Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 10:46 Frá undirritun samnings upp á tuttugu milljarða. Frá vinstri: Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Enercon, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Steinunn Pálmadóttir, lögmaður hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu. Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu.
Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Sjá meira