Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange og Jenný Kristín Valberg skrifa 30. nóvember 2024 09:03 Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fjölskyldumál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt 33.a grein barnalaga nr. 76/2003 er gerð krafa um að aðilar sem slíta samvistum eða skilja og eiga saman börn, fari í sáttameðferð hjá sýslumanni áður en hægt er að leita úrskurðar eða höfða mál um forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför samkvæmt ákvæðum barnalaga. Markmið sáttameðferðar er að ná samkomulagi sem er barninu fyrir bestu. Hún miðar að því að leysa ágreining um forsjá, umgengni og lögheimili barns eða barna. Sáttameðferð getur verið mjög gagnleg ef foreldrar geta mæst á jafnréttisgrundvelli þar sem sjónarmið beggja koma fram. Hins vegar finna margir þolendur ofbeldis í nánum samböndum fyrir miklum erfiðleikum við að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þessu ferli. Ástæðan er sú að enginn stuðningur er til staðar til að setja mörk við ofbeldishegðun geranda, og málin eru unnin eins og báðir aðilar sýni heilbrigða hegðun. Ofbeldi í nánum samböndum hefur verið skilgreint sem ógnarstjórn feðraveldis (e. patriarchal terrorism), þar sem ofbeldi er beitt samkvæmt gömlum hugmyndum um eignarrétt karla yfir konum. Þessi tegund ofbeldis hefur tilhneigingu til að aukast og verða alvarlegri með tímanum. Hún felur í sér valda- og kynjamisrétti, þar sem ótti um líf og heilsu er til staðar, og þolandi er oft sviptur sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar sama stofnun veitir þjónustu bæði fyrir þolendur og gerendur í sama málinu. Þar að auki er ofbeldi frá nánum aðila sársaukafyllra og setur brotaþola í erfiðari stöðu við að slíta sambandinu. Við, sem vinnum í þolenda miðstöðvum á Íslandi, verðum ítrekað vör við að sáttameðferð sýslumanns verði að tæki í höndum gerenda ofbeldis í nánum samböndum. Þolendur eru ítrekað kallaðir í nýjar sáttameðferðir, ferliðer dregið á langinn, umgengnissamningum er stöðugt breytt og settar eru fram ásakanir um tálmun. Þolendur eru því enn að takast á við ofbeldið þrátt fyrir að hafa tekist að komast út úr sambandinu. Þolendurnir fá stöðuga áminningu um að vera að bregðast kerfinu í ljósi réttinda geranda sem foreldris. Þannig er þolandinn í hollustuklemmu á milli kerfisins og barna sinna. Í þessari stöðu eru þolendur undir miklu tilfinningalegu álagi sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu og líðan barnanna. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að taka upp verklag innan kerfisins sem miðaði að því að þolendur fengju stuðning og vernd gegn heimilisofbeldi og að ofangreindir gerendur fengju tækifæri til að taka ábyrgð á sinni hegðun með viðeigandi stuðningi hjá sérhæfðum fagaðilum. Þannig yrði komið í veg fyrir notkun barna sem tækja til stýringar og/eða að festa þau inni í ofbeldishring gerandans og áfallatengsl við hann sem hafa áhrif á þeirra þroska og lífsgæði. Við, fyrir hönd þolendamiðstöðva á Íslandi, köllum því eftir auknu samstarfi við sýslumenn í þessum mikilvæga málaflokki. Höfundar skrifa f.h. þolendamiðstöðva á Íslandi - Elísabet Lorange er teymisstýra Sigurhæða og Jenný Kristín Valberg er teymisstýra Bjarkarhlíðar. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar