Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2024 12:45 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Lítið er að frétta af kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög en fjölmiðlabann er í deilunni. Formaður Blaðamannafélagsins segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. Verkföll eru komin á fimmtu viku hjá völdum hópi kennara. Hægur gangur er á kjaraviðræðum samkvæmt upplýsingum frá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Fjölmiðlar hafa ekki getað rætt við fulltrúa Kennarasambandsins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan á laugardag þegar ríkissáttasemjari setti á fjölmiðlabann. Það er þekkt að fjölmiðlabann sé sett á þegar stutt er í samning og viðræður ganga vel. Það þekkjast þó nokkur dæmi þar sem skeytasendingar milli deiluaðila í gegnum fjölmiðla verða til þess að fjölmiðlabann er sett á, líkt og raunin er í kennaradeilunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. „Tala nú ekki um í svona stóru máli eins og þessu þar sem hagsmunir alls samfélagsins eru undir. Þarna er líka hópur af foreldrum sem er með þessu fjölmiðlabanni haldið í fullkominni óvissu um hvort það sé eitthvað að leysast úr þessu eða ekki,“ segir Sigríður Dögg. Hún skilur vel að ríkissáttasemjari horfi ekki á málin frá sjónarhorni blaðamanna. „En ég trúi ekki öðru en að hann átti sig á því hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar og blaðamenn geti unnið vinnuna sína í svona stóru máli. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir fái upplýsingar. Ég trúi því að þetta geti varla staðið yfir mikið lengur þetta fjölmiðlabann. Enda ætti áherslan miklu frekar að vera á samninganefndirnar að hann brýni fyrir þeim að haga sér almennilega í opinberri umræðu. Að stýra orðum sínum með þeim hætti að þau espi ekki upp deiluna,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Verkföll eru komin á fimmtu viku hjá völdum hópi kennara. Hægur gangur er á kjaraviðræðum samkvæmt upplýsingum frá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Fjölmiðlar hafa ekki getað rætt við fulltrúa Kennarasambandsins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan á laugardag þegar ríkissáttasemjari setti á fjölmiðlabann. Það er þekkt að fjölmiðlabann sé sett á þegar stutt er í samning og viðræður ganga vel. Það þekkjast þó nokkur dæmi þar sem skeytasendingar milli deiluaðila í gegnum fjölmiðla verða til þess að fjölmiðlabann er sett á, líkt og raunin er í kennaradeilunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. „Tala nú ekki um í svona stóru máli eins og þessu þar sem hagsmunir alls samfélagsins eru undir. Þarna er líka hópur af foreldrum sem er með þessu fjölmiðlabanni haldið í fullkominni óvissu um hvort það sé eitthvað að leysast úr þessu eða ekki,“ segir Sigríður Dögg. Hún skilur vel að ríkissáttasemjari horfi ekki á málin frá sjónarhorni blaðamanna. „En ég trúi ekki öðru en að hann átti sig á því hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar og blaðamenn geti unnið vinnuna sína í svona stóru máli. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir fái upplýsingar. Ég trúi því að þetta geti varla staðið yfir mikið lengur þetta fjölmiðlabann. Enda ætti áherslan miklu frekar að vera á samninganefndirnar að hann brýni fyrir þeim að haga sér almennilega í opinberri umræðu. Að stýra orðum sínum með þeim hætti að þau espi ekki upp deiluna,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira