Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 10:30 Leighton Bennett verður orðinn 27 ára þegar hann má aftur keppa í pílukasti. getty/Simon Cooper Leighton Bennett þótti eitt mesta efnið í pílukastinu. Hann má hins vegar spila aftur fyrr en 2032 því hann hefur verið dæmdur í átta ára bann fyrir að hagræða úrslitum. Bennett gerðist brotlegur í tíu liðum en hann hjálpaði til við að hagræða úrslitum í fjórum leikjum. Hann veitti meðal annars innherjaupplýsingar, aðstoðaði ekki við rannsókn málsins og samdi við óskráðan umboðsmann. Bannið sem Bennett var dæmdur í rennur út í ágúst 2032 en þá verður hann orðinn 27 ára. Annar pílukastari, Billy Warriner, var einnig fundinn sekur í málinu og fékk enn þyngri refsingu en Bennett. Hann var dæmdur í tíu ára bann. Leikirnir sem um ræðir voru á Modus Super Series á síðasta ári. Grunur um að Bennett hefði haft rangt við vaknaði meðal annars vegna mjög undarlegra kasta hjá honum þegar hann var í góðri stöðu. Sum köstin voru svo skrítin að það var eins og hann hefði viljandi misst marks. Yeah, he’s guilty 😂 https://t.co/r8AVUct90n pic.twitter.com/Ypcwifly3y— Josh (@joshpearson180) August 13, 2024 Sem fyrr sagði voru miklar væntingar gerðar til Bennetts en þeir Luke Littler áttu að vera andlit næstu kynslóðar í pílukastinu. Bennett vann meðal annars HM ungmenna hjá BDO samtökunum þegar hann var aðeins þrettán ára, yngstur allra í sögu mótsins. Í ár öðlaðist hann svo þátttökurétt á PDC mótaröðinni. Auk þess að vera dæmdur í átta ára bann þarf Bennett að greiða 8.100 pund í sekt, eða tæplega eina og hálfa milljón króna. Bennett og Warriner hafa frest til 14. desember til að áfrýja úrskurðinum. Pílukast Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Bennett gerðist brotlegur í tíu liðum en hann hjálpaði til við að hagræða úrslitum í fjórum leikjum. Hann veitti meðal annars innherjaupplýsingar, aðstoðaði ekki við rannsókn málsins og samdi við óskráðan umboðsmann. Bannið sem Bennett var dæmdur í rennur út í ágúst 2032 en þá verður hann orðinn 27 ára. Annar pílukastari, Billy Warriner, var einnig fundinn sekur í málinu og fékk enn þyngri refsingu en Bennett. Hann var dæmdur í tíu ára bann. Leikirnir sem um ræðir voru á Modus Super Series á síðasta ári. Grunur um að Bennett hefði haft rangt við vaknaði meðal annars vegna mjög undarlegra kasta hjá honum þegar hann var í góðri stöðu. Sum köstin voru svo skrítin að það var eins og hann hefði viljandi misst marks. Yeah, he’s guilty 😂 https://t.co/r8AVUct90n pic.twitter.com/Ypcwifly3y— Josh (@joshpearson180) August 13, 2024 Sem fyrr sagði voru miklar væntingar gerðar til Bennetts en þeir Luke Littler áttu að vera andlit næstu kynslóðar í pílukastinu. Bennett vann meðal annars HM ungmenna hjá BDO samtökunum þegar hann var aðeins þrettán ára, yngstur allra í sögu mótsins. Í ár öðlaðist hann svo þátttökurétt á PDC mótaröðinni. Auk þess að vera dæmdur í átta ára bann þarf Bennett að greiða 8.100 pund í sekt, eða tæplega eina og hálfa milljón króna. Bennett og Warriner hafa frest til 14. desember til að áfrýja úrskurðinum.
Pílukast Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira