Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2024 10:38 Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Stjórnin telur sig ekki geta ákveðið hvort telja eigi atkvæði aftur eða ekki. Stöð 2 Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis lítur svo á að hún geti hvorki hafnað né samþykkt beiðnir um endurtalningu atkvæða þar vegna breytinga sem voru gerðar á þingsköpum rétt fyrir kosningar. Fyrrverandi forseti Alþingis segir breytingunum ekki hafa verið ætlað að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni á sunnudag um endurtalningu í Suðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar á laugardag. Rætt hefur verið um að aðeins örfá atkvæði gætu breytt úthlutun jöfnunarþingmanna. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis, segir að beiðninni hafi verið svarað á þann hátt að yfirkjörstjórnin geti ekki fjallað um hana. „Að við getum í rauninni hvorki hafnað né samþykkt,“ segir Gestur og vísar til breytinga á þingsköpum sem voru samþykkt 18. nóvember. Yfirkjörstjórnin líti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða liggi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ segir Gestur. Ekkert tilefni sé til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum séu innbygðar í talningarferlið og þá hafi umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar,“ segir hann. Talning tók lengstan tíma í Suðvesturkjördæmi. Nú liggur fyrir beiðni um endurtalningu þar. Myndin er úr safni.Anton Brink Ekki ætlunin að taka verkefni eða valdsvið af kjörstjórnum Í þingskapalögunum stendur nú að níu manna undirbúningskjörbréfanefnd kjörinna þingmanna geti við undirbúning rannsóknar á kjörbréfum sem fer fram á þingsetningarfundi rannsakað kjörgögn til að sannreyna úrslit kosninga „þ.m.t. telja atkvæði, eða óska eftir að kjörstjórnir geri það“. Í svari yfirkjörstjórnar til umboðsmanns Framsóknarflokksins segir að hún líti svo á að með lögunum sé kveðið á um skýra heimild fyrir undirbúningsnefndina til að taka ákvörðun um endurtalningu atkvæða og því tilefni til þess að álykta um að heimildin liggi ekki annars staðar. „Samkvæmt framansögðu telur yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sig þannig ekki bæra til þess að fjalla frekar um beiðnina,“ segir í svarinu. Undirbúningsnefndin verður fyrst skipuð eftir að landskjörstjórn hefur skilað Alþingi umsögn um kosningarnar. Birgir Ármannsson, sem var forseti Alþingis þegar þingsköpum var breytt, segir við Vísi að markmið breytinganna hafi verið að styrkja lagalegan grundvöll fyrir starfi undirbúningskjörnefndar. „En átti ekki með neinu móti að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna eða landskjörstjórna,“ segir hann. Brotið á réttindum frambjóðenda fyrir þremur árum Mikið mæddi á kjörbréfanefnd Alþingis eftir umdeilda talningu og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir kosningarnar 2021. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum tveggja frambjóðenda sem gerðu athugasemdir við talninguna. Annar þeirra datt út af þingi eftir endurtalningu í kjördæminu. Talið var að meðferð kjörbréfanefndar Alþingis á kvörtunum frambjóðendanna hefði verið sanngjörn og hlutlæg en dómstóllinn sagði það ekki samræmast mannréttindasáttmála Evrópu að þingmenn felldu sjálfur dóm um réttmæti eigin kjörs. Þá hefðu frambjóðendurnir ekki haft önnur úrræði til þess að koma kvörtunum sínum áleiðis. Voru íslensk stjórnvöld þannig talin hafa brotið á rétti frambjóðendanna til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða. Fréttin var uppfærð með nánari skýringum Gests og tilvitnunum í svarbréf yfirkjörstjórnar til umboðsmanns Framsóknarflokksins. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. 2. desember 2024 11:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni á sunnudag um endurtalningu í Suðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar á laugardag. Rætt hefur verið um að aðeins örfá atkvæði gætu breytt úthlutun jöfnunarþingmanna. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis, segir að beiðninni hafi verið svarað á þann hátt að yfirkjörstjórnin geti ekki fjallað um hana. „Að við getum í rauninni hvorki hafnað né samþykkt,“ segir Gestur og vísar til breytinga á þingsköpum sem voru samþykkt 18. nóvember. Yfirkjörstjórnin líti svo á að heimildin til þess að óska eftir endurtalningu atkvæða liggi hjá undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis eftir lagabreytinguna. „Það er sú leið sem er teiknuð upp í lögunum,“ segir Gestur. Ekkert tilefni sé til endurtalningar. Afstemmingar og athuganir á tölum og gögnum séu innbygðar í talningarferlið og þá hafi umboðsmenn framboðanna verið viðstaddir. „Ekkert bendir til þess að vikið hafi verið frá hinu lögákveðna ferli talningar,“ segir hann. Talning tók lengstan tíma í Suðvesturkjördæmi. Nú liggur fyrir beiðni um endurtalningu þar. Myndin er úr safni.Anton Brink Ekki ætlunin að taka verkefni eða valdsvið af kjörstjórnum Í þingskapalögunum stendur nú að níu manna undirbúningskjörbréfanefnd kjörinna þingmanna geti við undirbúning rannsóknar á kjörbréfum sem fer fram á þingsetningarfundi rannsakað kjörgögn til að sannreyna úrslit kosninga „þ.m.t. telja atkvæði, eða óska eftir að kjörstjórnir geri það“. Í svari yfirkjörstjórnar til umboðsmanns Framsóknarflokksins segir að hún líti svo á að með lögunum sé kveðið á um skýra heimild fyrir undirbúningsnefndina til að taka ákvörðun um endurtalningu atkvæða og því tilefni til þess að álykta um að heimildin liggi ekki annars staðar. „Samkvæmt framansögðu telur yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sig þannig ekki bæra til þess að fjalla frekar um beiðnina,“ segir í svarinu. Undirbúningsnefndin verður fyrst skipuð eftir að landskjörstjórn hefur skilað Alþingi umsögn um kosningarnar. Birgir Ármannsson, sem var forseti Alþingis þegar þingsköpum var breytt, segir við Vísi að markmið breytinganna hafi verið að styrkja lagalegan grundvöll fyrir starfi undirbúningskjörnefndar. „En átti ekki með neinu móti að breyta verkefnum eða valdsviði yfirkjörstjórna eða landskjörstjórna,“ segir hann. Brotið á réttindum frambjóðenda fyrir þremur árum Mikið mæddi á kjörbréfanefnd Alþingis eftir umdeilda talningu og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir kosningarnar 2021. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum tveggja frambjóðenda sem gerðu athugasemdir við talninguna. Annar þeirra datt út af þingi eftir endurtalningu í kjördæminu. Talið var að meðferð kjörbréfanefndar Alþingis á kvörtunum frambjóðendanna hefði verið sanngjörn og hlutlæg en dómstóllinn sagði það ekki samræmast mannréttindasáttmála Evrópu að þingmenn felldu sjálfur dóm um réttmæti eigin kjörs. Þá hefðu frambjóðendurnir ekki haft önnur úrræði til þess að koma kvörtunum sínum áleiðis. Voru íslensk stjórnvöld þannig talin hafa brotið á rétti frambjóðendanna til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða. Fréttin var uppfærð með nánari skýringum Gests og tilvitnunum í svarbréf yfirkjörstjórnar til umboðsmanns Framsóknarflokksins.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. 2. desember 2024 11:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Talningarmenn í Suðvesturkjördæmi hafa verið beiðnir um að vera á tánum. Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, segir í samtali við fréttastofu að það sé gert vegna umræðu um að það sé mjótt á munum í einhverjum kjördæmum. 2. desember 2024 11:45