Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2024 06:49 Launapakki Musk vakti meðal annars þá spurningu hvort vinnuframlag eins manns gæti verið 56 milljarða dala virði. AP/Evan Vucci Dómari í Delaware hefur ákveðið að Elon Musk fái ekki 56 milljarða dala í laun frá Tesla, þrátt fyrir samþykki stjórnar fyrirtækisins í sumar. Kathaleen McCormick komst að sömu niðurstöðu í janúar síðastliðnum eftir að hluthafar í Tesla ákváðu að leita til dómstóla. Þá sagði hún launapakkann í meira lagi óhóflegan og ítrekaði í gær þá afstöðu sína, þrátt fyrir að meirihluti stjórnar hafi samþykkt pakkann á ný í millitíðinni. Fjárfestar á borð við norska olíusjóðinn og lífeyrissjóð kennara í Kaliforníu greiddu atkvæði gegn launapakkanum, sem stjórnin sagði nauðsynlegan til að halda Musk hjá Tesla. Launapakkinn var fyrst ákvarðaður árið 2017 og samþykktur af meirihluta hluthafa árið 2018. Einn hluthafanna sagði stjórnina hins vegar hafa verið misvísandi í umfjöllun sinni um pakkann í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og ákvað að höfða mál. Eftir ákvörðun dómarans í janúar voru aftur greidd atkvæði um hann í sumar og pakkinn samþykktur á ný. McCormick sagði í janúar að umfjöllun stjórnar um launapakkann hefði verið ábótavant og benti meðal annars á að hún væri skipuð fjölmörgum nánum samstarfsmönnum Musk, til að mynda skilnaðarlögmanninum hans. Bandaríkin Tesla Elon Musk Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kathaleen McCormick komst að sömu niðurstöðu í janúar síðastliðnum eftir að hluthafar í Tesla ákváðu að leita til dómstóla. Þá sagði hún launapakkann í meira lagi óhóflegan og ítrekaði í gær þá afstöðu sína, þrátt fyrir að meirihluti stjórnar hafi samþykkt pakkann á ný í millitíðinni. Fjárfestar á borð við norska olíusjóðinn og lífeyrissjóð kennara í Kaliforníu greiddu atkvæði gegn launapakkanum, sem stjórnin sagði nauðsynlegan til að halda Musk hjá Tesla. Launapakkinn var fyrst ákvarðaður árið 2017 og samþykktur af meirihluta hluthafa árið 2018. Einn hluthafanna sagði stjórnina hins vegar hafa verið misvísandi í umfjöllun sinni um pakkann í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og ákvað að höfða mál. Eftir ákvörðun dómarans í janúar voru aftur greidd atkvæði um hann í sumar og pakkinn samþykktur á ný. McCormick sagði í janúar að umfjöllun stjórnar um launapakkann hefði verið ábótavant og benti meðal annars á að hún væri skipuð fjölmörgum nánum samstarfsmönnum Musk, til að mynda skilnaðarlögmanninum hans.
Bandaríkin Tesla Elon Musk Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira