Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2024 23:39 Bjarni var sáttur eftir fyrstu tölur. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira