Fitusmánuð á rauða dreglinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2024 16:13 Kate Winslet á rauða dreglinum við Golden Globes verðlaunahátíðina 1998 með James Cameron leikstjóra Titanic og meðleikurum sínum líkt og Leonardo DiCaprio. Vinnie Zuffante/Getty Images Breska leikkonan Kate Winslet segir að hún hafi verið fitusmánuð af fréttafólki þar sem hún var stödd á rauða dreglinum í aðdraganda afhendingar Golden Globes verðlaunanna árið 1998. Þar var hún stödd ásamt öðrum aðstandendum stórmyndarinnar Titanic sem sópaði til sín verðlaunum þetta árið. Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún er þessa dagana að kynna bíómynd sína Lee þar sem hún fer með hlutverk hins magnaða stríðsfréttaljósmyndara Lee Miller. Í fréttaskýringaþættinum er sýnd klippa frá 1998 þar sem fréttamaður segir við Winslet að kjóllinn sem leikkonan sé í líti ekki nógu vel út og að hún hefði mátt vera í stærri kjól. „Þetta er algjörlega ógeðfellt,“ segir Winslet í þættinum um þessi samskipti. „Hvernig manneskja þarftu að vera til þess að gera ungri leikkonu þetta sem er bara að átta sig á hlutnum?“ Lét hann heyra það Leikkonan segir að á þessum tíma hafi svona samskipti viðgengist á hverjum einasta degi. Hún hafi aldrei tjáð sig opinberlega um þetta en hún hafi hinsvegar látið viðkomandi fréttamann heyra það í einrúmi. „Ég lét þau heyra það. Ég sagði: Ég vona að þetta ásæki ykkur. Þetta var frábær stund. Þetta var fyrir alla sem verða fyrir svona áreiti. Þetta var hrikalegt.“ Winslet segir að hún hafi lengi orðið fyrir svona framkomu, meðal annars af hálfu leiklistarkennara sem hafi sagt henni að sætta sig einfaldlega við það, að hún væri feit. Ef hún ætlaði sér að líta svona út yrði hún að sætta sig við hlutverk feitra kvenna. Hún segir að hún sé löngu hætt að hlusta á álit annarra á útliti sínu og rifjar upp eitt atriði í kvikmyndinni Lee þar sem hún hafi verið beðin um að sitja bein í baki þannig að ekki sæist í fituna á maganum hennar. Það hafi henni þótt furðulegar leiðbeiningar og því virti hún þær alfarið að vettugi. „Starf mitt fólst í því að vera eins og Lee. Hún var ekki að lyfta lóðum og fara í pílates, hún borðaði osta, brauð og drakk vín án þess að spá í því, auðvitað væri hún ekki mössuð.“ Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við leikkonuna í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes. Hún er þessa dagana að kynna bíómynd sína Lee þar sem hún fer með hlutverk hins magnaða stríðsfréttaljósmyndara Lee Miller. Í fréttaskýringaþættinum er sýnd klippa frá 1998 þar sem fréttamaður segir við Winslet að kjóllinn sem leikkonan sé í líti ekki nógu vel út og að hún hefði mátt vera í stærri kjól. „Þetta er algjörlega ógeðfellt,“ segir Winslet í þættinum um þessi samskipti. „Hvernig manneskja þarftu að vera til þess að gera ungri leikkonu þetta sem er bara að átta sig á hlutnum?“ Lét hann heyra það Leikkonan segir að á þessum tíma hafi svona samskipti viðgengist á hverjum einasta degi. Hún hafi aldrei tjáð sig opinberlega um þetta en hún hafi hinsvegar látið viðkomandi fréttamann heyra það í einrúmi. „Ég lét þau heyra það. Ég sagði: Ég vona að þetta ásæki ykkur. Þetta var frábær stund. Þetta var fyrir alla sem verða fyrir svona áreiti. Þetta var hrikalegt.“ Winslet segir að hún hafi lengi orðið fyrir svona framkomu, meðal annars af hálfu leiklistarkennara sem hafi sagt henni að sætta sig einfaldlega við það, að hún væri feit. Ef hún ætlaði sér að líta svona út yrði hún að sætta sig við hlutverk feitra kvenna. Hún segir að hún sé löngu hætt að hlusta á álit annarra á útliti sínu og rifjar upp eitt atriði í kvikmyndinni Lee þar sem hún hafi verið beðin um að sitja bein í baki þannig að ekki sæist í fituna á maganum hennar. Það hafi henni þótt furðulegar leiðbeiningar og því virti hún þær alfarið að vettugi. „Starf mitt fólst í því að vera eins og Lee. Hún var ekki að lyfta lóðum og fara í pílates, hún borðaði osta, brauð og drakk vín án þess að spá í því, auðvitað væri hún ekki mössuð.“
Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira