Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur á Anfi­eld, Bónus deild kvenna og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mun Salah hafa ástæðu til að rífa sig úr að ofan i kvöld?
Mun Salah hafa ástæðu til að rífa sig úr að ofan i kvöld? Getty/Michael Steele

Að venju eru nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport. Meistaradeild Evrópu, Bónus deild kvenna í körfubolta og íshokkí eru meðal þess sem eru á dagskrá í dag og kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.00 er leikur Hauka og Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta á dagskrá. Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir leiki kvöldsins og gærkvöldsins í Bónus-deild kvenna.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.55 er leikur Liverpool og Real Madríd í UEFA Youth League á dagskrá.

Klukkan 19.30 hefst Meistaradeildarmessan, þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins. Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá, þar verður farið yfir mörk kvöldsins og það helsta úr leikjunum.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 13.55 er leikur Celtic og Brugge í UEFA Youth League á dagskrá.

Klukkan 17.35 er leikur Rauðu stjörnunnar og Stuttgart í Meistaradeild Evrópu á dagskrá. Klukkan 19.50 er stórleikur Liverpool og Real Madríd á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.50 er leikur Bologna og Lille á dagskrá. Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður Lille.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.50 er leikur PSV og Shakhtar á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 17.35 er leikur Sturm Graz og Girona í Meistaradeildinni á dagskrá. Klukkan 19.50 er leikur Aston Villa og Juventus á dagskrá.

Klukkan 00.5 er leikur Hurricanes og Rangers í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Bónus deildin

Klukkan 19.10 er leikur Aþenu og Grindavíkur á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×