Sundhnúksgígaröðin að verða búin Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 12:58 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur eldgosið í Sundhnúksgígaröðinni sem nú stendur yfir vera með þeim síðustu þar. Vísir/Einar Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira