Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 11:02 Réttarhöldin gegn hinum meintu njósnurum hófust í gær. EPA/TOLGA AKMEN Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. Hópurinn stundaði njósnir frá 30. ágúst 2020 til 8. febrúar 2023, samkvæmt breskum saksóknurum, og þá meðal annars í Lundúnum, Vínarborg, Valencia, Svartfjallalandi og Stuttgart, þar sem hópurinn er sagður hafa njósnað um bandaríska herstöð þar sem úkraínskir hermenn eru taldir hafa fengið þjálfun. Réttarhöld gegn njósnurunum búlgörsku hófust í Bretlandi í gær. Þá kom fram að Orlin Roussev, sem er 46 ára gamall, stýrði njósnarahópnum, samkvæmt frétt Sky News, og hefur hann játað það. Þegar húsleit var gerð hjá Roussev fundu rannsakendur 221 síma, 258 gagnadrif, 495 símkort, ellefu dróna og 55 upptökutæki. Einnig fannst búnaður sem nota má til að hlera og trufla þráðlausar nettengingar og annar tæknilegur búnaður. Einnig fundust 91 debet- og kreditkort í nöfnum sautján einstaklinga og 75 vegabréf og önnur einkennisskjöl í nöfnum 55 einstaklinga. Aðrir í hópnum voru Katrin Ivanova (33), Vanya Gaberova (30), Tihomir Ivanchev (39) og Bizer Dzhambazov (43). Störfuðu fyrir frægan njósnara Hópurinn er sagður hafa starfað fyrir frægan rússneskan njósnara sem kallast Jan Marsalek. Sá var á árum áður rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, áður en hann stal tveimur milljörðum dala frá fyrirtækinu og flúði til Rússlands. Marsalek er sagður hafa notað Wirecard til að aðstoða GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og SVR, leyniþjónustu Rússlands sem sér um aðgerðir á erlendri grundu. Hann mun hafa aðstoðað þessar stofnanir meðal annars með því að greiða útsendurum og flytja peninga til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Á sama tíma er Marsalek grunaður um að hafa safnað upplýsingum fyrir Rússa um aðra viðskiptavini Wirecard, eins og opinberar stofnanir í Þýskalandi eins og leyniþjónustu landsins og alríkislögreglu. Töluðu um að koma blaðamanni til Moskvu Meðlimir njósnahópsins eru sagðir hafa fengið fúlgur fjár fyrir störf sín en rannsakendur komu höndum yfir skilaboð þeirra á milli og eru þau skilaboð sögð sýna hvernig njósnararnir skipulögðu sig og undirbjuggu njósnir. Einnig fundust skilaboð milli Marsalek og Roussev þar sem þeir ræddu möguleikann á því að ráða blaðamanninn Christo Grozev af dögum, samkvæmt frétt Guardian. Hann starfaði lengi með rannsóknarsamtökunum Bellingcat og spilaði stóra rullu í því að svipta hulunni af útsendurum GRU, sem reyndu að myrða rússneska svikarann Sergei Skripal af dögum í Salisbury árið 2018. Sjá einnig: Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Ráðamenn í Rússlandi hafa lengi verið á höttunum á eftir Grozev. Áður en hann flutti til Bretlands bjó hann í Vínarborg en hann þurfti að flýja þaðan eftir að yfirvöld í Austurríki sögðust ekki geta tryggt öryggi hans. Fyrr á þessu ári var háttsettur fyrrverandi njósnari handtekinn í Austurríki en sá er sakaður um að hafa njósnað fyrir Rússa og meðal annars hjálpað rússneskum njósnurum að skipuleggja innbrot hjá Grozev. Njósnarinn fyrrverandi heitir Egisto Ott og er hann einnig sakaður um að hafa starfað fyrir Marsalek. Sjá einnig: Njósnaskandall skekur Austurríki Auk þess að ræða möguleikann á því að bana Grozev eru þeir Marsalek og Roussev sagðir hafa rætt það hvort hægt væri að ræna honum og flytja til Moskvu eða reyna að koma útsendara Rússa fyrir innan veggja Bellingcat. Samtökin hafa oft staðið í rannsóknum sem komið hafa niður á Rússum og voru þau í raun stofnuð í tengslum við rannsóknir á því þegar úkraínskir aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu skutu farþegaflugvélina MH17 niður yfir Úkraínu með rússnesku loftvarnarkerfi. Búist er við því að réttarhöldin gegn njósnurum muni ljúka í febrúar, gangi áætlanir eftir. Bretland England Rússland Búlgaría Austurríki Spánn Þýskaland Svartfjallaland Vladimír Pútín Taugaeitursárás í Bretlandi MH17 Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Hópurinn stundaði njósnir frá 30. ágúst 2020 til 8. febrúar 2023, samkvæmt breskum saksóknurum, og þá meðal annars í Lundúnum, Vínarborg, Valencia, Svartfjallalandi og Stuttgart, þar sem hópurinn er sagður hafa njósnað um bandaríska herstöð þar sem úkraínskir hermenn eru taldir hafa fengið þjálfun. Réttarhöld gegn njósnurunum búlgörsku hófust í Bretlandi í gær. Þá kom fram að Orlin Roussev, sem er 46 ára gamall, stýrði njósnarahópnum, samkvæmt frétt Sky News, og hefur hann játað það. Þegar húsleit var gerð hjá Roussev fundu rannsakendur 221 síma, 258 gagnadrif, 495 símkort, ellefu dróna og 55 upptökutæki. Einnig fannst búnaður sem nota má til að hlera og trufla þráðlausar nettengingar og annar tæknilegur búnaður. Einnig fundust 91 debet- og kreditkort í nöfnum sautján einstaklinga og 75 vegabréf og önnur einkennisskjöl í nöfnum 55 einstaklinga. Aðrir í hópnum voru Katrin Ivanova (33), Vanya Gaberova (30), Tihomir Ivanchev (39) og Bizer Dzhambazov (43). Störfuðu fyrir frægan njósnara Hópurinn er sagður hafa starfað fyrir frægan rússneskan njósnara sem kallast Jan Marsalek. Sá var á árum áður rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, áður en hann stal tveimur milljörðum dala frá fyrirtækinu og flúði til Rússlands. Marsalek er sagður hafa notað Wirecard til að aðstoða GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og SVR, leyniþjónustu Rússlands sem sér um aðgerðir á erlendri grundu. Hann mun hafa aðstoðað þessar stofnanir meðal annars með því að greiða útsendurum og flytja peninga til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Á sama tíma er Marsalek grunaður um að hafa safnað upplýsingum fyrir Rússa um aðra viðskiptavini Wirecard, eins og opinberar stofnanir í Þýskalandi eins og leyniþjónustu landsins og alríkislögreglu. Töluðu um að koma blaðamanni til Moskvu Meðlimir njósnahópsins eru sagðir hafa fengið fúlgur fjár fyrir störf sín en rannsakendur komu höndum yfir skilaboð þeirra á milli og eru þau skilaboð sögð sýna hvernig njósnararnir skipulögðu sig og undirbjuggu njósnir. Einnig fundust skilaboð milli Marsalek og Roussev þar sem þeir ræddu möguleikann á því að ráða blaðamanninn Christo Grozev af dögum, samkvæmt frétt Guardian. Hann starfaði lengi með rannsóknarsamtökunum Bellingcat og spilaði stóra rullu í því að svipta hulunni af útsendurum GRU, sem reyndu að myrða rússneska svikarann Sergei Skripal af dögum í Salisbury árið 2018. Sjá einnig: Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Ráðamenn í Rússlandi hafa lengi verið á höttunum á eftir Grozev. Áður en hann flutti til Bretlands bjó hann í Vínarborg en hann þurfti að flýja þaðan eftir að yfirvöld í Austurríki sögðust ekki geta tryggt öryggi hans. Fyrr á þessu ári var háttsettur fyrrverandi njósnari handtekinn í Austurríki en sá er sakaður um að hafa njósnað fyrir Rússa og meðal annars hjálpað rússneskum njósnurum að skipuleggja innbrot hjá Grozev. Njósnarinn fyrrverandi heitir Egisto Ott og er hann einnig sakaður um að hafa starfað fyrir Marsalek. Sjá einnig: Njósnaskandall skekur Austurríki Auk þess að ræða möguleikann á því að bana Grozev eru þeir Marsalek og Roussev sagðir hafa rætt það hvort hægt væri að ræna honum og flytja til Moskvu eða reyna að koma útsendara Rússa fyrir innan veggja Bellingcat. Samtökin hafa oft staðið í rannsóknum sem komið hafa niður á Rússum og voru þau í raun stofnuð í tengslum við rannsóknir á því þegar úkraínskir aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu skutu farþegaflugvélina MH17 niður yfir Úkraínu með rússnesku loftvarnarkerfi. Búist er við því að réttarhöldin gegn njósnurum muni ljúka í febrúar, gangi áætlanir eftir.
Bretland England Rússland Búlgaría Austurríki Spánn Þýskaland Svartfjallaland Vladimír Pútín Taugaeitursárás í Bretlandi MH17 Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent