Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2024 21:05 Bananaræktunin í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði hjá Margréti Erlu gengur ótrúlega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa. Bananaplantan þrífst vel inn í húsnæði Á.B. kranaleigunnar þar sem eigandi plöntunar og kranastjóri hugsar um hana af mikilli natni. En hver er saga plöntunnar? „Ætli það séu ekki komin einhver átta ár, sem að ég og maðurinn minn, einu sinni sem oftar voru á Kanaríeyjum. Svo erum við að fara sem sagt heim á flugvellinum er oft hægt að kaupa eins og kaktusa og eitthvað blómadót til að taka með heim. Það er búið að pakka þessu spes inn og svoleiðis og svo sé ég bananaplöntu og hugsa, það væri gaman að tjékka á þessu,” segir Margrét Erla Júlíusdóttir bananaræktandi og kranastjóri í Hafnarfirði en búsett í Kópavogi. Margrét Erla með Ástþóri Björnssyni, manni sínum, sem hafði ekki mikla trú á ræktuninni hjá konu sinni en annað hefur komið á daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét keypti plöntuna og flutti heim í Kópavoginn þar sem hún býr og setti plöntuna í pott en bjóst aldrei við að plantan myndi lifa. En vitið menn, hún óx og óx þannig að Margrét ákvað að flytja hana í lausa stíu í hesthúsinu sínu þannig að plássið yrði nóg en nei, það dugði ekki heldur, vaxtarhraðinn var svo mikill, þannig að nú nýtur plantan sín vel í iðnaðarhúsnæðinu þar sem hún getur vaxið til allra átta. „Þetta er bara mjög gaman, bara ótrúlega gaman að vera með þetta hérna á Íslandi, það er bara engin sem trúir þessu að maður sé bara með þetta hérna í Hafnarfirði,” segir Margrét hlæjandi. Sérstök gróðurljós lýsa á plöntuna og Margrét er dugleg að vökva hana, taka dauð blöð í burtu og þá segist hún tala mikið við plöntuna og klappa henni, það sé mikilvægt atriði. Margrét er að fá sína aðra uppskeru núna en í þessum klasa eru um 150 bananar að hennar sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er önnur uppskeran, sem er að koma núna, þannig að hér er allt að gerast,” bætir Margrét við. Ekki var hægt að smakka á bönönunum því þeir eru enn svo óþroskaðir en þeir verða orðnir gulir og fínir um jólin. Þannig að það verða bananajól og bananasplitt hjá þér og fjölskyldunni um jólin eða hvað? „Heldur betur, það verða bananar í eftirrétt.” Það er ekki nóg með að Margrét Erla sé að rækta banana sem áhugamál því hún er kranastjóri á einum af stærstu krönum landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Garðyrkja Kanaríeyjar Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira
Bananaplantan þrífst vel inn í húsnæði Á.B. kranaleigunnar þar sem eigandi plöntunar og kranastjóri hugsar um hana af mikilli natni. En hver er saga plöntunnar? „Ætli það séu ekki komin einhver átta ár, sem að ég og maðurinn minn, einu sinni sem oftar voru á Kanaríeyjum. Svo erum við að fara sem sagt heim á flugvellinum er oft hægt að kaupa eins og kaktusa og eitthvað blómadót til að taka með heim. Það er búið að pakka þessu spes inn og svoleiðis og svo sé ég bananaplöntu og hugsa, það væri gaman að tjékka á þessu,” segir Margrét Erla Júlíusdóttir bananaræktandi og kranastjóri í Hafnarfirði en búsett í Kópavogi. Margrét Erla með Ástþóri Björnssyni, manni sínum, sem hafði ekki mikla trú á ræktuninni hjá konu sinni en annað hefur komið á daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét keypti plöntuna og flutti heim í Kópavoginn þar sem hún býr og setti plöntuna í pott en bjóst aldrei við að plantan myndi lifa. En vitið menn, hún óx og óx þannig að Margrét ákvað að flytja hana í lausa stíu í hesthúsinu sínu þannig að plássið yrði nóg en nei, það dugði ekki heldur, vaxtarhraðinn var svo mikill, þannig að nú nýtur plantan sín vel í iðnaðarhúsnæðinu þar sem hún getur vaxið til allra átta. „Þetta er bara mjög gaman, bara ótrúlega gaman að vera með þetta hérna á Íslandi, það er bara engin sem trúir þessu að maður sé bara með þetta hérna í Hafnarfirði,” segir Margrét hlæjandi. Sérstök gróðurljós lýsa á plöntuna og Margrét er dugleg að vökva hana, taka dauð blöð í burtu og þá segist hún tala mikið við plöntuna og klappa henni, það sé mikilvægt atriði. Margrét er að fá sína aðra uppskeru núna en í þessum klasa eru um 150 bananar að hennar sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er önnur uppskeran, sem er að koma núna, þannig að hér er allt að gerast,” bætir Margrét við. Ekki var hægt að smakka á bönönunum því þeir eru enn svo óþroskaðir en þeir verða orðnir gulir og fínir um jólin. Þannig að það verða bananajól og bananasplitt hjá þér og fjölskyldunni um jólin eða hvað? „Heldur betur, það verða bananar í eftirrétt.” Það er ekki nóg með að Margrét Erla sé að rækta banana sem áhugamál því hún er kranastjóri á einum af stærstu krönum landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Garðyrkja Kanaríeyjar Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Verði að opna á samtöl við Norðurlönd um lækna Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Sjá meira