðlaunanna árið 1998. Þar var hún stödd ásamt öðrum aðstandendum stórmyndarinnar Titanic sem sópaði til sín verðlaunum þetta árið. Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún er þessa dagana að kynna bíómynd sína Lee þar sem hún fer með hlutverk hins magnaða stríðsfréttaljósmyndara Lee Miller. Í fréttaskýringaþættinum er sýnd klippa frá 1998 þar sem fréttamaður segir við Winslet að kjóllinn sem leikkonan sé í líti ekki nógu vel út og að hún hefði mátt vera í stærri kjól. „Þetta er algjörlega ógeðfellt,“ segir Winslet í þættinum um þessi samskipti. „Hvernig manneskja þarftu að vera til þess að gera ungri leikkonu þetta sem er bara að átta sig á hlutnum?“ Lét hann heyra það Leikkonan segir að á þessum tíma hafi svona samskipti viðgengist á hverjum einasta degi. Hún hafi aldrei tjáð sig opinberlega um þetta en hún hafi hinsvegar látið viðkomandi fréttamann heyra það í einrúmi. „Ég lét þau heyra það. Ég sagði: Ég vona að þetta ásæki ykkur. Þetta var frábær stund. Þetta var fyrir alla sem verða fyrir svona áreiti. Þetta var hrikalegt.“ Winslet segir að hún hafi lengi orðið fyrir svona framkomu, meðal annars af hálfu leiklistarkennara sem hafi sagt henni að sætta sig einfaldlega við það, að hún væri feit. Ef hún ætlaði sér að líta svona út yrði hún að sætta sig við hlutverk feitra kvenna. Hún segir að hún sé löngu hætt að hlusta á álit annarra á útliti sínu og rifjar upp eitt atriði í kvikmyndinni Lee þar sem hún hafi verið beðin um að sitja bein í baki þannig að ekki sæist í fituna á maganum hennar. Það hafi henni þótt furðulegar leiðbeiningar og því virti hún þær alfarið að vettugi. „Starf mitt fólst í því að vera eins og Lee. Hún var ekki að lyfta lóðum og fara í pílates, hún borðaði osta, brauð og drakk vín án þess að spá í því, auðvitað væri hún ekki mössuð.“ Hollywood Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún er þessa dagana að kynna bíómynd sína Lee þar sem hún fer með hlutverk hins magnaða stríðsfréttaljósmyndara Lee Miller. Í fréttaskýringaþættinum er sýnd klippa frá 1998 þar sem fréttamaður segir við Winslet að kjóllinn sem leikkonan sé í líti ekki nógu vel út og að hún hefði mátt vera í stærri kjól. „Þetta er algjörlega ógeðfellt,“ segir Winslet í þættinum um þessi samskipti. „Hvernig manneskja þarftu að vera til þess að gera ungri leikkonu þetta sem er bara að átta sig á hlutnum?“ Lét hann heyra það Leikkonan segir að á þessum tíma hafi svona samskipti viðgengist á hverjum einasta degi. Hún hafi aldrei tjáð sig opinberlega um þetta en hún hafi hinsvegar látið viðkomandi fréttamann heyra það í einrúmi. „Ég lét þau heyra það. Ég sagði: Ég vona að þetta ásæki ykkur. Þetta var frábær stund. Þetta var fyrir alla sem verða fyrir svona áreiti. Þetta var hrikalegt.“ Winslet segir að hún hafi lengi orðið fyrir svona framkomu, meðal annars af hálfu leiklistarkennara sem hafi sagt henni að sætta sig einfaldlega við það, að hún væri feit. Ef hún ætlaði sér að líta svona út yrði hún að sætta sig við hlutverk feitra kvenna. Hún segir að hún sé löngu hætt að hlusta á álit annarra á útliti sínu og rifjar upp eitt atriði í kvikmyndinni Lee þar sem hún hafi verið beðin um að sitja bein í baki þannig að ekki sæist í fituna á maganum hennar. Það hafi henni þótt furðulegar leiðbeiningar og því virti hún þær alfarið að vettugi. „Starf mitt fólst í því að vera eins og Lee. Hún var ekki að lyfta lóðum og fara í pílates, hún borðaði osta, brauð og drakk vín án þess að spá í því, auðvitað væri hún ekki mössuð.“
Hollywood Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira