Handbolti

Sam­einast litla bróður hjá Kolstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarsson léku lengi saman hjá Val og eru núna sameinaðir á ný hjá Kolstad. 
Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarsson léku lengi saman hjá Val og eru núna sameinaðir á ný hjá Kolstad.  kolstad

Handboltamaðurinn Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir Noregsmeistara Kolstad frá Rhein-Neckar Löwen. Þar hittir hann fyrir yngri bróður sinn, Benedikt Gunnar.

Íslendingarnir hjá Kolstad eru því orðnir fimm talsins. Auk Benedikts og Arnórs leika Sigurjón Guðmundsson, Sveinn Jóhannsson og Sigvaldi Guðjónsson með liðinu. Sá síðastnefndi er fyrirliði þess.

Kolstad vildi upphaflega fá Arnór í janúar en hlutirnir æxluðust þannig að hann fór strax til liðsins og gæti leikið sinn fyrsta leik með því strax á miðvikudaginn. Kolstad tekur þá á móti Janusi Daða Smárasyni og félögum í Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu.

Arnór gekk til liðs við Löwen frá Val fyrir síðasta tímabil. Seinni hluta þess lék hann sem lánsmaður með Gummersbach. Tækifæri hans með Löwen á þessu tímabili voru fá og því stökk Kolstad til og samdi við hann.

Samningur hins 24 ára Arnórs við Kolstad gildir út næsta tímabil. Hann er í 35 manna hópi Íslands fyrir HM í byrjun næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×