Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Lestrarklefinn 28. nóvember 2024 12:51 Maia Kobabe segir frá því í bókinni hvernig hín áttaði sig á að hín var kynsegin eikynhneigð. Myndasagnahöfundurinn Maia Kobabe hefur skrifað um ferlið að koma út sem kynsegin manneskja. Sjöfn Asare, gagnrýnandi hjá Lestrarklefanum hefur þetta að segja um bókina. Grafíska sjálfsævisagan Kynsegin, eða Gender Queer á frummálinu, kom út árið 2019 en hefur nýlega verið þýdd á íslensku af Mars Proppé og Elíasi Rúna. Í henni segir myndasagnahöfundurinn Maia Kobabe frá því hvernig hín áttaði sig á að hín var kynsegin eikynhneigð og því langa ferli sem fylgdi því að finna sjálft sig og að koma út úr skápnum. Verandi mjög grimmur aðdáandi myndasagna (samt bara graphic novels come on) og sérfræðingur Lestrarklefans í kynsegin málefnum hlaut ég að lesa þessa bók og skrifa hvað mér finnst. Sjöfn Asare fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn.is Kynsegin uppvöxtur Hín er fætt 1989, aðeins tveim árum á undan mér, og er því áhugavert að sjá uppvöxt manneskju sem er með svipað aðgengi að sýnileika og elst upp í svipuðu menningarumhverfi. Ég tengdi mikið við bókina, og þá sérstaklega skrif höfundar um að finnast erfitt að þurfa að valda fólki óþægindum með eigin fornöfnum og kynvitund. Væri ekki bara svo miklu auðveldara að þykjast bara vera kona og skapa engin vandamál? Spyr Kobabe, og ég kannast ósköp vel við það. Eitt af því sem mér finnst sérlega flott við söguna er að höfundur bíður ekki eftir að hafa klárað ferðalag sitt um kynvitund sína, heldur er hín enn óöruggt á tímum, á erfitt með að koma út og leiðrétta fólk, og efast um sjálft sig, en það er eitthvað sem ég held að margt kynsegin fólk tengi við. Ég tengi sjálf mest við nákvæmar lýsingar höfundar á smáreiti frá vinum, sem skjóta á kynhneigð eða hegðun manns þegar maður sýnir hvernig maður er í raun en er ekki að leika til að passa í hópinn, sem Kobabe lýsir á næman og djúpan hátt með örfáum orðum. Þá er hinsegin menningu einnig gerð góð skil, og hvaða djúpstæða gleði fylgir því að sjá sjálft sig og eigin tilfinningar speglast í list annarra. Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér. Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
Grafíska sjálfsævisagan Kynsegin, eða Gender Queer á frummálinu, kom út árið 2019 en hefur nýlega verið þýdd á íslensku af Mars Proppé og Elíasi Rúna. Í henni segir myndasagnahöfundurinn Maia Kobabe frá því hvernig hín áttaði sig á að hín var kynsegin eikynhneigð og því langa ferli sem fylgdi því að finna sjálft sig og að koma út úr skápnum. Verandi mjög grimmur aðdáandi myndasagna (samt bara graphic novels come on) og sérfræðingur Lestrarklefans í kynsegin málefnum hlaut ég að lesa þessa bók og skrifa hvað mér finnst. Sjöfn Asare fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn.is Kynsegin uppvöxtur Hín er fætt 1989, aðeins tveim árum á undan mér, og er því áhugavert að sjá uppvöxt manneskju sem er með svipað aðgengi að sýnileika og elst upp í svipuðu menningarumhverfi. Ég tengdi mikið við bókina, og þá sérstaklega skrif höfundar um að finnast erfitt að þurfa að valda fólki óþægindum með eigin fornöfnum og kynvitund. Væri ekki bara svo miklu auðveldara að þykjast bara vera kona og skapa engin vandamál? Spyr Kobabe, og ég kannast ósköp vel við það. Eitt af því sem mér finnst sérlega flott við söguna er að höfundur bíður ekki eftir að hafa klárað ferðalag sitt um kynvitund sína, heldur er hín enn óöruggt á tímum, á erfitt með að koma út og leiðrétta fólk, og efast um sjálft sig, en það er eitthvað sem ég held að margt kynsegin fólk tengi við. Ég tengi sjálf mest við nákvæmar lýsingar höfundar á smáreiti frá vinum, sem skjóta á kynhneigð eða hegðun manns þegar maður sýnir hvernig maður er í raun en er ekki að leika til að passa í hópinn, sem Kobabe lýsir á næman og djúpan hátt með örfáum orðum. Þá er hinsegin menningu einnig gerð góð skil, og hvaða djúpstæða gleði fylgir því að sjá sjálft sig og eigin tilfinningar speglast í list annarra. Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.
Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira