Fótbolti

Kæra fram­leið­endur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi kemur við sögu í lögsókn Prime en það er bara vegna tengsla hans við Mas+ drykkinn.
Lionel Messi kemur við sögu í lögsókn Prime en það er bara vegna tengsla hans við Mas+ drykkinn. Getty/Federico Peretti

Prime Hydration fyrirtækið hefur lögsótt drykkjarfyrirtæki Lionel Messi fyrir að stela hugmyndinni að hönnum drykkjarflöskunnar þeirra.

Það þekkja margir Prime drykkinn hér á landi en fyrirtæki Messi framleiðir hins vegar drykkinn Mas+.

Mas+ drykkurinn kom fyrst á markaðinn í Miami í Flórída í júní á þessu ári. Alveg eins og með Prime þá er þetta orkudrykkur með alls konar bragðtegundum.

Framleiðendur Prime drykkjarins segja flöskurnar hjá Mas+ verða nánast eftirmynd af þeirra eigin flöskum. Prime kom á markaðinn tveimur árum fyrr.

Báðar flöskurnar eru bleikar, flöskurnar eru nánast eins í lögun, með svipuðum svörtum texta og texta sem snýr þvert á flöskuna á báðum stöðum. Það er því mjög margt líkt með hönnuninni.

Bragðtegundir Mas+ drykkjarins eru beintengdar stórum atburðum í lífi Messi. Það er þannig til Orange d'Or sem vísar til Gullhnattarins sem hann hefur unnið átta sinnum, Berry Copa Crush sem vísar í sjö bikarmeistaratitla hans með Barcelona og tvo sigra hans í Copa América og Más+ Limón Lime sem vísar í afreka hans í Meistaradeildinni.

Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá samanburð á flöskunum tveimur. Þær eru vissulega frekar líkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×