Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 13:34 Ljósið sem sést fyrir miðju myndarinnar, á milli trjánna, er frá vígahnettinum. LRH Lögreglumenn sem voru á leið um Sæbraut í Reykjavík að kvöldi mánudags í síðustu viku sáu skyndilega vígahnött á himni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt birt myndband innan úr lögreglubílnum. Að sögn lögreglunnar var um eftirminnilega og tilkomumikla sjón að ræða. Því ákváðu lögreglumennirnir að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, sem er betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða,“ segir Sævar. Hann útskýrir að vígahnettir séu björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Oftast séu þessir loftsteinar fremur litlir. Þeir séu álíka stórir og ber eða litlir ávextir, en stundum talsvert stærri. Steinarnir komi á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar á meira en ellefu kílómetra hraða á sekúndu, og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Þessir steinar standast ekki álagið og springa, oft í um það bil áttatíu kílómetra hæð. „Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið.“ Í fyrra náðist þetta magnaða myndband af vígahnetti hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Lögreglumál Vísindi Geimurinn Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en þar er jafnframt birt myndband innan úr lögreglubílnum. Að sögn lögreglunnar var um eftirminnilega og tilkomumikla sjón að ræða. Því ákváðu lögreglumennirnir að leita skýringa á fyrirbærinu hjá Sævari Helga Bragasyni, sem er betur þekktur sem Stjörnu-Sævar. „Að kvöldi mánudagsins 18. nóvember, kl. 21:23 sprakk vígahnöttur yfir hafinu sunnan Íslands. Mörg vitni urðu að vígahnettinum enda birtist skær ljósblossi þegar hann sprakk, líkt og um eldingu væri að ræða,“ segir Sævar. Hann útskýrir að vígahnettir séu björt loftsteinahröp sem verða skærari en reikistjarnan Venus. Oftast séu þessir loftsteinar fremur litlir. Þeir séu álíka stórir og ber eða litlir ávextir, en stundum talsvert stærri. Steinarnir komi á ógnarhraða inn í andrúmsloft Jarðar á meira en ellefu kílómetra hraða á sekúndu, og ryðja lofti undan sér sem byrjar að glóa. Þessir steinar standast ekki álagið og springa, oft í um það bil áttatíu kílómetra hæð. „Miðað við hæð vígahnattarins yfir sjóndeildarhring hefur hann sennilega sprungið í um 300 km fjarlægð frá Íslandi. Engin slóð varð eftir svo líklegast hefur hann brunnið alveg upp, eða í besta falli agnarsmá brot fallið í hafið.“ Í fyrra náðist þetta magnaða myndband af vígahnetti hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn.
Lögreglumál Vísindi Geimurinn Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira