Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Í frétt á visir.is 24. 8. 22 segir „Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.“ Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg Cement á Íslandi segir í viðtali á visir.is „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni.“ Þorsteinn segir ennfremur að „verkefnið sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið“ Umsögn Þorsteins stingur í stúf við starfsemi Heidelberg Cement á hernumdum svæðum í Palestínu. Þar á fyrirtækið þátt í að ræna náttúruauðlindum úr Nahal Raba námunni á landi þorpsins Al-Zawiya á Vesturbakkanum, með alvarlegum mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hollensku samtakanna SOMO og mannréttindasamtakanna Al-Haq. Í þrettán ár hefur Heidelberg Cement nýtt Nahal Raba námuna, sem er á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Hanson Israel, dótturfyrirtæki Heidelberg Cement sem starfrækir námuna hefur meinað palestínskum eigendum landsins aðgang að löndum sínum sem hefur verið þeirra lífsviðurværi. Hanson Israel seldi auk þess vörur úr námunni til ólöglegra, ísraelskra landránsbyggða. Starfsemi Heidelberg Cement á Vesturbakkanum er skýrt dæmi um aðkomu fjölþjóðafyrirtækja að langvarandi hernámi Ísraels, kerfisbundnum mannréttindabrotum og afneitun á grundvallarréttindum Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og yfirráða yfir náttúruauðlindum. Þorsteinn Víglundsson segir að „ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum“. Þetta eru orð sem ekki stemma við háttalag Heidelberg Cement á landránssvæðinu í Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Í frétt á visir.is 24. 8. 22 segir „Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.“ Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg Cement á Íslandi segir í viðtali á visir.is „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni.“ Þorsteinn segir ennfremur að „verkefnið sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið“ Umsögn Þorsteins stingur í stúf við starfsemi Heidelberg Cement á hernumdum svæðum í Palestínu. Þar á fyrirtækið þátt í að ræna náttúruauðlindum úr Nahal Raba námunni á landi þorpsins Al-Zawiya á Vesturbakkanum, með alvarlegum mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hollensku samtakanna SOMO og mannréttindasamtakanna Al-Haq. Í þrettán ár hefur Heidelberg Cement nýtt Nahal Raba námuna, sem er á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Hanson Israel, dótturfyrirtæki Heidelberg Cement sem starfrækir námuna hefur meinað palestínskum eigendum landsins aðgang að löndum sínum sem hefur verið þeirra lífsviðurværi. Hanson Israel seldi auk þess vörur úr námunni til ólöglegra, ísraelskra landránsbyggða. Starfsemi Heidelberg Cement á Vesturbakkanum er skýrt dæmi um aðkomu fjölþjóðafyrirtækja að langvarandi hernámi Ísraels, kerfisbundnum mannréttindabrotum og afneitun á grundvallarréttindum Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og yfirráða yfir náttúruauðlindum. Þorsteinn Víglundsson segir að „ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum“. Þetta eru orð sem ekki stemma við háttalag Heidelberg Cement á landránssvæðinu í Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun