Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 2. desember 2024 21:17 Camilla Herrem var heppin að meiðast ekki í kvöld, við áreksturinn við markvörð Slóvaka. Skjáskot/TV2 Seinni leikjum kvöldsins á EM kvenna í handbolta var að ljúka og unnu stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska liðinu risasigur gegn Slóvakíu, 38-15, án þess þó að þurfa nokkuð á sigri að halda. Rautt spjald fór á loft í leiknum. Noregur hafði þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni á EM, og tvö stig með sér, fyrir leikinn við Slóvaka sem vitað var að væru á heimleið eftir leikinn. Engu að síður sýndu þær norsku yfirburði sína og unnu 23 marka sigur, þar sem allir útileikmenn Noregs skoruðu og Camilla Herrem var markahæst með átta mörk. Snemma í leiknum var markvörður Slóvakíu, Bella Olahova, rekin af velli fyrir að stofna Herrem í hættu. Olahova kom út fyrir eigin vítateig í von um að ná inn í sendingu fram völlinn á Herrem sem var í hraðaupphlaupi. Herrem greip þó boltann og rakst aðeins utan í Olahova en mildi var að áreksturinn yrði ekki harðari. Atvikið má sjá hér. Telur að banna ætti markvörðum að fara úr teignum Lýsandi leiksins hjá TV 2 í Noregi, Bent Svele, undirstrikaði hve hættuleg hegðun Olahova væri, enda ekki að ástæðulausu sem gefið er rautt spjald á markverði sem gera þetta. „Þetta er lífshættulegt. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst að það eigi að banna markvörðum að fara úr teignum. Þarna er Camilla Herrem bara að einbeita sér að því að grípa boltann, og þegar hún grípur stendur allt í einu leikmaður fyrir framan hana sem hún lendir á,“ sagði Svele í útsendingunni. Áreksturinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og Noregur endar keppni í E-riðli með fullt hús stiga. Fyrr í kvöld tryggðu Slóvenar sér 2. sæti og þetta eru því liðin sem fara úr E-riðli í milliriðil með Hollandi og svo Íslandi eða Þýskalandi, auk tveggja liða úr D-riðli. Svíar af öryggi áfram en án stiga Svíar tryggðu sig af öryggi áfram úr A-riðli með risasigri gegn Tyrklandi, 47-19. Það breytir því ekki að Svíþjóð fer áfram án stiga, eftir að hafa tapað fyrir heimakonum í Ungverjalandi í fyrsta leik. Í B-riðli unnu svo Frakkar risasigur á Portúgal og enduðu með fullt hús stiga, en Pólland varð í 2. sæti með sigri gegn Spáni fyrr í kvöld. Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Svíþjóð verða því saman í milliriðli, ásamt tveimur liðum úr B-riðli (Svatfjallaland, Tékkland, Rúmenía, Serbía). EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Noregur hafði þegar tryggt sér sæti í milliriðlakeppninni á EM, og tvö stig með sér, fyrir leikinn við Slóvaka sem vitað var að væru á heimleið eftir leikinn. Engu að síður sýndu þær norsku yfirburði sína og unnu 23 marka sigur, þar sem allir útileikmenn Noregs skoruðu og Camilla Herrem var markahæst með átta mörk. Snemma í leiknum var markvörður Slóvakíu, Bella Olahova, rekin af velli fyrir að stofna Herrem í hættu. Olahova kom út fyrir eigin vítateig í von um að ná inn í sendingu fram völlinn á Herrem sem var í hraðaupphlaupi. Herrem greip þó boltann og rakst aðeins utan í Olahova en mildi var að áreksturinn yrði ekki harðari. Atvikið má sjá hér. Telur að banna ætti markvörðum að fara úr teignum Lýsandi leiksins hjá TV 2 í Noregi, Bent Svele, undirstrikaði hve hættuleg hegðun Olahova væri, enda ekki að ástæðulausu sem gefið er rautt spjald á markverði sem gera þetta. „Þetta er lífshættulegt. Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst að það eigi að banna markvörðum að fara úr teignum. Þarna er Camilla Herrem bara að einbeita sér að því að grípa boltann, og þegar hún grípur stendur allt í einu leikmaður fyrir framan hana sem hún lendir á,“ sagði Svele í útsendingunni. Áreksturinn hafði engin áhrif á úrslit leiksins og Noregur endar keppni í E-riðli með fullt hús stiga. Fyrr í kvöld tryggðu Slóvenar sér 2. sæti og þetta eru því liðin sem fara úr E-riðli í milliriðil með Hollandi og svo Íslandi eða Þýskalandi, auk tveggja liða úr D-riðli. Svíar af öryggi áfram en án stiga Svíar tryggðu sig af öryggi áfram úr A-riðli með risasigri gegn Tyrklandi, 47-19. Það breytir því ekki að Svíþjóð fer áfram án stiga, eftir að hafa tapað fyrir heimakonum í Ungverjalandi í fyrsta leik. Í B-riðli unnu svo Frakkar risasigur á Portúgal og enduðu með fullt hús stiga, en Pólland varð í 2. sæti með sigri gegn Spáni fyrr í kvöld. Frakkland, Pólland, Ungverjaland og Svíþjóð verða því saman í milliriðli, ásamt tveimur liðum úr B-riðli (Svatfjallaland, Tékkland, Rúmenía, Serbía).
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða