„Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2024 11:31 Helgi og Pavel þekkja málefni íslenska landsliðsins betur en flestir. vísir/sigurjón Íslenskakarlalandsliðið í körfubolta vann stórkostlegan útisigur á Ítölum í undankeppni EM í á mánudagskvöldið, sigur sem fer í sögubækurnar sem einn sá stærsti í sögu körfuboltalandsliðsins. Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Um var að ræða afar mikilvægan leik í baráttu um sæti á Eurobasket 2025 og það á úti velli gegn einni sterkustu körfuboltaþjóð Evrópu. Ísland tapaði fyrir sama liði á föstudagskvöldið í Laugardalshöllinni og það með 24 stigum. En sjö stiga sigur, 81-74, og með honum steig íslenska liðið stórt skref í átt að því að tryggja sér sæti á Eurobasket í þriðja sinn. „Maður ímyndað sér að þetta sé eins nálægt toppnum og hægt sé að komast gegn svona erfiðum andstæðingi á útivelli eftir svona dapra frammistöðu nokkrum dögum áður gegn sama andstæðingi. Viðsnúningurinn sem átti sér stað var svakalegur. Og að sjálfsögðu þýðing leiksins og hvað þetta þýðir fyrir okkur og hversu nálægt þetta skilar okkur að komast á lokamót. Segjum það bara, mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta, ertu ekki að leita eftir fyrirsögn?,“ segir körfuboltasérfræðingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij í Sportpakkanum í gær. „Ég og Pavel vildum meina að þeir ferðuðust út í einkaflugvél með Ítölunum, það væri ástæðan fyrir þessum viðsnúning. Þeir voru farnir að venjast einhverju lúxuslífi,“ segir Helgi Már Magnússon léttur, en hann er einnig körfuboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport og lék marga leiki fyrir Íslands hönd. „En aðallega var þetta orkustigið, menn setja nokkur skot og það kemur einhver stemning og kraftur,“ segir Helgi. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur hjá íslenska liðinu í gærkvöldi. En kom það þeim félögum á óvart? „Ég held að þetta sé sönnun hversu sterk deildin okkar er hérna heima. Meginþorri þessara leikmanna er að spila akkúrat í þessari deild. Það sýnir hversu langt við erum komin. Kiddi var algjörlega stórkostlegur. Í svona leikjum, gegn svona þjóðum þá þurfum við að treysta á það að einhver eigi svona leik. Við erum bara mjög heppnir að eiga svona mikið úrval af svona góðum leikmönnum,“ segir Pavel en viðtalið við þá Gaz-bræður má sjá hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira