Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 02:39 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar ætlar að vaka lengur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað. „Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
„Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira