Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2024 13:32 Sara Þöll Finnbogadóttir er í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins. LUF Sara Þöll Finnbogadóttir hefur hlotið kjör í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum — YFJ), fyrst Íslendinga. YFJ eru stærstu regnhlífasamtök alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka og landssambanda ungmennafélaga í Evrópu sem vinna að hagsmunum og réttindum ungs fólks. Sara var kjörin á aðalþingi samtakanna í Gent í Belgíu þann 22. nóvember. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sara Þöll sé tilvonandi doktorsnemi í stjórnmálafræði og hafi nýverið lokið meistaragráðu frá University of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum í kannana- og gagnavísindum, þar sem hún hlaut Fulbright styrk. Áður hafi hún starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir fyrir Íslensku kosningarannsóknina og sem varaforseti og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2020-2022, í umboði Röskvu. Sara sitji í stjórn félags íslenskra stjórnmálafræðinga. „Þetta er stór áfangi fyrir ungt fólk á Íslandi, að geta tekið þátt og haft veruleg áhrif á réttinda- og hagsmunabaráttu ungs fólks í Evrópu og í öllum heiminum. Ég er þakklát aðildarfélögum YFJ fyrir að veita mér umboð og hlakka til að taka sæti í stjórn samtakanna, þar sem ég mun vinna að hagsmunamálum ungs fólks með öðrum stjórnarmeðlimum, sem öll eru í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu,“ er haft eftir Söru Þöll. Hefur tileinkað sig hagsmunabaráttu í fjölda ára Hún hafi tileinkað mörg ár af lífi sínu hagsmunabaráttu ungs fólks og þá sérstaklega stúdentabaráttunni á Íslandi fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Í störfum mínum á þessum vettvangi hef ég lagt mesta áherslu á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og stefnumótun, sem og lýðræðislegri þátttöku. Mér þykir einkar mikilvægt að stuðla að alþjóðlegu samstarfi milli ungs fólks og ég hlakka því mikið til að láta til mín taka á alþjóðlegum vettvangi.“ Stolt af öflugum fulltrúa Landssamband ungmennafélaga á Íslandi (LUF), sem Sara hafi verið tilnefnd af, sé eitt af yfir hundrað aðildarfélögum Evrópska ungmennavettvangsins. LUF séu regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur. Þá sé LUF málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og hinum ýmsu alþjóðastofnunum. Sara hafi gengt embætti alþjóðafulltrúa í stjórn LUF á árunum 2019-2022. „Sara Þöll hefur í hvívetna beitt sér fyrir hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Hún hefur meðal annars fjallað um lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi í nýútgefnum Lýðræðisvita og skrifað um skuggakosningar í framhaldsskólum á Íslandi sem fara fram undir merkjum #égkýs. Stjórn LUF er stolt af því að eiga svona öflugan fulltrúa í stjórn YFJ og hlakkar til að fylgjast með störfum hennar í þágu ungs fólks á komandi árum,“ er haft eftir Sylvíu Martinsdóttur, forseta LUF. Félagasamtök Belgía Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sara Þöll sé tilvonandi doktorsnemi í stjórnmálafræði og hafi nýverið lokið meistaragráðu frá University of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum í kannana- og gagnavísindum, þar sem hún hlaut Fulbright styrk. Áður hafi hún starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir fyrir Íslensku kosningarannsóknina og sem varaforseti og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2020-2022, í umboði Röskvu. Sara sitji í stjórn félags íslenskra stjórnmálafræðinga. „Þetta er stór áfangi fyrir ungt fólk á Íslandi, að geta tekið þátt og haft veruleg áhrif á réttinda- og hagsmunabaráttu ungs fólks í Evrópu og í öllum heiminum. Ég er þakklát aðildarfélögum YFJ fyrir að veita mér umboð og hlakka til að taka sæti í stjórn samtakanna, þar sem ég mun vinna að hagsmunamálum ungs fólks með öðrum stjórnarmeðlimum, sem öll eru í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu,“ er haft eftir Söru Þöll. Hefur tileinkað sig hagsmunabaráttu í fjölda ára Hún hafi tileinkað mörg ár af lífi sínu hagsmunabaráttu ungs fólks og þá sérstaklega stúdentabaráttunni á Íslandi fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Í störfum mínum á þessum vettvangi hef ég lagt mesta áherslu á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og stefnumótun, sem og lýðræðislegri þátttöku. Mér þykir einkar mikilvægt að stuðla að alþjóðlegu samstarfi milli ungs fólks og ég hlakka því mikið til að láta til mín taka á alþjóðlegum vettvangi.“ Stolt af öflugum fulltrúa Landssamband ungmennafélaga á Íslandi (LUF), sem Sara hafi verið tilnefnd af, sé eitt af yfir hundrað aðildarfélögum Evrópska ungmennavettvangsins. LUF séu regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur. Þá sé LUF málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og hinum ýmsu alþjóðastofnunum. Sara hafi gengt embætti alþjóðafulltrúa í stjórn LUF á árunum 2019-2022. „Sara Þöll hefur í hvívetna beitt sér fyrir hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Hún hefur meðal annars fjallað um lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi í nýútgefnum Lýðræðisvita og skrifað um skuggakosningar í framhaldsskólum á Íslandi sem fara fram undir merkjum #égkýs. Stjórn LUF er stolt af því að eiga svona öflugan fulltrúa í stjórn YFJ og hlakkar til að fylgjast með störfum hennar í þágu ungs fólks á komandi árum,“ er haft eftir Sylvíu Martinsdóttur, forseta LUF.
Félagasamtök Belgía Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Veigamestu breytingarnar á útlendingalögum hafi verið á hennar vakt Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Sjá meira