Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:40 Vill fólk kjósa menn á þing sem einungis virða mannréttindi annarra karla sem eru eins og þeir? Er takmarkið að útrýma eða jaðarsetja og mismuna öllum þeim sem eru ekki gagnkynhneigðir íslenskir karlmenn? Nú eru einungis nokkrir dagar í kosningar og flokkarnir margir eru farnir að hljóma mjög örvæntingarfullir eftir atkvæðum kjósenda og með allskonar misgóð kosningaloforð. Það sem þó er áberandi er að sumir flokkar lofa betra samfélagi fyrir sum en ekki fyrir öll. Það má greina m.a. á orðræðu þeirra um kynjajafnrétti, útlendinga, loftslagsmál og alþjóðasamvinnu. Sem dæmi þá hafa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra (Sjálfstæðisflokkur) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (formaður Miðflokksins) jafnvel gengið svo langt í kosningabaráttunni að gagnrýna kynhlutlausa orðanotkun sem snýr að því að „öll” kyn séu ávörpuð og að föðurlaus börn megi kenna sig við stórforeldri. Það hafa þeir gert með kjánalegum útúrsnúningum, Bjarni sagði að Píratar vildu banna honum að kalla sig afa og Sigmundur Davíð sagði á samfélagsmiðlinum X að það væri afbökun íslenskunnar að segja öll en ekki allir. Tilhvers eru fullorðnir menn með áratuga reynslu í stjórnmálum að láta hafa svona ótrúlega asnalega hluti eftir sér? Hvaða máli skiptir það fyrir þá að samfélagið ávarpi öll á kynhlutlausan máta og að föðurlaus börn geti kennt sig við aðra en afa sinn?- td. ömmu sína eða ókyngreint stórforeldri? Ógnar það þeim að aðrir fái þau sjálfsögðu réttindi? Að sjálfsögðu gerir það það ekki, það að aðrir fái réttindi sem þú hefur minnkar ekki þín réttindi. Ástæða þess að þessir miðaldra karlar eru að hafa svona asnalega hluti eftir sér er að þeir vilja höfða til karlmennsku og íhaldssemi annarra miðaldra karla (og einstaka konu). Þessi orðræða er útpæld, þeir hafa lært hana af sér eldri körlum og af orðræðu sem Trump, Boris Johnson ofl. leiðtogar í ríkjum sem við miðum okkur við hafa viðhaft undanfarin ár. Bjarni og Sigmundur sjá að þessi íhaldssemi og gamaldags karlmennska, ásamt hræðsluáróðri sem snýr að útlendingum, hinsegin fólki og kvenréttindum höfðar til viss hóps fólks og þeir eru tilbúnir að hoppa á þann vagn til að veiða atkvæði þessa hóps. En vill íslenskt samfélag þetta? Þessir tveir flokkar, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru að minnka samkvæmt undanförnum könnunum og eru eins og staðan er í dag alls ekki líklegir að geta myndað meirihluta á þingi enda fáir flokkar tilbúnir að starfa með þeim miðað við hvernig þeir hafa hagað sér. Sigmundur Davíð og félagar hans í Klaustursmálinu eru allir komnir í aftur framboð enda ýtir sigur nauðgarans í BNA, Donalds Trump, undir þá trú þeirra að karlar sem vanvirða og hlutgera konur geta samt sem áður átt feril í stjórnmálum. Tími slaufunarmenningar er að þeirra mati liðinn. Mögulega hafa þeir félagar þó gengið fram úr sér og mögulega hefur Bjarni Benediktsson sem á yngri árum var frjálslyndur maður orðið of íhaldssamur fyrir smekk hægrisinnaðra, hneyksli ofan á hneyksli hvað hann varðar er ekki að leggjast vel í fólk og fylgi frjálslyndra hægrimanna færist í auknum mæli yfir á Viðreisn og jafnvel á Samfylkingu. Réttsýnt og skynsamt fólk sýpur kveljur yfir hegðun þessarra manna, Sigmundur Davíð vill loka landamærunum og ekki taka við neinum flóttamönnum, hann vill að auki endurskoða EES og Schengen samstarfið og kennir útlendingum um allt sem aflaga fer. Á meðan gögn sýna að útlendingar halda hér uppi heilu atvinnugreinunum, matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu, þetta er ómissandi fólk, -ef útlendingar myndu fara í verkfall einn dag þá færi hér allt á annan endann á máta sem við höfum ekki áður upplifað. Þrátt fyrir komu fólks af erlendum uppruna til Íslands þá er samt sögulega lítið atvinnuleysi, það er svo að hver sá sem vill vinna á Íslandi fær vinnu, framboðið er nægt. Ógnin sem Miðflokkurinn vill mála upp er ekki til staðar, bara tálsýn og hræðsluáróður. Annað sem Miðflokkurinn vill gera sem mögulega höfðar til einhvers minnihluta er að hætta við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og orðræða sumra frambjóðenda hljómar eins og þau afneiti með öllu loftslagsbreytingum af mannavöldum, en á sama tíma vilja þau virkja meira.. til að taka þátt í grænum umskiptum? Ég er ekki viss um að ég eða nokkur skilji hvert þau eru að fara miðað við þversögnina í því sem þau segja? En hvað svo sem þau meina þá er þetta stórhættuleg þróun sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir okkur og framtíð okkar. Þegar kemur að kvenréttindum, þá studdu Miðflokksmenn,margir í Sjálfstæðisflokki og í Flokki fólksins ekki frumvarpið um þungunarrof og tóku þar kvenfjandsamlega afstöðu er snýr að sjálfsákvörðunarrétti kvenna eins og við höfum orðið vitni að í auknum mæli í BNA. (Þau sem sögðu nei við þungunarrofi voru: Ásmundur Friðriksson, Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Inga Sæland, Jón Gunnarsson, Jón Þór Þorvaldsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen og Þorsteinn Sæmundsson.) Þar að auki viðurkennir Miðflokkurinn ekki að kynin séu fleiri en tvö og þeir beittu sér gegn frumvarpi um kynrænt sjálfræði sem kveður á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sem miðar þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú er ég íslensk hvít ófötluð gagnkynhneigð miðaldra kona með öllum þeim forréttindum sem því fylgir og ætti því mögulega að geta samsamað mig við hugsjónir og orðræðu íslenskra hvítra miðaldra karla eins og þeim sem ég hef verið að fjalla um hér. En ég get ekki með nokkru móti samsamað mig flokkum sem vilja bara bæta samfélagið fyrir „mig” en ekki fyrir aðra. Ég tel fjölbreytni auðga samfélagið, ég tel mikilvægt að öll sem hér búa séu jöfn og njóti sömu mannréttinda burtséð frá kyni, kynhneigð, uppruna eða húðitar. Það er einnig mikilvægt að við tökum loftslagsvá og hnignun vistkerfa alvarlega, það hefur ma. verið 60% samdráttur í stofnstærð spendýra á jörðinni á aðeins rúmum 40 árum og við stefnum í algjöra útrýmingu villtra dýra ef við grípum ekki í taumana. Að halda í einhverja pópúlíska orðræðu sem afneitar nútímavísindum er hreint og beint hættuleg og ógnar lífi okkar allra. Ég get ekki kosið fólk til valda sem finnst það merki um „karlmennsku og styrk” að hafa ekki samkennd með þeim sem njóta ekki sömu réttinda og þeir sjálfir, og sem jafnvel gera grín að og vinna gegn réttindum jaðarsettra í samfélaginu. Hnignun vistkerfa er beintengt við hnignun siðferðis manna, hatur, græðgi og skortur á samkennd er það sem hefur komið okkur á þann stað sem við erum núna og það eina sem getur bjargað okkur og framtíð mannkyns er manngæska og virðing fyrir náttúru og dýrum. Að lokum, það á ekki að þurfa að segja fólki sem á annað borð getur lesið sér til gagns að það skiptir okkur öll máli sem gerist annars staðar í heiminum. Það ætti engin manneskja, hvað þá heill flokkur að afneita þjóðarmorði í Palestínu eða að neita að taka afstöðu til þeirra stríðsglæpa sem Ísrael hefur beitt palestínumönnum síðastliðið ár.( og áratugi ef út í það er farið.) Hvert erum við komin í siðferðiskenndinni ef við látum okkur ekki saklaus börn sem eru sprengd í tætlur varða? Ef þú lætur þig ekki aðra varða, ætti þá einhver að láta sig þig varða þegar þú þarft á hjálp að halda? Við göngum til kosninga á laugardag og þau sem við kjósum munu sitja sem fulltrúar okkar á Alþingi næstu 4 árin, veljum fólk sem við treystum til að starfa að heilindum fyrir öll í samfélaginu en ekki bara fyrir sum. Höfundur er mannréttinda-, umhverfis- og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Umhverfismál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Vill fólk kjósa menn á þing sem einungis virða mannréttindi annarra karla sem eru eins og þeir? Er takmarkið að útrýma eða jaðarsetja og mismuna öllum þeim sem eru ekki gagnkynhneigðir íslenskir karlmenn? Nú eru einungis nokkrir dagar í kosningar og flokkarnir margir eru farnir að hljóma mjög örvæntingarfullir eftir atkvæðum kjósenda og með allskonar misgóð kosningaloforð. Það sem þó er áberandi er að sumir flokkar lofa betra samfélagi fyrir sum en ekki fyrir öll. Það má greina m.a. á orðræðu þeirra um kynjajafnrétti, útlendinga, loftslagsmál og alþjóðasamvinnu. Sem dæmi þá hafa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra (Sjálfstæðisflokkur) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (formaður Miðflokksins) jafnvel gengið svo langt í kosningabaráttunni að gagnrýna kynhlutlausa orðanotkun sem snýr að því að „öll” kyn séu ávörpuð og að föðurlaus börn megi kenna sig við stórforeldri. Það hafa þeir gert með kjánalegum útúrsnúningum, Bjarni sagði að Píratar vildu banna honum að kalla sig afa og Sigmundur Davíð sagði á samfélagsmiðlinum X að það væri afbökun íslenskunnar að segja öll en ekki allir. Tilhvers eru fullorðnir menn með áratuga reynslu í stjórnmálum að láta hafa svona ótrúlega asnalega hluti eftir sér? Hvaða máli skiptir það fyrir þá að samfélagið ávarpi öll á kynhlutlausan máta og að föðurlaus börn geti kennt sig við aðra en afa sinn?- td. ömmu sína eða ókyngreint stórforeldri? Ógnar það þeim að aðrir fái þau sjálfsögðu réttindi? Að sjálfsögðu gerir það það ekki, það að aðrir fái réttindi sem þú hefur minnkar ekki þín réttindi. Ástæða þess að þessir miðaldra karlar eru að hafa svona asnalega hluti eftir sér er að þeir vilja höfða til karlmennsku og íhaldssemi annarra miðaldra karla (og einstaka konu). Þessi orðræða er útpæld, þeir hafa lært hana af sér eldri körlum og af orðræðu sem Trump, Boris Johnson ofl. leiðtogar í ríkjum sem við miðum okkur við hafa viðhaft undanfarin ár. Bjarni og Sigmundur sjá að þessi íhaldssemi og gamaldags karlmennska, ásamt hræðsluáróðri sem snýr að útlendingum, hinsegin fólki og kvenréttindum höfðar til viss hóps fólks og þeir eru tilbúnir að hoppa á þann vagn til að veiða atkvæði þessa hóps. En vill íslenskt samfélag þetta? Þessir tveir flokkar, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru að minnka samkvæmt undanförnum könnunum og eru eins og staðan er í dag alls ekki líklegir að geta myndað meirihluta á þingi enda fáir flokkar tilbúnir að starfa með þeim miðað við hvernig þeir hafa hagað sér. Sigmundur Davíð og félagar hans í Klaustursmálinu eru allir komnir í aftur framboð enda ýtir sigur nauðgarans í BNA, Donalds Trump, undir þá trú þeirra að karlar sem vanvirða og hlutgera konur geta samt sem áður átt feril í stjórnmálum. Tími slaufunarmenningar er að þeirra mati liðinn. Mögulega hafa þeir félagar þó gengið fram úr sér og mögulega hefur Bjarni Benediktsson sem á yngri árum var frjálslyndur maður orðið of íhaldssamur fyrir smekk hægrisinnaðra, hneyksli ofan á hneyksli hvað hann varðar er ekki að leggjast vel í fólk og fylgi frjálslyndra hægrimanna færist í auknum mæli yfir á Viðreisn og jafnvel á Samfylkingu. Réttsýnt og skynsamt fólk sýpur kveljur yfir hegðun þessarra manna, Sigmundur Davíð vill loka landamærunum og ekki taka við neinum flóttamönnum, hann vill að auki endurskoða EES og Schengen samstarfið og kennir útlendingum um allt sem aflaga fer. Á meðan gögn sýna að útlendingar halda hér uppi heilu atvinnugreinunum, matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu, þetta er ómissandi fólk, -ef útlendingar myndu fara í verkfall einn dag þá færi hér allt á annan endann á máta sem við höfum ekki áður upplifað. Þrátt fyrir komu fólks af erlendum uppruna til Íslands þá er samt sögulega lítið atvinnuleysi, það er svo að hver sá sem vill vinna á Íslandi fær vinnu, framboðið er nægt. Ógnin sem Miðflokkurinn vill mála upp er ekki til staðar, bara tálsýn og hræðsluáróður. Annað sem Miðflokkurinn vill gera sem mögulega höfðar til einhvers minnihluta er að hætta við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum og orðræða sumra frambjóðenda hljómar eins og þau afneiti með öllu loftslagsbreytingum af mannavöldum, en á sama tíma vilja þau virkja meira.. til að taka þátt í grænum umskiptum? Ég er ekki viss um að ég eða nokkur skilji hvert þau eru að fara miðað við þversögnina í því sem þau segja? En hvað svo sem þau meina þá er þetta stórhættuleg þróun sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir okkur og framtíð okkar. Þegar kemur að kvenréttindum, þá studdu Miðflokksmenn,margir í Sjálfstæðisflokki og í Flokki fólksins ekki frumvarpið um þungunarrof og tóku þar kvenfjandsamlega afstöðu er snýr að sjálfsákvörðunarrétti kvenna eins og við höfum orðið vitni að í auknum mæli í BNA. (Þau sem sögðu nei við þungunarrofi voru: Ásmundur Friðriksson, Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Inga Sæland, Jón Gunnarsson, Jón Þór Þorvaldsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen og Þorsteinn Sæmundsson.) Þar að auki viðurkennir Miðflokkurinn ekki að kynin séu fleiri en tvö og þeir beittu sér gegn frumvarpi um kynrænt sjálfræði sem kveður á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt sem miðar þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú er ég íslensk hvít ófötluð gagnkynhneigð miðaldra kona með öllum þeim forréttindum sem því fylgir og ætti því mögulega að geta samsamað mig við hugsjónir og orðræðu íslenskra hvítra miðaldra karla eins og þeim sem ég hef verið að fjalla um hér. En ég get ekki með nokkru móti samsamað mig flokkum sem vilja bara bæta samfélagið fyrir „mig” en ekki fyrir aðra. Ég tel fjölbreytni auðga samfélagið, ég tel mikilvægt að öll sem hér búa séu jöfn og njóti sömu mannréttinda burtséð frá kyni, kynhneigð, uppruna eða húðitar. Það er einnig mikilvægt að við tökum loftslagsvá og hnignun vistkerfa alvarlega, það hefur ma. verið 60% samdráttur í stofnstærð spendýra á jörðinni á aðeins rúmum 40 árum og við stefnum í algjöra útrýmingu villtra dýra ef við grípum ekki í taumana. Að halda í einhverja pópúlíska orðræðu sem afneitar nútímavísindum er hreint og beint hættuleg og ógnar lífi okkar allra. Ég get ekki kosið fólk til valda sem finnst það merki um „karlmennsku og styrk” að hafa ekki samkennd með þeim sem njóta ekki sömu réttinda og þeir sjálfir, og sem jafnvel gera grín að og vinna gegn réttindum jaðarsettra í samfélaginu. Hnignun vistkerfa er beintengt við hnignun siðferðis manna, hatur, græðgi og skortur á samkennd er það sem hefur komið okkur á þann stað sem við erum núna og það eina sem getur bjargað okkur og framtíð mannkyns er manngæska og virðing fyrir náttúru og dýrum. Að lokum, það á ekki að þurfa að segja fólki sem á annað borð getur lesið sér til gagns að það skiptir okkur öll máli sem gerist annars staðar í heiminum. Það ætti engin manneskja, hvað þá heill flokkur að afneita þjóðarmorði í Palestínu eða að neita að taka afstöðu til þeirra stríðsglæpa sem Ísrael hefur beitt palestínumönnum síðastliðið ár.( og áratugi ef út í það er farið.) Hvert erum við komin í siðferðiskenndinni ef við látum okkur ekki saklaus börn sem eru sprengd í tætlur varða? Ef þú lætur þig ekki aðra varða, ætti þá einhver að láta sig þig varða þegar þú þarft á hjálp að halda? Við göngum til kosninga á laugardag og þau sem við kjósum munu sitja sem fulltrúar okkar á Alþingi næstu 4 árin, veljum fólk sem við treystum til að starfa að heilindum fyrir öll í samfélaginu en ekki bara fyrir sum. Höfundur er mannréttinda-, umhverfis- og dýraverndarsinni.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun