Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Aron Guðmundsson skrifar 2. desember 2024 12:02 Max Verstappen og George Russell ættu erfitt með að vera í sama herbergi núna Vísir/Getty Max Verstappen, nýkrýndur heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 og liðsmaður Red Bull Racing, segist hafa misst alla virðingu fyrir George Russell, ökuþór Mercedes eftir nýliðna keppnishelgi mótaraðarinnar í Katar. Það kastaðist í kekki í Katar og er Verstappen ósáttur með það hversu hart Russell gekk fram í þeirri tilraun sinni að láta Verstappen verða refsað eftir tímatökur á laugardaginn síðastliðinn. Svo fór að Verstappen, sem setti hraðasta tíma tímatakanna, var að lokum refsað fyrir að hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna og missti hann þar með sæti sitt á ráspól. Áður en að keppnisstjórn tók ákvörðun um að refsa Verstappen mættu bæði Hollendingurinn og Russell til fundar og kváðu svo dómararnir upp dóm sinn. Russell fékk ráspólinn í stað Verstappen og sá síðarnefndi er ekki ánægður með framgöngu Bretans. Þrátt fyrir refsinguna bar Verstappen sigur úr býtum í Katar og eftir keppnina lýsti hann skoðun sinni á refsingunni. „Ég trúði þessu ekki. En á sama tíma er fátt sem er farið að koma mér á óvart í þessum heimi sem við lifum í,“ sagði Verstappen í viðtali. „Ég er ekki ánægður með þennan dóm.“ Hann lýsti furðu sinni á því sem að fór fram á fundinum með keppnisstjórn. „Ég varð fyrir vonbrigðum vegna þess að ég tel alla ökuþórana hér bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Ég hef oft setið svona fundi en á öllum mínum ferli hef ég aldrei séð neinn reyna að henda öðrum jafn harkalega fyrir rútuna og þarna. Hvað mig varðar hef ég misst alla virðingu fyrir honum.“ Aðeins ein keppnishelgi er eftir á Formúlu 1 keppnistímabilinu. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitil ökuþóra en baráttan er enn mikil í keppni bílasmiða þar sem að aðeins 21 stig skilur að McLaren og Ferrari og 44 stig að hámarki í boði fyrir liðin í lokakeppninni í Abu Dhabi. Akstursíþróttir Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Það kastaðist í kekki í Katar og er Verstappen ósáttur með það hversu hart Russell gekk fram í þeirri tilraun sinni að láta Verstappen verða refsað eftir tímatökur á laugardaginn síðastliðinn. Svo fór að Verstappen, sem setti hraðasta tíma tímatakanna, var að lokum refsað fyrir að hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna og missti hann þar með sæti sitt á ráspól. Áður en að keppnisstjórn tók ákvörðun um að refsa Verstappen mættu bæði Hollendingurinn og Russell til fundar og kváðu svo dómararnir upp dóm sinn. Russell fékk ráspólinn í stað Verstappen og sá síðarnefndi er ekki ánægður með framgöngu Bretans. Þrátt fyrir refsinguna bar Verstappen sigur úr býtum í Katar og eftir keppnina lýsti hann skoðun sinni á refsingunni. „Ég trúði þessu ekki. En á sama tíma er fátt sem er farið að koma mér á óvart í þessum heimi sem við lifum í,“ sagði Verstappen í viðtali. „Ég er ekki ánægður með þennan dóm.“ Hann lýsti furðu sinni á því sem að fór fram á fundinum með keppnisstjórn. „Ég varð fyrir vonbrigðum vegna þess að ég tel alla ökuþórana hér bera mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Ég hef oft setið svona fundi en á öllum mínum ferli hef ég aldrei séð neinn reyna að henda öðrum jafn harkalega fyrir rútuna og þarna. Hvað mig varðar hef ég misst alla virðingu fyrir honum.“ Aðeins ein keppnishelgi er eftir á Formúlu 1 keppnistímabilinu. Verstappen hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitil ökuþóra en baráttan er enn mikil í keppni bílasmiða þar sem að aðeins 21 stig skilur að McLaren og Ferrari og 44 stig að hámarki í boði fyrir liðin í lokakeppninni í Abu Dhabi.
Akstursíþróttir Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira