Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar 27. nóvember 2024 17:10 Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“. Svo segir „aukið svigrúm og aukin ábyrgð sjúkrahúsa: Þau taki sjálf ákvarðanir um útboð til einkarekstrar“. Með öðrum orðum þá vill samfylkingin að sjúkrahúsin miðstýri hvaða verk eiga heima utan sjúkrahúsa. Þetta er afleitt plan. Aðalástæðurnar eru tvær. Tökum dæmi af einstaklingi sem þarf á aðgerð að halda. Viðkomandi þarf þá fyrst að fara í skoðun hjá Landspítala eða öðru sjúkrahúsi og þeir læknar að meta hvort þörf sé á aðgerð. Ef sjúkrahúslæknar ákveða svo að útvista aðgerðinni þá þarf viðkomandi sjúklingur aftur að koma í skoðun hjá viðkomandi lækni út í bæ. Þetta er vegna þess að læknisfræði eru ófullkomin vísindi og læknar ekki alltaf sammála um hvort og hvernig aðgerð er nauðsynleg. Þetta fyrirkomulag myndi því valda tvíverknaði og þvælingi sjúklinga í kerfinu ásamt aukinni bið. Hin ástæðan er að aðgerðir sem eru gerðar utan sjúkrahúsa eru að jafnaði ódýrari en aðgerðir sem eru gerðar innan sjúkrahúsa. Þetta kemur ekki á óvart þar sem háskólasjúkrahús hafa mun stærri yfirbyggingu og þurfa líka að sinna bráðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu eins og t.d. gjörgæslusjúklingum og hjartaskurðlækningum. Sem dæmi má nefna að í nýlegu svari heilbrigðismálaráðuneytis um kostnað vegna aðgerða við endómetríósu kom fram að meðalkostnaður aðgerða á Landspítala án útlaga var 1.448.754 krónur, en meðalkostnaður sambærilegra aðgerða á Klíníkinni var hins vegar 887.500 krónur. Í aðgerðum Klíníkurinnar eru m.a. talin með legnám, aðgerðir við endómetríósu sem er innvaxin í ristil og aðgerðir sem aðrar stofnanir á Íslandi réðu ekki við að framkvæma. Innlögn á legudeild Klíníkurinnar var líka innifalin. Þannig er varlega áætlað um sambærilegar aðgerðir að ræða og sparnaður kaupanda þjónustununnar er yfir 100 milljónir árlega bara fyrir þennan aðgerðarflokk. Mun betra plan væri að skilgreina betur ábendingar og gæðastaðla aðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu. Það er mjög mikilvægt að kaupandi þjónustunnar geti gengið að því sem vísu að gæðin séu góð m.t.t. árangurs og fylgikvilla og að ábendingar fyrir aðgerð séu viðeigandi, enda er sjaldgæf en þekkt skuggahlið einkarekinnar þjónustu að verið sé að gera inngrip án þess að tilefni sé til. Það vantar talsvert upp á að eftirlit með gæðum og viðeigandi ábendingum fyrir aðgerðum eigi sér stað, bæði í opinbera kerfinu og hjá einkaaðilum. Við þurfum því að efla Sjúkratryggingar til þessa verkefnis. Með því að að efla getu Sjúkratrygginga til að bjóða út heilbrigðisþjónustu myndi ríkið fá mun hægstæðari kjör og spara þannig hundruðir milljóna árlega. Sjúklingar myndu jafnframt fá skjóta þjónustu án tillit til efnahags sem hefur líka gríðarlega þjóðhagslega hagkvæm áhrif vegna minna vinnutaps og aukinna lífsgæða. Að sjálfsögðu þarf að efla Landspítala og aðrar ríkisstofnanir til að þær séu betur í stakk búnar til að sinna erfiðustu tilfellunum. Það á að vera meginhlutverk Landspítala og við viljum öll að sú þjónusta sé leyst vel af hendi. Innleiðing DRG kerfis og þjónustutengdrar þjónustu heilbrigðisstofnana gefur tækifæri til að ríkisstofnanir og einkaaðilar bjóði í einstaka þjónustu og aðgerðarliði. Mikilvægt er að líka að viðhalda kennslu nema í heilbrigðisfræðum og er mikill vilji og geta hjá einkaaðilum til að sinna því hlutverki. Læknar hjá einkaaðilum sinna nú þegar kennslu læknanema við Háskóla Íslands og er ekkert því til fyrirstöðu að efla þann hluta starfsins. Loks hefur verið talað um áhyggjur ríkisstofnana að einkaaðilar taki frá þeim starfsfólk, en það er einmitt af hinu góða að heilbrigðisstarfsfólk hafi val um vinnustað því þá batna líklega kjör þessa starfsfólks sem leiðir af sér meiri afköst og starfsánægju. Plan Samfylkingar um aukna miðstýringu í heilbrigðiskerfinu er afleitt. Þeir sem vilja forðast það er bent á að velja eitthvað annað í kjörkassanum nú á laugardaginn. Við í Miðflokknum erum í öllu falli reiðubúin til að ganga hratt og örugglega til verks og skynsamra ákvarðana í þessum málum sem öðrum. Spennandi kosningar eru í nánd og útkoma þeirra getur haft mikil áfrif á velferð okkar allra, vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og greiða sitt atkvæði. Höfundur er læknir og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin segist vera með „plan“ í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í planið er ýmislegt sem stingur í augun, en eitt af því er að samfylkingin stefnir að aukinni miðstýringu þegar kemur að veitingu heilbrigðisþjónustu, eða eins og þau orða það „veitum sjúkrahúsum aukið svigrúm til að ákveða hvernig þau vinna með einkarekstri“. Svo segir „aukið svigrúm og aukin ábyrgð sjúkrahúsa: Þau taki sjálf ákvarðanir um útboð til einkarekstrar“. Með öðrum orðum þá vill samfylkingin að sjúkrahúsin miðstýri hvaða verk eiga heima utan sjúkrahúsa. Þetta er afleitt plan. Aðalástæðurnar eru tvær. Tökum dæmi af einstaklingi sem þarf á aðgerð að halda. Viðkomandi þarf þá fyrst að fara í skoðun hjá Landspítala eða öðru sjúkrahúsi og þeir læknar að meta hvort þörf sé á aðgerð. Ef sjúkrahúslæknar ákveða svo að útvista aðgerðinni þá þarf viðkomandi sjúklingur aftur að koma í skoðun hjá viðkomandi lækni út í bæ. Þetta er vegna þess að læknisfræði eru ófullkomin vísindi og læknar ekki alltaf sammála um hvort og hvernig aðgerð er nauðsynleg. Þetta fyrirkomulag myndi því valda tvíverknaði og þvælingi sjúklinga í kerfinu ásamt aukinni bið. Hin ástæðan er að aðgerðir sem eru gerðar utan sjúkrahúsa eru að jafnaði ódýrari en aðgerðir sem eru gerðar innan sjúkrahúsa. Þetta kemur ekki á óvart þar sem háskólasjúkrahús hafa mun stærri yfirbyggingu og þurfa líka að sinna bráðaþjónustu og sérhæfðri þjónustu eins og t.d. gjörgæslusjúklingum og hjartaskurðlækningum. Sem dæmi má nefna að í nýlegu svari heilbrigðismálaráðuneytis um kostnað vegna aðgerða við endómetríósu kom fram að meðalkostnaður aðgerða á Landspítala án útlaga var 1.448.754 krónur, en meðalkostnaður sambærilegra aðgerða á Klíníkinni var hins vegar 887.500 krónur. Í aðgerðum Klíníkurinnar eru m.a. talin með legnám, aðgerðir við endómetríósu sem er innvaxin í ristil og aðgerðir sem aðrar stofnanir á Íslandi réðu ekki við að framkvæma. Innlögn á legudeild Klíníkurinnar var líka innifalin. Þannig er varlega áætlað um sambærilegar aðgerðir að ræða og sparnaður kaupanda þjónustununnar er yfir 100 milljónir árlega bara fyrir þennan aðgerðarflokk. Mun betra plan væri að skilgreina betur ábendingar og gæðastaðla aðgerða og annarar heilbrigðisþjónustu. Það er mjög mikilvægt að kaupandi þjónustunnar geti gengið að því sem vísu að gæðin séu góð m.t.t. árangurs og fylgikvilla og að ábendingar fyrir aðgerð séu viðeigandi, enda er sjaldgæf en þekkt skuggahlið einkarekinnar þjónustu að verið sé að gera inngrip án þess að tilefni sé til. Það vantar talsvert upp á að eftirlit með gæðum og viðeigandi ábendingum fyrir aðgerðum eigi sér stað, bæði í opinbera kerfinu og hjá einkaaðilum. Við þurfum því að efla Sjúkratryggingar til þessa verkefnis. Með því að að efla getu Sjúkratrygginga til að bjóða út heilbrigðisþjónustu myndi ríkið fá mun hægstæðari kjör og spara þannig hundruðir milljóna árlega. Sjúklingar myndu jafnframt fá skjóta þjónustu án tillit til efnahags sem hefur líka gríðarlega þjóðhagslega hagkvæm áhrif vegna minna vinnutaps og aukinna lífsgæða. Að sjálfsögðu þarf að efla Landspítala og aðrar ríkisstofnanir til að þær séu betur í stakk búnar til að sinna erfiðustu tilfellunum. Það á að vera meginhlutverk Landspítala og við viljum öll að sú þjónusta sé leyst vel af hendi. Innleiðing DRG kerfis og þjónustutengdrar þjónustu heilbrigðisstofnana gefur tækifæri til að ríkisstofnanir og einkaaðilar bjóði í einstaka þjónustu og aðgerðarliði. Mikilvægt er að líka að viðhalda kennslu nema í heilbrigðisfræðum og er mikill vilji og geta hjá einkaaðilum til að sinna því hlutverki. Læknar hjá einkaaðilum sinna nú þegar kennslu læknanema við Háskóla Íslands og er ekkert því til fyrirstöðu að efla þann hluta starfsins. Loks hefur verið talað um áhyggjur ríkisstofnana að einkaaðilar taki frá þeim starfsfólk, en það er einmitt af hinu góða að heilbrigðisstarfsfólk hafi val um vinnustað því þá batna líklega kjör þessa starfsfólks sem leiðir af sér meiri afköst og starfsánægju. Plan Samfylkingar um aukna miðstýringu í heilbrigðiskerfinu er afleitt. Þeir sem vilja forðast það er bent á að velja eitthvað annað í kjörkassanum nú á laugardaginn. Við í Miðflokknum erum í öllu falli reiðubúin til að ganga hratt og örugglega til verks og skynsamra ákvarðana í þessum málum sem öðrum. Spennandi kosningar eru í nánd og útkoma þeirra getur haft mikil áfrif á velferð okkar allra, vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og greiða sitt atkvæði. Höfundur er læknir og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík Norður.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun