Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 10:40 Gestir í síðasta kosningapallborði fyrir Alþingiskosningar voru afar líflegir og skemmtilegir en það sem mest er um vert þá sögðu þeir fjölmargt fróðlegt, enda miklir sérfræðingar á sínu sviði. Á myndinni eru þau Eiríkur Bergmann og Þóra Ásgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm Hneykslismál stjórnmálamanna hafa alls ekki jafn mikið vægi hjá kjósendum og þeim er gefið í stjórnmálaumræðunni og í fjölmiðlum. Þetta segir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, og Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, tekur undir. Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Sérfræðingar í stjórnmálafræði, tölfræði og skoðanakönnunum voru gestir í síðasta kosningapallborði fréttastofu fyrir Alþingiskosningar. Í þættinum var kosningabaráttan, til þessa, gerð upp en hún hefur litast mjög af nokkrum hneykslismálum. Dæmi um slík mál eru til dæmis hlerunarmálið þar sem upptökur voru birtar af samtali syni Jóns Gunnarssonar frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, við huldumann þar sem rætt var um stjórnsýslu og hvalveiðar, þá væri einnig hægt að nefna gamlar bloggfærslur Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingar, krot Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á kosningavarning í VMA og búvörulagamálið svokallaða. Þóra var spurð hvort hún sæi þess merki í rauntímagögnum skoðanakannana Maskínu þegar hneykslismál, líkt og nefnd voru í upphafi greinar, koma upp. „Við sáum þau ekki í gögnunum til dæmis með Þórð Snæ, við sáum ekki að fylgið hafi farið niður þó það hafi verði mjög mikið talað um það.“ Málið hafði sem sagt enga þýðingu? „Nei, ekki í okkar gögnum. Við sáum það að minnsta kosti ekki. Við sáum svo sem heldur ekkert „drop“ í okkar gögnum þegar þetta Jóns Gunnarsonar mál kom upp.“ Þá hafi hún heldur ekki séð að fylgi Miðflokksins hefði dregist saman svo heitið geti eftir ferð formanns flokksins í Verkmenntaskólann á Akureyri. Kjósendur skynugar skepnur Aðspurður hvort of mikið sé gert úr hneykslismálum svaraði Eiríkur játandi. „Allt of mikið úr þeim. Ekki bara skandölum heldur líka bara einstaka málum sem koma upp og líka einstaka forystumenn. Við ánöfnum atburði og einstaklingum hreyfingar í fylgi sem hefur ekkert með þetta fólk að gera og ekki heldur atburðina. Kjósendur eru mjög skynugar skepnur, þeir vita alveg hvað þeir vilja kjósa og það er yfirleitt miklu nær bara hugmyndum fólks um lífsskoðanir þess og afstöðu til samfélagsins almennt.“ Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á kosningapallborðsþáttinn í heild sinni.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. 25. nóvember 2024 14:49
Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. 25. nóvember 2024 12:28
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. 15. nóvember 2024 18:51