Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Aron Guðmundsson skrifar 2. desember 2024 12:02 Max Verstappen og George Russell ættu erfitt með að vera í sama herbergi núna Vísir/Getty Max Verstappen, nýkrýndur heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 og liðsmaður Red Bull Racing, segist hafa misst alla virðingu fyrir George Russell, ökuþór Mercedes eftir nýliðna keppnishelgi mótaraðarinnar í Katar. Það kastaðist í kekki í Katar og er Verstappen ósáttur með það hversu hart Russell gekk fram í þeirri tilraun sinni að láta Verstappen verða refsað eftir tímatökur á laugardaginn síðastliðinn. Svo fór að Verstappen, sem setti hraðasta tíma tímatakanna, var að lokum refsað fyrir að hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna og missti hann þar með sæti sitt á ráspól. Áður en að keppnisstjórn tók ákvörðun um að refsa Verstappen mættu bæði Hollendingurinn og Russell til fundar og kváðu svo dómararnir upp dóm sinn. Russell fékk ráspólinn í stað Verstappen og sá síðarnefndi er ekki ánægður með framgöngu Bretans. Þrátt fyrir refsinguna bar Verstappen sigur úr býtum í Katar og eftir keppnina lýsti hann skoðun sinni á refsingunni. „Ég trúði þessu ekki. En á sama tíma er fátt sem er farið að koma mér á óvart í þessum heimi sem við lifum í,“ sagði Verstappen í viðtali. „Ég er ekki ánægður með þennan dóm.“ Hann lýsti furðu sinni á því sem að fór fram á fundinum með keppnisstjórn. „Ég varð fyrir vonbrigðum vegna þess að ég tel alla ökuþórana hér bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Ég hef oft setið svona fundi en á öllum mínum ferli hef ég aldrei séð neinn reyna að henda öðrum jafn harkalega fyrir rútuna og þarna. Hvað mig varðar hef ég misst alla virðingu fyrir honum.“ Aðeins ein keppnishelgi er eftir á Formúlu 1 keppnistímabilinu. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitil ökuþóra en baráttan er enn mikil í keppni bílasmiða þar sem að aðeins 21 stig skilur að McLaren og Ferrari og 44 stig að hámarki í boði fyrir liðin í lokakeppninni í Abu Dhabi. Akstursíþróttir Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Það kastaðist í kekki í Katar og er Verstappen ósáttur með það hversu hart Russell gekk fram í þeirri tilraun sinni að láta Verstappen verða refsað eftir tímatökur á laugardaginn síðastliðinn. Svo fór að Verstappen, sem setti hraðasta tíma tímatakanna, var að lokum refsað fyrir að hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna og missti hann þar með sæti sitt á ráspól. Áður en að keppnisstjórn tók ákvörðun um að refsa Verstappen mættu bæði Hollendingurinn og Russell til fundar og kváðu svo dómararnir upp dóm sinn. Russell fékk ráspólinn í stað Verstappen og sá síðarnefndi er ekki ánægður með framgöngu Bretans. Þrátt fyrir refsinguna bar Verstappen sigur úr býtum í Katar og eftir keppnina lýsti hann skoðun sinni á refsingunni. „Ég trúði þessu ekki. En á sama tíma er fátt sem er farið að koma mér á óvart í þessum heimi sem við lifum í,“ sagði Verstappen í viðtali. „Ég er ekki ánægður með þennan dóm.“ Hann lýsti furðu sinni á því sem að fór fram á fundinum með keppnisstjórn. „Ég varð fyrir vonbrigðum vegna þess að ég tel alla ökuþórana hér bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Ég hef oft setið svona fundi en á öllum mínum ferli hef ég aldrei séð neinn reyna að henda öðrum jafn harkalega fyrir rútuna og þarna. Hvað mig varðar hef ég misst alla virðingu fyrir honum.“ Aðeins ein keppnishelgi er eftir á Formúlu 1 keppnistímabilinu. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitil ökuþóra en baráttan er enn mikil í keppni bílasmiða þar sem að aðeins 21 stig skilur að McLaren og Ferrari og 44 stig að hámarki í boði fyrir liðin í lokakeppninni í Abu Dhabi.
Akstursíþróttir Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira