Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar í beinni útsendingu um hvernig dagurinn hefur gengið fyrir sig. Við verðum jafnframt í beinni frá talningarstað fjölmennasta kjördæmisins - Kragans.
Við tókum púlsinn á kjósendum í dag og fylgdumst með þegar leiðtogar stjórnmálaflokkanna kusu - sumir ekki einu sinni sjálfa sig. Eins og oft áður var fjölmennt í kosningakaffi hjá flokkunum. Rjómatertur, brauðréttir og flatkökur með hangikjöti slógu í gegn.
Stjórnarher Sýrlands hefur hörfað frá Aleppo-borg og uppreisnar- og vígamenn náð bróðurparti borgarinnar. Þetta er fyrsta sinn frá 2016 sem átök hafa geisað innan borgarmarkanna. Þá nálgast þeir bogina Hama, þar sem ríkisstjórnin hefur haldið til, óðfluga.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.