„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 12:32 Arnar Pétursson segir spennu fyrir leik dagsins. Íslenska liðið geti búist við miklum hlaupum gegn hollensku liði sem keyrir hraðann upp. EPA-EFE/Beate Oma Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. „Taugarnar eru fínar ennþá. Auðvitað finnur maður aðeins fyrir því að það er að styttast í þetta. Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum en það er bara gott, það er eðlilegt og þannig vill maður hafa það,“ sagði Arnar í samtali við fréttamann fyrir æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í Innsbruck í gær. Klippa: Finnur fyrir fiðrildum Ísland hélt utan af klakanum fyrir rúmri viku síðan og spilaði tvo æfingaleiki við Sviss ytra áður en stokkið var yfir til Austurríkis. Báðir leikirnir við Sviss töpuðust með eins marks mun en margt gott sem liðið tekur út úr þeim leikjum þrátt fyrir það. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Ég er auðvitað ekki sáttur við að tapa þessum leikjum í Sviss en heilt yfir fengum við helling út úr því. Undirbúningur hefur gengið vel og æfingar gengið vel. Hópurinn er góður, það fer vel um okkur og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Arnar. Arnar ræðir málin við Theu Imani Sturludóttur sem var í meðhöndlun á meðan íslenska liðið hitaði upp á æfingu gærdagsins.Vísir/VPE Holland er fyrsta verkefni íslenska liðsins. Þær hollensku eru á meðal sterkustu handboltaliða heims og lentu í fimmta sæti á HM í fyrra, sem og ég Ólympíuleikunum í París í sumar. Eftir því er von á erfiðum leik. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta er mjög sterkur andstæðingur og í raun búnar að ná mjög góðum úrslitum. Þær gerðu vel á Ólympíuleikunum í sumar. Okkur hlakkar bara til, þetta er verðugt verkefni og erfitt en á sama tíma viljum við vera í þessum sporum með þessum þjóðum og okkur hlakkar til að mæta þeim,“ segir Arnar. En hvað þarf að gera til að skáka þessu hollenska liði? „Við þurfum að hlaupa vel með þeim. Þær hlaupa gríðarlega og eru grimmar í hlaupunum upp völlinn. Við þurfum að vera tilbúnar að taka á móti þeim og verjast vel eins og alltaf, sem er lykillinn að öllum árangri,“ „Við þurfum að vera hugrakkar, að þora og vera beinskeyttar í öllum aðgerðum sem við förum í. Á sama tíma og við pössum vel upp á boltann og erum skynsamar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
„Taugarnar eru fínar ennþá. Auðvitað finnur maður aðeins fyrir því að það er að styttast í þetta. Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum en það er bara gott, það er eðlilegt og þannig vill maður hafa það,“ sagði Arnar í samtali við fréttamann fyrir æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í Innsbruck í gær. Klippa: Finnur fyrir fiðrildum Ísland hélt utan af klakanum fyrir rúmri viku síðan og spilaði tvo æfingaleiki við Sviss ytra áður en stokkið var yfir til Austurríkis. Báðir leikirnir við Sviss töpuðust með eins marks mun en margt gott sem liðið tekur út úr þeim leikjum þrátt fyrir það. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Ég er auðvitað ekki sáttur við að tapa þessum leikjum í Sviss en heilt yfir fengum við helling út úr því. Undirbúningur hefur gengið vel og æfingar gengið vel. Hópurinn er góður, það fer vel um okkur og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Arnar. Arnar ræðir málin við Theu Imani Sturludóttur sem var í meðhöndlun á meðan íslenska liðið hitaði upp á æfingu gærdagsins.Vísir/VPE Holland er fyrsta verkefni íslenska liðsins. Þær hollensku eru á meðal sterkustu handboltaliða heims og lentu í fimmta sæti á HM í fyrra, sem og ég Ólympíuleikunum í París í sumar. Eftir því er von á erfiðum leik. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta er mjög sterkur andstæðingur og í raun búnar að ná mjög góðum úrslitum. Þær gerðu vel á Ólympíuleikunum í sumar. Okkur hlakkar bara til, þetta er verðugt verkefni og erfitt en á sama tíma viljum við vera í þessum sporum með þessum þjóðum og okkur hlakkar til að mæta þeim,“ segir Arnar. En hvað þarf að gera til að skáka þessu hollenska liði? „Við þurfum að hlaupa vel með þeim. Þær hlaupa gríðarlega og eru grimmar í hlaupunum upp völlinn. Við þurfum að vera tilbúnar að taka á móti þeim og verjast vel eins og alltaf, sem er lykillinn að öllum árangri,“ „Við þurfum að vera hugrakkar, að þora og vera beinskeyttar í öllum aðgerðum sem við förum í. Á sama tíma og við pössum vel upp á boltann og erum skynsamar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54
„Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01
„Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17
Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02
Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32