„Ég mun deyja á þessari hæð“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2024 17:39 Dagur segist nú hafa það uppáskrifað að hann sé fyndinn. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur verið kærður til héraðssaksóknara fyrir að hafa með ummælum sínum í orðaskaki á Facebook-síðu Baldvins Jónssonar reynt að villa um fyrir Sjálfstæðismönnum í kjörklefanum. Baldvin er tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og er þekktur fyrir að gantast á síðu sinni, að vera maður orðaleikjanna. Baldvin mælti með D-vítamíni en Dagur sagði að það gæti verið varhugavert. Kæran á hendur Degi. Góður rómur er gerður að ábendingu Dags en þó voru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Einhverjir vildu meina að þarna væri Dagur að rugla kjósendur Sjálfstæðisflokksins í ríminu og skrifaði Vísir þá sérstaka frétt þar sem áréttað var að þarna væri um að ræða grín. Það er Sigurjón M. Egilsson starfsmaður Samstöðvarinnar sem birtir kæruna á Facebook-síðu sinni en þar má sjá að Lúðvík Lúðvíksson ritar undir. Bréfið er stílað á Héraðssaksóknara, með vísan til skrifa Dags á síðu Baldvins vilji Lúðvík kæra. Ummælin sem eftir Degi eru höfð voru birt á vefsíðunni Vísi 25. nóvember sl. og eru sett í gæsalappir af vefmiðlinum þannig að ég geri ráð fyrir að séu rétt eftir höfð: Þá segir að Lúðvík telji að Dagur, sem er velmenntaður læknir og hafi áratugalanga reynslu af stjórnmálum hafi brotið gegn kosningalögum. Þau séu til þess fallin að geta afvegaleitt kjósendur. Þetta megi Degi vera fullljóst. Dagur segir, í samtali við Vísi, ekki hafa þungar áhyggjur af þessu máli. „Ég átti í áralangri baráttu og hef gert daglega tilraun til að vera fyndinn, með misjöfnum árangri. Eins og fjölskylda mín og samstarfsfólk getur vitnað um. Verst fannst mér þegar ég var að vinna með Jóni Gnarr og hann sagði út um annað munnvikið að við skyldum láta atvinnumönnum eftir grínið. En nú er ég kominn með það á pappír að ég sé fyndinn og ég mun deyja á þeirri hæð,“ segir Dagur og kímir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig á Facebook-síðu Baldvins: Dómsmál Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Baldvin er tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og er þekktur fyrir að gantast á síðu sinni, að vera maður orðaleikjanna. Baldvin mælti með D-vítamíni en Dagur sagði að það gæti verið varhugavert. Kæran á hendur Degi. Góður rómur er gerður að ábendingu Dags en þó voru ekki allir sem eru ánægðir með hans framlag. Magnús Rúnar Kjartansson er einn þeirra sem spyr: „Ætlar þú virkilega að bjóða þig fram sem mikinn reynslubolta í pólitík?? Kanntu ekki að SKAMMAST ÞÍN.“ Dagur svarar Magnúsi Rúnari snarlega og lætur hann ekki eiga neitt inni hjá sér: „Já, hvet alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika yfir mig.“ Einhverjir vildu meina að þarna væri Dagur að rugla kjósendur Sjálfstæðisflokksins í ríminu og skrifaði Vísir þá sérstaka frétt þar sem áréttað var að þarna væri um að ræða grín. Það er Sigurjón M. Egilsson starfsmaður Samstöðvarinnar sem birtir kæruna á Facebook-síðu sinni en þar má sjá að Lúðvík Lúðvíksson ritar undir. Bréfið er stílað á Héraðssaksóknara, með vísan til skrifa Dags á síðu Baldvins vilji Lúðvík kæra. Ummælin sem eftir Degi eru höfð voru birt á vefsíðunni Vísi 25. nóvember sl. og eru sett í gæsalappir af vefmiðlinum þannig að ég geri ráð fyrir að séu rétt eftir höfð: Þá segir að Lúðvík telji að Dagur, sem er velmenntaður læknir og hafi áratugalanga reynslu af stjórnmálum hafi brotið gegn kosningalögum. Þau séu til þess fallin að geta afvegaleitt kjósendur. Þetta megi Degi vera fullljóst. Dagur segir, í samtali við Vísi, ekki hafa þungar áhyggjur af þessu máli. „Ég átti í áralangri baráttu og hef gert daglega tilraun til að vera fyndinn, með misjöfnum árangri. Eins og fjölskylda mín og samstarfsfólk getur vitnað um. Verst fannst mér þegar ég var að vinna með Jóni Gnarr og hann sagði út um annað munnvikið að við skyldum láta atvinnumönnum eftir grínið. En nú er ég kominn með það á pappír að ég sé fyndinn og ég mun deyja á þeirri hæð,“ segir Dagur og kímir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þetta gekk fyrir sig á Facebook-síðu Baldvins:
Dómsmál Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. 25. nóvember 2024 11:46
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent