Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2024 12:45 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Lítið er að frétta af kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög en fjölmiðlabann er í deilunni. Formaður Blaðamannafélagsins segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. Verkföll eru komin á fimmtu viku hjá völdum hópi kennara. Hægur gangur er á kjaraviðræðum samkvæmt upplýsingum frá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Fjölmiðlar hafa ekki getað rætt við fulltrúa Kennarasambandsins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan á laugardag þegar ríkissáttasemjari setti á fjölmiðlabann. Það er þekkt að fjölmiðlabann sé sett á þegar stutt er í samning og viðræður ganga vel. Það þekkjast þó nokkur dæmi þar sem skeytasendingar milli deiluaðila í gegnum fjölmiðla verða til þess að fjölmiðlabann er sett á, líkt og raunin er í kennaradeilunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. „Tala nú ekki um í svona stóru máli eins og þessu þar sem hagsmunir alls samfélagsins eru undir. Þarna er líka hópur af foreldrum sem er með þessu fjölmiðlabanni haldið í fullkominni óvissu um hvort það sé eitthvað að leysast úr þessu eða ekki,“ segir Sigríður Dögg. Hún skilur vel að ríkissáttasemjari horfi ekki á málin frá sjónarhorni blaðamanna. „En ég trúi ekki öðru en að hann átti sig á því hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar og blaðamenn geti unnið vinnuna sína í svona stóru máli. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir fái upplýsingar. Ég trúi því að þetta geti varla staðið yfir mikið lengur þetta fjölmiðlabann. Enda ætti áherslan miklu frekar að vera á samninganefndirnar að hann brýni fyrir þeim að haga sér almennilega í opinberri umræðu. Að stýra orðum sínum með þeim hætti að þau espi ekki upp deiluna,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Verkföll eru komin á fimmtu viku hjá völdum hópi kennara. Hægur gangur er á kjaraviðræðum samkvæmt upplýsingum frá Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara. Fjölmiðlar hafa ekki getað rætt við fulltrúa Kennarasambandsins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga síðan á laugardag þegar ríkissáttasemjari setti á fjölmiðlabann. Það er þekkt að fjölmiðlabann sé sett á þegar stutt er í samning og viðræður ganga vel. Það þekkjast þó nokkur dæmi þar sem skeytasendingar milli deiluaðila í gegnum fjölmiðla verða til þess að fjölmiðlabann er sett á, líkt og raunin er í kennaradeilunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. „Tala nú ekki um í svona stóru máli eins og þessu þar sem hagsmunir alls samfélagsins eru undir. Þarna er líka hópur af foreldrum sem er með þessu fjölmiðlabanni haldið í fullkominni óvissu um hvort það sé eitthvað að leysast úr þessu eða ekki,“ segir Sigríður Dögg. Hún skilur vel að ríkissáttasemjari horfi ekki á málin frá sjónarhorni blaðamanna. „En ég trúi ekki öðru en að hann átti sig á því hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar og blaðamenn geti unnið vinnuna sína í svona stóru máli. Það er mikilvægt að foreldrar og aðrir fái upplýsingar. Ég trúi því að þetta geti varla staðið yfir mikið lengur þetta fjölmiðlabann. Enda ætti áherslan miklu frekar að vera á samninganefndirnar að hann brýni fyrir þeim að haga sér almennilega í opinberri umræðu. Að stýra orðum sínum með þeim hætti að þau espi ekki upp deiluna,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent