Handbolti

Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þorsteinn Leó hefur farið af stað með krafti í liði Porto
Þorsteinn Leó hefur farið af stað með krafti í liði Porto Vísir/Anton Brink

Íslendingaliðin Porto og Benfica unnu örugga sigra í portúgalsgka handboltanum í kvöld. 

Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar hans í Porto unnu sterkan ellefu marka sigur er liðið heimsótti SC Horta. 

Þorsteinn og félagar leiddu með sjö mörkum þegar flautað var til hálfleiks og í seinni hálfleik bætti liðið í og vann að lokum ellefu marka sigur, 28-37. 

Porto situr í öðru sæti portúgölsku deildarinnar með 37 stig eftir 13 leiki, tveimur stigum minna en topplið Sporting, en Þorsteinn Leó skoraði sex mörk fyrir liðið í kvöld.

Þá vann Benfica tólf marka heimasigur gegn Vitoria SC þar sem Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Benfica. 

Lokatölur 36-24 og Benfica er nú með 35 stig í þriðja sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×