Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2024 15:07 Alvarlegar aukaverkanir af Covid-bóluefnum eru sjaldgæfar. Því þykir óvenjulegt að tilkynnt sé um fjögur andlát af völdum þeirra af sama lækni á stuttu tímabili. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir það afar óvenjulegt ef rétt reynist að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis gegn Covid-19 í ljósi þess hversu fágætar alvarlegar aukaverkanir séu. Óháðir sérfræðingar kanna skráningar læknisins á orsökum andlátanna. Bóluefni gegn Covid-19 var í fyrsta skipti skráð sem dánarorsök á Íslandi í dánarmeinaskrá embættis landlæknis í fyrra. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að embættið hefði skráningarnar til skoðunar. Sami læknir skráði öll andlátin síðasta haust. Þau voru þó ekki öll á sama hjúkrunarheimilinu, þvert á það sem RÚV hafði eftir heimildum sínum. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að skráningarnar séu til skoðunar í ljósi þess að þær snúist um hugsanlega alvarlegar aukaverkanir af bólusetningu og að þær séu þær fyrstu af sínu tagi í dánarmeinaskránni. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á bóluefnum gegn Covid-19 sem milljónir manna um alla heim hafa fengið undanfarin ár leiða í ljós að alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Engin tengsl hafa fundist við andlát. Líkurnar á að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis á svo skömmum tíma eru því hverfandi. „Ég myndi telja að það væri mjög óvanalegt og það er full ástæða til þess að skoða það,“ segir Guðrún. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Áður fengið óháða sérfræðinga til að kanna tilkynningar um andlát Óháðir sérfræðingar verða fengnir til þess að fara yfir skráningarnar á andlátunum. Guðrún segir að það hafi tvisvar verið gert áður í tengslum við bóluefnin árið 2021. Þannig voru utanaðkomandi öldunarlæknar kallaðir til í tvígang vegna nokkurra andláta á hjúkrunarheimilum sem tilkynnt var um eftir bólusetningar. Í engu þeirra tilfella var talið líklegt að bóluefni hafi valdið dauða fólks. Aðeins eitt bóluefni hefur verið í notkun hér á landi undanfarin misseri, Comirnaty frá lyfjarisanum Pfizer. Það er svokallað mRNA-bóluefni og er ætlað fólki sex mánaða og eldra samkvæmt upplýsingum á vef evrópsku lyfjastofnunarinnar. Fjörutíu og sjö andlát voru rakin til Covid-19 í fyrra en 213 árið 2022. Ekki frambjóðandi Ábyrgrar framtíðar RÚV sagði jafnframt í frétt sinni að læknirinn sem skráði bóluefnin sem dánarorsök hefði verið „ötull talsmaður“ lyfsins ivermectin. Því var haldið mjög á lofti af andstæðingum bóluefna og annarra sem dreifðu upplýsingafalsi um heimsfaraldurinn þrátt fyrir að það hefði enga virkni gegn veirunni. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og frambjóðandi á lista Ábyrgar framtíðar til alþingiskosninganna, krafðist á sínum tíma að fá heimild til þess að vísa á ivermectin sem meðferð gegn Covid-19 en var synjað um það af Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytinu. Þrátt fyrir að Guðmundur Karl hafi verið einn þekktasti talsmaður ormalyfsins gegn Covid-19 hér á landi er hann ekki læknirinn sem skráði bóluefnin sem orsök andlátanna fjögurra í fyrra. Hann staðfesti það sjálfur í samtali við Vísi og sagðist jafnframt hafa fengið margar spurningar um það í tilefni af frétt RÚV. Bólusetningar Lyf Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37 Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Sjá meira
Bóluefni gegn Covid-19 var í fyrsta skipti skráð sem dánarorsök á Íslandi í dánarmeinaskrá embættis landlæknis í fyrra. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að embættið hefði skráningarnar til skoðunar. Sami læknir skráði öll andlátin síðasta haust. Þau voru þó ekki öll á sama hjúkrunarheimilinu, þvert á það sem RÚV hafði eftir heimildum sínum. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að skráningarnar séu til skoðunar í ljósi þess að þær snúist um hugsanlega alvarlegar aukaverkanir af bólusetningu og að þær séu þær fyrstu af sínu tagi í dánarmeinaskránni. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á bóluefnum gegn Covid-19 sem milljónir manna um alla heim hafa fengið undanfarin ár leiða í ljós að alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Engin tengsl hafa fundist við andlát. Líkurnar á að fjórir einstaklingar í umsjón sama læknis hafi látist af völdum bóluefnis á svo skömmum tíma eru því hverfandi. „Ég myndi telja að það væri mjög óvanalegt og það er full ástæða til þess að skoða það,“ segir Guðrún. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Áður fengið óháða sérfræðinga til að kanna tilkynningar um andlát Óháðir sérfræðingar verða fengnir til þess að fara yfir skráningarnar á andlátunum. Guðrún segir að það hafi tvisvar verið gert áður í tengslum við bóluefnin árið 2021. Þannig voru utanaðkomandi öldunarlæknar kallaðir til í tvígang vegna nokkurra andláta á hjúkrunarheimilum sem tilkynnt var um eftir bólusetningar. Í engu þeirra tilfella var talið líklegt að bóluefni hafi valdið dauða fólks. Aðeins eitt bóluefni hefur verið í notkun hér á landi undanfarin misseri, Comirnaty frá lyfjarisanum Pfizer. Það er svokallað mRNA-bóluefni og er ætlað fólki sex mánaða og eldra samkvæmt upplýsingum á vef evrópsku lyfjastofnunarinnar. Fjörutíu og sjö andlát voru rakin til Covid-19 í fyrra en 213 árið 2022. Ekki frambjóðandi Ábyrgrar framtíðar RÚV sagði jafnframt í frétt sinni að læknirinn sem skráði bóluefnin sem dánarorsök hefði verið „ötull talsmaður“ lyfsins ivermectin. Því var haldið mjög á lofti af andstæðingum bóluefna og annarra sem dreifðu upplýsingafalsi um heimsfaraldurinn þrátt fyrir að það hefði enga virkni gegn veirunni. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir og frambjóðandi á lista Ábyrgar framtíðar til alþingiskosninganna, krafðist á sínum tíma að fá heimild til þess að vísa á ivermectin sem meðferð gegn Covid-19 en var synjað um það af Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytinu. Þrátt fyrir að Guðmundur Karl hafi verið einn þekktasti talsmaður ormalyfsins gegn Covid-19 hér á landi er hann ekki læknirinn sem skráði bóluefnin sem orsök andlátanna fjögurra í fyrra. Hann staðfesti það sjálfur í samtali við Vísi og sagðist jafnframt hafa fengið margar spurningar um það í tilefni af frétt RÚV.
Bólusetningar Lyf Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2024 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37 Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Sjá meira
Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Embætti landlæknis hefur til skoðunar skráningu læknis á fjórum andlátum af völdum bóluefnis við kórónuveirunni. Andlát af völdum bóluefnis voru í fyrsta sinn í dánarmeinaskrá fyrir árið 2023. Sami læknirinn skráði andlátin og fólkið sem lést var allt í hans umsjá á hjúkrunarheimili. 27. nóvember 2024 19:37
Læknir áminntur fyrir að gefa út vottorð fyrir dýralyfi gegn Covid Heilbrigðisráðuneytið staðfesti áminningu sem embætti landlæknis veitti heimilislækni fyrir að gefa út rangt og villandi læknisvottorð fyrir sjúkling sem flutti inn dýralyf sem fyrirbyggjandi meðferð við Covid-19. Læknirinn bar fyrir sig að hann vissi ekki að lyfið væri ætlað dýrum en ekki mönnum. 30. mars 2023 09:58