„Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2024 07:59 Tómas og Sunna Kristín voru á léttum nótum í settinu en sögðu síðustu vikur vissulega hafa verið krefjandi. „Þetta hefur nú alltaf legið fyrir sko,“ svaraði Sunna Kristín Hilmarsdóttir, fyrrverandi kosningastjóri og núverandi sjálfboðaliði Viðreisnar, spurð að því í kosningaþætti gærkvöldsins hvort hún hefði alltaf vitað að hún ætti í sambandi við Sjálfstæðismann. Eiginmaður Sunnu Kristínar, Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður, kom nýlega „út úr skápnum“ sem slíkur og er í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. „Hann er svona „born and bred“ Sjálfstæðismaður af miklu Sjálfstæðisfólki,“ bætti hún við. „Þannig að ég vissi nú alveg að hann styddi Sjálfstæðisflokkinn. Og þegar ég var kosningastjóri 2021, fyrir Viðreisn, þá var ég auðvitað mikið að vinna í þessu eina atkvæði á mínu eigin heimili. Og ég... mig langar að trúa að hann hafi kosið Viðreisn þá... hann segir að hann hafi kosið D. Hann kaus alla vegna pottþétt D í gær, þegar við kusum utankjörfundar. En þetta var náttúrulega frekar fyndið sko, því við giftum okkur 12. október; það var svona óvænt. Við héldum upp á fertugsafmælið okkar og komum okkar nánustu vinum og fjölskyldu á óvart með því að gifta okkur. Og daginn eftir þá vorum við að ganga frá eftir brúðkaupið, vorum að keyra, og þá hlustuðum við á blaðamannafundinn hans Bjarna Ben í beinni. Og það var besta brúðkaupsgjöfin; að fá kosningar.“ Spurður að því hvort hann væri sammála um að þetta væri besta gjöfin svarar Tómas „já og nei“. Stjórnarsamstarfið hafi vissulega verið erfitt. Hún róttæk og hann harður En hvað með heimilislífið þegar báðir eru í pólitískri baráttu? „Þetta byrjaði mjög rólega,“ svaraði Tómas og sagði þau bæði fá þessu spurningu sirka 12 til 27 sinnum á dag. „Eins og við segjum í boltanum: Þetta var svona „banter“ framan af. En desibelin hafa hækkað eftir því sem liðið hefur á baráttuna, ég get ekki logið því. Þetta er svona búið að vera... Því hún er mjööög róttæk og hún er mjög svona... stendur fast á sínu og hefur alltaf gert það. Og það hefur líka komið henni svolítið á óvart hvað ég hef verið harður í minni afstöðu. Þannig að þetta er búið að vera... síðasta vika sérstaklega, búið a vera svolítið hátt.“ Tómas furðaði sig raunar á því hvað Sunna Kristín væri stóísk í settinu en hún svaraði því strax til að það væri náttúrulega búið að loka kjörstöðum. „Þetta er úr okkar höndum,“ sagði hún. Sunna Kristín sagðist hafa verið lengi viðloðandi stjórnmál, til að mynda verið í Vöku í stúdentapólitíkinni. Þar þótti hún hins vegar allt að því kommúnísk. „En það er önnur saga.“ Sunna Kristín var í uppstillingarnefnd fyrir Viðreisn í Reykjavík og segist nú ekki hafa boðið Tómasi sæti á lista. „Það var ekkert komið að máli við mig fyrir Viðreisn og svo fær maður bara símtal frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og hvað á maður að gera,“ segir Tommi. Það var ekki hægt að láta hjónabandið koma í veg fyrir að hann þáði gott boð. „Það er bara hægeldun í beinni“ Sunna Kristín og Tómas segjast ekki rífast öllu jöfnu en það hafi breyst á síðustu vikum. „Þetta er náttúrulega búin að vera ótrúlega neikvæð og villandi kosningabarátta hjá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Sunna Kristín og uppskar hlátur frá eiginmanninum. Er þetta að rústa hjónbandinu? „Nei, nei,“ svarar Tómas. „Það er ekkert hægt að vera argur út í kosningabaráttu Viðreisnar, hún er ekki um neitt,“ bætti hann við og um stund stefndi í rimmu sem maður getur ímyndað sér að hafi átt sér stað við eldhúsborðið heima. Sunna Kristín sagðist þrátt fyrir allt vera stolt af Tómasi; að vera í kosningabaráttu væri eitt það skemmtilegasta sem hún gerði og hann hefði staðið sig vel í sinni baráttu. Tómas sagðist fyrir sitt leyti hafa reynt að koma Sunnu Kristínu í framboð í mörg ár. „Ég mun vorkenna hverjum þeim sem þarf að mæta henni í einhverju pallborði eða eitthvað. Þeim aðila verður... hann verður bakaður. Það er bara hægeldun í beinni. Þannig er það líka alltaf heim; ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina. Maður ræður ekkert við svona.“ En hvernig er það, vill Sunna Kristín sjá Tómas komast inn á þing, jafnvel þótt það yrði á kostna Viðreisnar? Sunnu Kristínu flæktist aðeins tunga um tönn. „Ég vil frekar að mitt fólk fái meira. Og þú verður bara að finna þér einhverja aðra vinnu,“ sagði hún að lokum hreinskilnislega við eiginmanninn, sem er nota bene atvinnulaus um þessar mundir. Alþingiskosningar 2024 Ástin og lífið Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Eiginmaður Sunnu Kristínar, Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður, kom nýlega „út úr skápnum“ sem slíkur og er í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. „Hann er svona „born and bred“ Sjálfstæðismaður af miklu Sjálfstæðisfólki,“ bætti hún við. „Þannig að ég vissi nú alveg að hann styddi Sjálfstæðisflokkinn. Og þegar ég var kosningastjóri 2021, fyrir Viðreisn, þá var ég auðvitað mikið að vinna í þessu eina atkvæði á mínu eigin heimili. Og ég... mig langar að trúa að hann hafi kosið Viðreisn þá... hann segir að hann hafi kosið D. Hann kaus alla vegna pottþétt D í gær, þegar við kusum utankjörfundar. En þetta var náttúrulega frekar fyndið sko, því við giftum okkur 12. október; það var svona óvænt. Við héldum upp á fertugsafmælið okkar og komum okkar nánustu vinum og fjölskyldu á óvart með því að gifta okkur. Og daginn eftir þá vorum við að ganga frá eftir brúðkaupið, vorum að keyra, og þá hlustuðum við á blaðamannafundinn hans Bjarna Ben í beinni. Og það var besta brúðkaupsgjöfin; að fá kosningar.“ Spurður að því hvort hann væri sammála um að þetta væri besta gjöfin svarar Tómas „já og nei“. Stjórnarsamstarfið hafi vissulega verið erfitt. Hún róttæk og hann harður En hvað með heimilislífið þegar báðir eru í pólitískri baráttu? „Þetta byrjaði mjög rólega,“ svaraði Tómas og sagði þau bæði fá þessu spurningu sirka 12 til 27 sinnum á dag. „Eins og við segjum í boltanum: Þetta var svona „banter“ framan af. En desibelin hafa hækkað eftir því sem liðið hefur á baráttuna, ég get ekki logið því. Þetta er svona búið að vera... Því hún er mjööög róttæk og hún er mjög svona... stendur fast á sínu og hefur alltaf gert það. Og það hefur líka komið henni svolítið á óvart hvað ég hef verið harður í minni afstöðu. Þannig að þetta er búið að vera... síðasta vika sérstaklega, búið a vera svolítið hátt.“ Tómas furðaði sig raunar á því hvað Sunna Kristín væri stóísk í settinu en hún svaraði því strax til að það væri náttúrulega búið að loka kjörstöðum. „Þetta er úr okkar höndum,“ sagði hún. Sunna Kristín sagðist hafa verið lengi viðloðandi stjórnmál, til að mynda verið í Vöku í stúdentapólitíkinni. Þar þótti hún hins vegar allt að því kommúnísk. „En það er önnur saga.“ Sunna Kristín var í uppstillingarnefnd fyrir Viðreisn í Reykjavík og segist nú ekki hafa boðið Tómasi sæti á lista. „Það var ekkert komið að máli við mig fyrir Viðreisn og svo fær maður bara símtal frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og hvað á maður að gera,“ segir Tommi. Það var ekki hægt að láta hjónabandið koma í veg fyrir að hann þáði gott boð. „Það er bara hægeldun í beinni“ Sunna Kristín og Tómas segjast ekki rífast öllu jöfnu en það hafi breyst á síðustu vikum. „Þetta er náttúrulega búin að vera ótrúlega neikvæð og villandi kosningabarátta hjá Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Sunna Kristín og uppskar hlátur frá eiginmanninum. Er þetta að rústa hjónbandinu? „Nei, nei,“ svarar Tómas. „Það er ekkert hægt að vera argur út í kosningabaráttu Viðreisnar, hún er ekki um neitt,“ bætti hann við og um stund stefndi í rimmu sem maður getur ímyndað sér að hafi átt sér stað við eldhúsborðið heima. Sunna Kristín sagðist þrátt fyrir allt vera stolt af Tómasi; að vera í kosningabaráttu væri eitt það skemmtilegasta sem hún gerði og hann hefði staðið sig vel í sinni baráttu. Tómas sagðist fyrir sitt leyti hafa reynt að koma Sunnu Kristínu í framboð í mörg ár. „Ég mun vorkenna hverjum þeim sem þarf að mæta henni í einhverju pallborði eða eitthvað. Þeim aðila verður... hann verður bakaður. Það er bara hægeldun í beinni. Þannig er það líka alltaf heim; ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina. Maður ræður ekkert við svona.“ En hvernig er það, vill Sunna Kristín sjá Tómas komast inn á þing, jafnvel þótt það yrði á kostna Viðreisnar? Sunnu Kristínu flæktist aðeins tunga um tönn. „Ég vil frekar að mitt fólk fái meira. Og þú verður bara að finna þér einhverja aðra vinnu,“ sagði hún að lokum hreinskilnislega við eiginmanninn, sem er nota bene atvinnulaus um þessar mundir.
Alþingiskosningar 2024 Ástin og lífið Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent