Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 11:02 Réttarhöldin gegn hinum meintu njósnurum hófust í gær. EPA/TOLGA AKMEN Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. Hópurinn stundaði njósnir frá 30. ágúst 2020 til 8. febrúar 2023, samkvæmt breskum saksóknurum, og þá meðal annars í Lundúnum, Vínarborg, Valencia, Svartfjallalandi og Stuttgart, þar sem hópurinn er sagður hafa njósnað um bandaríska herstöð þar sem úkraínskir hermenn eru taldir hafa fengið þjálfun. Réttarhöld gegn njósnurunum búlgörsku hófust í Bretlandi í gær. Þá kom fram að Orlin Roussev, sem er 46 ára gamall, stýrði njósnarahópnum, samkvæmt frétt Sky News, og hefur hann játað það. Þegar húsleit var gerð hjá Roussev fundu rannsakendur 221 síma, 258 gagnadrif, 495 símkort, ellefu dróna og 55 upptökutæki. Einnig fannst búnaður sem nota má til að hlera og trufla þráðlausar nettengingar og annar tæknilegur búnaður. Einnig fundust 91 debet- og kreditkort í nöfnum sautján einstaklinga og 75 vegabréf og önnur einkennisskjöl í nöfnum 55 einstaklinga. Aðrir í hópnum voru Katrin Ivanova (33), Vanya Gaberova (30), Tihomir Ivanchev (39) og Bizer Dzhambazov (43). Störfuðu fyrir frægan njósnara Hópurinn er sagður hafa starfað fyrir frægan rússneskan njósnara sem kallast Jan Marsalek. Sá var á árum áður rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, áður en hann stal tveimur milljörðum dala frá fyrirtækinu og flúði til Rússlands. Marsalek er sagður hafa notað Wirecard til að aðstoða GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og SVR, leyniþjónustu Rússlands sem sér um aðgerðir á erlendri grundu. Hann mun hafa aðstoðað þessar stofnanir meðal annars með því að greiða útsendurum og flytja peninga til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Á sama tíma er Marsalek grunaður um að hafa safnað upplýsingum fyrir Rússa um aðra viðskiptavini Wirecard, eins og opinberar stofnanir í Þýskalandi eins og leyniþjónustu landsins og alríkislögreglu. Töluðu um að koma blaðamanni til Moskvu Meðlimir njósnahópsins eru sagðir hafa fengið fúlgur fjár fyrir störf sín en rannsakendur komu höndum yfir skilaboð þeirra á milli og eru þau skilaboð sögð sýna hvernig njósnararnir skipulögðu sig og undirbjuggu njósnir. Einnig fundust skilaboð milli Marsalek og Roussev þar sem þeir ræddu möguleikann á því að ráða blaðamanninn Christo Grozev af dögum, samkvæmt frétt Guardian. Hann starfaði lengi með rannsóknarsamtökunum Bellingcat og spilaði stóra rullu í því að svipta hulunni af útsendurum GRU, sem reyndu að myrða rússneska svikarann Sergei Skripal af dögum í Salisbury árið 2018. Sjá einnig: Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Ráðamenn í Rússlandi hafa lengi verið á höttunum á eftir Grozev. Áður en hann flutti til Bretlands bjó hann í Vínarborg en hann þurfti að flýja þaðan eftir að yfirvöld í Austurríki sögðust ekki geta tryggt öryggi hans. Fyrr á þessu ári var háttsettur fyrrverandi njósnari handtekinn í Austurríki en sá er sakaður um að hafa njósnað fyrir Rússa og meðal annars hjálpað rússneskum njósnurum að skipuleggja innbrot hjá Grozev. Njósnarinn fyrrverandi heitir Egisto Ott og er hann einnig sakaður um að hafa starfað fyrir Marsalek. Sjá einnig: Njósnaskandall skekur Austurríki Auk þess að ræða möguleikann á því að bana Grozev eru þeir Marsalek og Roussev sagðir hafa rætt það hvort hægt væri að ræna honum og flytja til Moskvu eða reyna að koma útsendara Rússa fyrir innan veggja Bellingcat. Samtökin hafa oft staðið í rannsóknum sem komið hafa niður á Rússum og voru þau í raun stofnuð í tengslum við rannsóknir á því þegar úkraínskir aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu skutu farþegaflugvélina MH17 niður yfir Úkraínu með rússnesku loftvarnarkerfi. Búist er við því að réttarhöldin gegn njósnurum muni ljúka í febrúar, gangi áætlanir eftir. Bretland England Rússland Búlgaría Austurríki Spánn Þýskaland Svartfjallaland Vladimír Pútín Taugaeitursárás í Bretlandi MH17 Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira
Hópurinn stundaði njósnir frá 30. ágúst 2020 til 8. febrúar 2023, samkvæmt breskum saksóknurum, og þá meðal annars í Lundúnum, Vínarborg, Valencia, Svartfjallalandi og Stuttgart, þar sem hópurinn er sagður hafa njósnað um bandaríska herstöð þar sem úkraínskir hermenn eru taldir hafa fengið þjálfun. Réttarhöld gegn njósnurunum búlgörsku hófust í Bretlandi í gær. Þá kom fram að Orlin Roussev, sem er 46 ára gamall, stýrði njósnarahópnum, samkvæmt frétt Sky News, og hefur hann játað það. Þegar húsleit var gerð hjá Roussev fundu rannsakendur 221 síma, 258 gagnadrif, 495 símkort, ellefu dróna og 55 upptökutæki. Einnig fannst búnaður sem nota má til að hlera og trufla þráðlausar nettengingar og annar tæknilegur búnaður. Einnig fundust 91 debet- og kreditkort í nöfnum sautján einstaklinga og 75 vegabréf og önnur einkennisskjöl í nöfnum 55 einstaklinga. Aðrir í hópnum voru Katrin Ivanova (33), Vanya Gaberova (30), Tihomir Ivanchev (39) og Bizer Dzhambazov (43). Störfuðu fyrir frægan njósnara Hópurinn er sagður hafa starfað fyrir frægan rússneskan njósnara sem kallast Jan Marsalek. Sá var á árum áður rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, áður en hann stal tveimur milljörðum dala frá fyrirtækinu og flúði til Rússlands. Marsalek er sagður hafa notað Wirecard til að aðstoða GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og SVR, leyniþjónustu Rússlands sem sér um aðgerðir á erlendri grundu. Hann mun hafa aðstoðað þessar stofnanir meðal annars með því að greiða útsendurum og flytja peninga til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og í Afríku. Á sama tíma er Marsalek grunaður um að hafa safnað upplýsingum fyrir Rússa um aðra viðskiptavini Wirecard, eins og opinberar stofnanir í Þýskalandi eins og leyniþjónustu landsins og alríkislögreglu. Töluðu um að koma blaðamanni til Moskvu Meðlimir njósnahópsins eru sagðir hafa fengið fúlgur fjár fyrir störf sín en rannsakendur komu höndum yfir skilaboð þeirra á milli og eru þau skilaboð sögð sýna hvernig njósnararnir skipulögðu sig og undirbjuggu njósnir. Einnig fundust skilaboð milli Marsalek og Roussev þar sem þeir ræddu möguleikann á því að ráða blaðamanninn Christo Grozev af dögum, samkvæmt frétt Guardian. Hann starfaði lengi með rannsóknarsamtökunum Bellingcat og spilaði stóra rullu í því að svipta hulunni af útsendurum GRU, sem reyndu að myrða rússneska svikarann Sergei Skripal af dögum í Salisbury árið 2018. Sjá einnig: Taugaeitur til að drepa þúsundir manna skilið eftir á glámbekk Ráðamenn í Rússlandi hafa lengi verið á höttunum á eftir Grozev. Áður en hann flutti til Bretlands bjó hann í Vínarborg en hann þurfti að flýja þaðan eftir að yfirvöld í Austurríki sögðust ekki geta tryggt öryggi hans. Fyrr á þessu ári var háttsettur fyrrverandi njósnari handtekinn í Austurríki en sá er sakaður um að hafa njósnað fyrir Rússa og meðal annars hjálpað rússneskum njósnurum að skipuleggja innbrot hjá Grozev. Njósnarinn fyrrverandi heitir Egisto Ott og er hann einnig sakaður um að hafa starfað fyrir Marsalek. Sjá einnig: Njósnaskandall skekur Austurríki Auk þess að ræða möguleikann á því að bana Grozev eru þeir Marsalek og Roussev sagðir hafa rætt það hvort hægt væri að ræna honum og flytja til Moskvu eða reyna að koma útsendara Rússa fyrir innan veggja Bellingcat. Samtökin hafa oft staðið í rannsóknum sem komið hafa niður á Rússum og voru þau í raun stofnuð í tengslum við rannsóknir á því þegar úkraínskir aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu skutu farþegaflugvélina MH17 niður yfir Úkraínu með rússnesku loftvarnarkerfi. Búist er við því að réttarhöldin gegn njósnurum muni ljúka í febrúar, gangi áætlanir eftir.
Bretland England Rússland Búlgaría Austurríki Spánn Þýskaland Svartfjallaland Vladimír Pútín Taugaeitursárás í Bretlandi MH17 Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Fleiri fréttir Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Sjá meira