Íslenski boltinn

FH-ingar kynntu Birki og Braga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bragi Karl Bjarkason og Birkir Valur Jónsson eru nýir leikmenn FH-liðsins.
Bragi Karl Bjarkason og Birkir Valur Jónsson eru nýir leikmenn FH-liðsins. @fhingar

FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi.

Þetta eru þeir Birkir Valur Jónsson og Bragi Karl Bjarkason. Annar er hægri bakvörður en hinn er kantmaður.

Birkir Valur kemur úr HK en Kópavogsliðið  féll úr Bestu deildinni á dögunum og er að missa mikið af leikmönnum þessa dagana. Birkir skrifar undir samning við FH út keppnistímabilið 2026 eða yfir tvö næstu tímabil.

Bragi Karl kemur úr ÍR en samningur hans er einu ári lengra eða út keppnistímabili 2027. Hann hefur verið besti leikmaður Breiðhyltinga undanfarin sumur. FH-ingar taka það þó fram að Bragi verður ekki formlega leikmaður FH fyrr en 1. janúar 2025.

Það er nokkur munur á aldri og reynslu leikmannanna. Bragi Karl er 22 ára og hefur aldrei spilað í Bestu deildinni. Hann skoraði 10 mörk í 20 leikjum með ÍR-ingum í Lengjudeild karla í sumar. Það voru bara fimm leikmenn sem skoruðu fleiri mörk í B-deildinni síðasta sumar.

Birkir Valur er fjórum árum eldri og hefur spilað 96 leiki í efstu deild, alla fyrir HK. Birkir lék 25 leiki með HK í Bestu deildinni í suamr og er í hópi leikjahæstu leikmönnum Kópavogsfélagsins í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×