Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 18:10 Gisele Pelicot ásamt lögmönnum sínum. EPA/YOAN VALAT Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira