Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar 27. nóvember 2024 10:31 Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun