Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2024 13:02 Lando Norris og Max Verstappen gantast. getty/Lars Baron Lando Norris segir að Max Verstappen ætti að byrja með uppistand eftir að hann sagði að hann hefði getað unnið heimsmeistaratitilinn í Formúlu í McLaren bíl Norris. Verstappen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í Las Vegas um síðustu helgi. Hollendingurinn ekur fyrir Red Bull en telur að McLaren hafi verið með hraðasta bílinn á tímabilinu og hann hefði verið fljótari að vinna heimsmeistaratitilinn ef hann hefði ekið fyrir McLaren. Norris gefur ekki mikið fyrir þá skoðun Verstappens. „Hann getur sagt það sem hann vill. Auðvitað er ég algjörlega ósammála. Hann er góður en þetta er ekki satt. Hann ætti að byrja með uppistand. Ég veit hvers megnugur Max er og hrífst af sjálfstrausti hans en þetta er ekki möguleiki,“ sagði Norris. Hann viðurkennir samt að McLaren hafi verið með hraðari bíl megnið af tímabilinu, allavega eftir því sem á það leið. Norris segist hafa gert of mörg mistök til að geta unnið heimsmeistaratitilinn. „Meirihluta tímabilsins vorum við með betri bíl en Red Bull en þegar ég vann var hann annar eða þriðji. Þegar hann vann var ég fimmti eða sjötti,“ sagði Norris. „Ég tel ekki að við hefðum getað unnið eða átt skilið að vinna titilinn en í fyrsta sinn á ferlinum fer ég inn í tímabil og trúi því að ég geti barist um að verða meistari. Við bjuggumst ekki við því í ár.“ McLaren er með 24 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. McLaren hefur ekki unnið hana síðan 1998. Næstsíðasta keppni tímabilsins fer fram í Katar um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Verstappen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í Las Vegas um síðustu helgi. Hollendingurinn ekur fyrir Red Bull en telur að McLaren hafi verið með hraðasta bílinn á tímabilinu og hann hefði verið fljótari að vinna heimsmeistaratitilinn ef hann hefði ekið fyrir McLaren. Norris gefur ekki mikið fyrir þá skoðun Verstappens. „Hann getur sagt það sem hann vill. Auðvitað er ég algjörlega ósammála. Hann er góður en þetta er ekki satt. Hann ætti að byrja með uppistand. Ég veit hvers megnugur Max er og hrífst af sjálfstrausti hans en þetta er ekki möguleiki,“ sagði Norris. Hann viðurkennir samt að McLaren hafi verið með hraðari bíl megnið af tímabilinu, allavega eftir því sem á það leið. Norris segist hafa gert of mörg mistök til að geta unnið heimsmeistaratitilinn. „Meirihluta tímabilsins vorum við með betri bíl en Red Bull en þegar ég vann var hann annar eða þriðji. Þegar hann vann var ég fimmti eða sjötti,“ sagði Norris. „Ég tel ekki að við hefðum getað unnið eða átt skilið að vinna titilinn en í fyrsta sinn á ferlinum fer ég inn í tímabil og trúi því að ég geti barist um að verða meistari. Við bjuggumst ekki við því í ár.“ McLaren er með 24 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. McLaren hefur ekki unnið hana síðan 1998. Næstsíðasta keppni tímabilsins fer fram í Katar um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira