Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 10:40 Gestir í síðasta kosningapallborði fyrir Alþingiskosningar voru afar líflegir og skemmtilegir en það sem mest er um vert þá sögðu þeir fjölmargt fróðlegt, enda miklir sérfræðingar á sínu sviði. Á myndinni eru þau Eiríkur Bergmann og Þóra Ásgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm Hneykslismál stjórnmálamanna hafa alls ekki jafn mikið vægi hjá kjósendum og þeim er gefið í stjórnmálaumræðunni og í fjölmiðlum. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, og Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, tekur undir. Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49
Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51