Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar 25. nóvember 2024 08:13 Stór umdeild mál er mikilvægt að fjalla um með málefnalegum hætti og af virðingu. Þegar mat er lagt á kosti og galla atvinnuskapandi verkefna er æskilegt að ræða um staðreyndir og ekkert óeðlilegt er við það að umræðan blandist að einhverju leyti tilfinningum. Íbúar Ölfuss fá á næstu vikum að ákveða örlög eins slíks verkefnis en íbúakosning um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn fer fram dagana 25. nóvember til 9. desember nk. Á kjördegi Alþingiskosninganna þann 30. nóvember nk. gefst kjósendum jafnframt tækifæri til að greiða atkvæði um málið á kjörstað. Þessi fyrirhugaða framkvæmd er á vegum fyrirtækisins Heidelberg á Íslandi. Framkvæmdin er risavaxin og eðlilegt að fólk hafi á henni misjafnar skoðanir, sem bæði geta verið byggðar á tilfinningum og staðreyndum – og skoðun eins er ekki rétthærri skoðun annars. Það er samt ekki hægt að horfa framhjá því að sérfræðingar sem fjallað hafa um þessi áform og fólkið sem stendur að landeldinu í nágrenni þessara áforma hafa áhyggjur af þessu verkefni og hafa varað við því. First Water vill ekki Heidelberg sem nágranna Mikil uppbygging á sér stað í Þorlákshöfn í dag en raunar má segja að tækifæri svæðisins hafi fyrir alvöru verið virkjuð með hafnarbreytingum sem leiddu til þess að Smyril Line Cargo hóf reglubundnar millilandasiglingar árið 2017 með Þorlákshöfn sem áfangastað. Stærsta fyrirhugaða einkaframkvæmd Íslandssögunnar er að raungerast í Þorlákshöfn en í uppbyggingu er stór og mjög merkileg landeldisstöð á vegum fyrirtækisins First Water. Í dag starfa 80 manns hjá First Water í Þorlákshöfn og fer ört fjölgandi. Stöðin mun fullbyggð skapa yfir 300 bein störf og líklega yfir 100 afleidd auk þess að skila sveitarfélaginu verulegum tekjum í formi fasteignaskatta og viðskipta við höfnina. Svæðið sem uppbygging First Water er á var skipulagt fyrir fiskeldi á sama tíma og áðurnefndar hafnarbreytingar áttu sér stað og hefur verulegur fjöldi fyrirtækja sýnt svæðinu áhuga. Nokkrar fiskeldisstöðvar hafa hafið þar uppbyggingu eða byggt upp á svæðinu frá því það var skipulagt og má þar nefna Ice Fish Farm, Thor landeldi, GeoSalmo og First Water. Nú, þegar fjöldi aðila í fiskeldi hefur lagt í verulega fjárfestingu á svæðinu, er sett fram tillaga af hálfu sveitarfélagsins um breytingu á þessu skipulagi vegna áhuga eins aðila, sem er í alls óskyldri starfsemi, á uppbyggingu í Þorlákshöfn. Mögulega þykir einhverjum nóg komið af fiskeldisverkefnum en það má ljóst vera að tilkoma aðila í óskyldri starfsemi inn á svæðið mun í engu hjálpa fiskeldisfyrirtækjunum að hasla sér völl á þeim markaði sem þau stefna á. Komið hefur fram að forsvarsfólk First Water er alfarið á móti þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er á vegum Heidelberg, inni á miðju fiskeldissvæðinu í Þorlákshöfn. Rannsóknir eða útreikningar sem farið hafa fram fyrir tilstilli Heidelberg sýna alls ekki fram á að fyrirhuguð starfsemi félagsins í Þorlákshöfn sé áhrifalaus á fiskeldi á nærliggjandi svæði. Því hafa þær rannsóknir, eða öllu heldur niðurstöður þeirra, í engu breytt afstöðu forsvarsfólks fyrirtækisins. Það er ekki vilji til þess hjá First Water að fá Heidelberg sem nágranna. Væri ekki ráð að staldra við og hlusta á áhyggjuraddir stórra hagaðila á svæðinu? Vegagerðin segir þjóðveginn ekki þola þessa auknu umferð Það eru líklega fáir ef nokkrir betur til þess fallnir að meta áhrif aukinnar umferðar á vegi landsins en sérfræðingar Vegagerðarinnar. Við íbúar landsins getum haft okkar skoðanir en það getur vart talist málefnalegt í umræðu þegar um stór verkefni eins og áform Heidelberg ræðir. Vegagerðin hefur gert umsagnir við áformin, bæði hvað varðar stórfellda efnisflutninga úr Litla Sandfelli og um fyrirhugaða uppbyggingu verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Umsagnirnar eru á þann veg að ófullnægandi ástand vega á svæðinu hefur neikvæð áhrif á umferð og umferðaröryggi og hefur jafnframt neikvæð áhrif á rekstraröryggi þeirra aðila sem reiða sig á öruggar og greiðar samgöngur. Í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu vegna efnisflutninga úr Litla Sandfelli, byggt á umsögn Vegagerðarinnar, kemur fram að ekki sé unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla Sandfelli um veginn til Þorlákshafnar. Ástæðan er að sá vegur uppfyllir engan veginn þær kröfur sem gera þarf til þjóðvegar sem er ætlað að anna jafn umfangsmiklum flutningum og hér um ræðir. Við íbúar köllum eftir bættum vegum til að bæta umferðaröryggi og greiða samgöngur en það er ólíklegt að ákall sé eftir stóraukinni vörubílaumferð af þessu tagi og grjóti bornum vegum eins og raunin er við námurnar í Lambafelli. Er ekki eðlilegt að hlusta á varnaðarorð Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar? Hafrannsóknarstofnun leggst gegn efnistöku úr sjó Í umhverfismatsskýrslu sem Mannvit/Cowi vann fyrir Heidelberg kemur fram að reiknað er með að stór hluti efnisöflunar fyrir fyrirhugaða verksmiðju komi úr námum í sjó nærri Landeyjahöfn. Forsvarsmaður Heidelberg hefur sagt á opnum kynningarfundum að forsenda fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar í Þorlákshöfn sé þessi efnistaka úr sjó. Möguleiki á þessari efnistöku hefur ekki verið rannsakaður til hlítar og raunar lagðist Hafrannsóknarstofnun árið 2021 gegn því að veitt yrði rannsóknarleyfi á forsendum líklegra áhrifa á hrygningar og uppeldissvæði mikilvægra fiskistofna á svæðinu. Síðan þá hafa verið gerðar tillögur um breytingar á efnistökunni en þrátt fyrir það er álit Hafrannsóknarstofnunar óbreytt í nýrri umsögn frá því í september síðastliðinn þar sem m.a. segir að framkvæmdin sé ósjálfbær og geti haft neikvæð áhrif á afkomu fiska og annarra lífvera sjávar. Um er að ræða fordæmalausa framkvæmd m.t.t. umfangs á efnisnámi við Íslandsstrendur og telja sérfræðingar stofnunarinnar ríka ástæðu að staðinn sé vörður um umrætt svæði. Ofan á þessa óvissu eða ómöguleika bætist að byggja verður upp nýja höfn í Keflavík vestan Þorlákshafnar til þess að mögulegt sé nýta fyrirhugað efni af sjávarbotni. Vegagerðin hefur bent á að aðstæður fyrir höfn í Keflavík séu mjög varasamar. Þar er ekki náttúrulegt hafnarstæði eins og t.d. á við um Þorlákshöfn. Há alda nær langt inn á víkina sem gerir aðstæður allar mjög erfiðar, bæði hvað varðar siglingu skipa að og frá höfninni og viðleguskilyrði innan hafnar. Verkefnið virðist standa veikum fótum og því má spyrja hvort forsendur séu til staðar til að veita því brautargengi? Litla Sandfell verður að stórri holu Litla Sandfell er er eins og nafnið gefur til kynna ekki stórt fjall en það sem upp úr jörðinni stendur er bara toppurinn af auðlindinni sem sótt er í. Vera má að einhverjum þyki það engu máli skipta þó svo þetta litla fjall hverfi að fullu á næstu 30 árum en ásýndarbreytingin á svæðinu á eftir að verða mikil og líklega meiri en flest gera sér grein fyrir. Ef fjallið er verðmætt í dag þá verður það líklega enn verðmætara fyrir komandi kynslóðir. Á meðan brýna nauðsyn ber ekki til mega þá ekki náttúran og framtíðarkynslóðir gjarnan fá að njóta vafans? Atvinnuuppbygging í sátt við samfélagið og jákvæð ímynd Þær raddir hafa heyrst að fyrirhuguð grjótmölum Heidelberg geti verið góð dreifing eggja í körfur atvinnulífsins í Þorlákshöfn. Þessi myndlíking á að gefa til kynna að dregið sé úr áhættu á stórum áföllum í atvinnulífinu á svæðinu með fjölbreyttri starfsemi. Fyrirhuguð starfsemi er þó hvorki áhættulaus né hafin yfir gagnrýni. Besta áhættudreifingin fyrir fámennari samfélög er í auknu umfangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja en stór og umdeild verkefni passa illa inn í slíka mynd. Heidelberg verkefnið fyrirhugaða er byggt á ósjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, þar með tímabundið og jafnframt í óþökk starfsemi sem nú þegar er í uppbyggingu. Að veita verkefninu brautargengi væri eins og að setja grjót í eina eggjakörfuna. Það má líka horfa til þess að hafa ekki of mörg járn í eldinum því ákaflega mikilvægt er að hlúa vel að þeim verkefnum sem þegar eru komin af stað í landeldi á svæðinu. Það er ljóst af samskiptum forsvarsfólks First Water við Sveitarfélagið Ölfus að fyrirtækinu stendur ógn af fyrirhuguðum áformum Heidelberg. Áhugi á uppbyggingu í Þorlákshöfn er mikill og í raun svo mikill að skortur er orðinn á lóðum til uppbyggingar. Ætla má að þessi áhugi sé til kominn vegna aukinna umsvifa við höfnina og hann á ólíklega eftir að minnka. Leggja ætti ofuráherslu á að kynna Þorlákshöfn sem áhugaverðan kost til uppbyggingar fyrir atvinnuskapandi umhverfisvæn verkefni sem skapa jákvæða ímynd og rík sátt er um í samfélaginu. Það er jafnframt mikilvægt að verðmætustu lóðirnar séu nýttar til atvinnuskapandi verkefna en ekki til þess að byggja geymsluhúsnæði sem fáum störfum skilar inn í samfélagið. Flest hljótum við að geta fallist á það að öflugt og fjölbreytt atvinnulíf eflir og styrkir alla þræði samfélagsins. Er ekki rétt að vanda valið og byggja upp í sátt við nærumhverfið og samfélagið? Höfundur er varamaður B-lista Framfarasinna í bæjarstjórn og fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Stór umdeild mál er mikilvægt að fjalla um með málefnalegum hætti og af virðingu. Þegar mat er lagt á kosti og galla atvinnuskapandi verkefna er æskilegt að ræða um staðreyndir og ekkert óeðlilegt er við það að umræðan blandist að einhverju leyti tilfinningum. Íbúar Ölfuss fá á næstu vikum að ákveða örlög eins slíks verkefnis en íbúakosning um aðal- og deiliskipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju og hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn fer fram dagana 25. nóvember til 9. desember nk. Á kjördegi Alþingiskosninganna þann 30. nóvember nk. gefst kjósendum jafnframt tækifæri til að greiða atkvæði um málið á kjörstað. Þessi fyrirhugaða framkvæmd er á vegum fyrirtækisins Heidelberg á Íslandi. Framkvæmdin er risavaxin og eðlilegt að fólk hafi á henni misjafnar skoðanir, sem bæði geta verið byggðar á tilfinningum og staðreyndum – og skoðun eins er ekki rétthærri skoðun annars. Það er samt ekki hægt að horfa framhjá því að sérfræðingar sem fjallað hafa um þessi áform og fólkið sem stendur að landeldinu í nágrenni þessara áforma hafa áhyggjur af þessu verkefni og hafa varað við því. First Water vill ekki Heidelberg sem nágranna Mikil uppbygging á sér stað í Þorlákshöfn í dag en raunar má segja að tækifæri svæðisins hafi fyrir alvöru verið virkjuð með hafnarbreytingum sem leiddu til þess að Smyril Line Cargo hóf reglubundnar millilandasiglingar árið 2017 með Þorlákshöfn sem áfangastað. Stærsta fyrirhugaða einkaframkvæmd Íslandssögunnar er að raungerast í Þorlákshöfn en í uppbyggingu er stór og mjög merkileg landeldisstöð á vegum fyrirtækisins First Water. Í dag starfa 80 manns hjá First Water í Þorlákshöfn og fer ört fjölgandi. Stöðin mun fullbyggð skapa yfir 300 bein störf og líklega yfir 100 afleidd auk þess að skila sveitarfélaginu verulegum tekjum í formi fasteignaskatta og viðskipta við höfnina. Svæðið sem uppbygging First Water er á var skipulagt fyrir fiskeldi á sama tíma og áðurnefndar hafnarbreytingar áttu sér stað og hefur verulegur fjöldi fyrirtækja sýnt svæðinu áhuga. Nokkrar fiskeldisstöðvar hafa hafið þar uppbyggingu eða byggt upp á svæðinu frá því það var skipulagt og má þar nefna Ice Fish Farm, Thor landeldi, GeoSalmo og First Water. Nú, þegar fjöldi aðila í fiskeldi hefur lagt í verulega fjárfestingu á svæðinu, er sett fram tillaga af hálfu sveitarfélagsins um breytingu á þessu skipulagi vegna áhuga eins aðila, sem er í alls óskyldri starfsemi, á uppbyggingu í Þorlákshöfn. Mögulega þykir einhverjum nóg komið af fiskeldisverkefnum en það má ljóst vera að tilkoma aðila í óskyldri starfsemi inn á svæðið mun í engu hjálpa fiskeldisfyrirtækjunum að hasla sér völl á þeim markaði sem þau stefna á. Komið hefur fram að forsvarsfólk First Water er alfarið á móti þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er á vegum Heidelberg, inni á miðju fiskeldissvæðinu í Þorlákshöfn. Rannsóknir eða útreikningar sem farið hafa fram fyrir tilstilli Heidelberg sýna alls ekki fram á að fyrirhuguð starfsemi félagsins í Þorlákshöfn sé áhrifalaus á fiskeldi á nærliggjandi svæði. Því hafa þær rannsóknir, eða öllu heldur niðurstöður þeirra, í engu breytt afstöðu forsvarsfólks fyrirtækisins. Það er ekki vilji til þess hjá First Water að fá Heidelberg sem nágranna. Væri ekki ráð að staldra við og hlusta á áhyggjuraddir stórra hagaðila á svæðinu? Vegagerðin segir þjóðveginn ekki þola þessa auknu umferð Það eru líklega fáir ef nokkrir betur til þess fallnir að meta áhrif aukinnar umferðar á vegi landsins en sérfræðingar Vegagerðarinnar. Við íbúar landsins getum haft okkar skoðanir en það getur vart talist málefnalegt í umræðu þegar um stór verkefni eins og áform Heidelberg ræðir. Vegagerðin hefur gert umsagnir við áformin, bæði hvað varðar stórfellda efnisflutninga úr Litla Sandfelli og um fyrirhugaða uppbyggingu verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Umsagnirnar eru á þann veg að ófullnægandi ástand vega á svæðinu hefur neikvæð áhrif á umferð og umferðaröryggi og hefur jafnframt neikvæð áhrif á rekstraröryggi þeirra aðila sem reiða sig á öruggar og greiðar samgöngur. Í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu vegna efnisflutninga úr Litla Sandfelli, byggt á umsögn Vegagerðarinnar, kemur fram að ekki sé unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla Sandfelli um veginn til Þorlákshafnar. Ástæðan er að sá vegur uppfyllir engan veginn þær kröfur sem gera þarf til þjóðvegar sem er ætlað að anna jafn umfangsmiklum flutningum og hér um ræðir. Við íbúar köllum eftir bættum vegum til að bæta umferðaröryggi og greiða samgöngur en það er ólíklegt að ákall sé eftir stóraukinni vörubílaumferð af þessu tagi og grjóti bornum vegum eins og raunin er við námurnar í Lambafelli. Er ekki eðlilegt að hlusta á varnaðarorð Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar? Hafrannsóknarstofnun leggst gegn efnistöku úr sjó Í umhverfismatsskýrslu sem Mannvit/Cowi vann fyrir Heidelberg kemur fram að reiknað er með að stór hluti efnisöflunar fyrir fyrirhugaða verksmiðju komi úr námum í sjó nærri Landeyjahöfn. Forsvarsmaður Heidelberg hefur sagt á opnum kynningarfundum að forsenda fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar í Þorlákshöfn sé þessi efnistaka úr sjó. Möguleiki á þessari efnistöku hefur ekki verið rannsakaður til hlítar og raunar lagðist Hafrannsóknarstofnun árið 2021 gegn því að veitt yrði rannsóknarleyfi á forsendum líklegra áhrifa á hrygningar og uppeldissvæði mikilvægra fiskistofna á svæðinu. Síðan þá hafa verið gerðar tillögur um breytingar á efnistökunni en þrátt fyrir það er álit Hafrannsóknarstofnunar óbreytt í nýrri umsögn frá því í september síðastliðinn þar sem m.a. segir að framkvæmdin sé ósjálfbær og geti haft neikvæð áhrif á afkomu fiska og annarra lífvera sjávar. Um er að ræða fordæmalausa framkvæmd m.t.t. umfangs á efnisnámi við Íslandsstrendur og telja sérfræðingar stofnunarinnar ríka ástæðu að staðinn sé vörður um umrætt svæði. Ofan á þessa óvissu eða ómöguleika bætist að byggja verður upp nýja höfn í Keflavík vestan Þorlákshafnar til þess að mögulegt sé nýta fyrirhugað efni af sjávarbotni. Vegagerðin hefur bent á að aðstæður fyrir höfn í Keflavík séu mjög varasamar. Þar er ekki náttúrulegt hafnarstæði eins og t.d. á við um Þorlákshöfn. Há alda nær langt inn á víkina sem gerir aðstæður allar mjög erfiðar, bæði hvað varðar siglingu skipa að og frá höfninni og viðleguskilyrði innan hafnar. Verkefnið virðist standa veikum fótum og því má spyrja hvort forsendur séu til staðar til að veita því brautargengi? Litla Sandfell verður að stórri holu Litla Sandfell er er eins og nafnið gefur til kynna ekki stórt fjall en það sem upp úr jörðinni stendur er bara toppurinn af auðlindinni sem sótt er í. Vera má að einhverjum þyki það engu máli skipta þó svo þetta litla fjall hverfi að fullu á næstu 30 árum en ásýndarbreytingin á svæðinu á eftir að verða mikil og líklega meiri en flest gera sér grein fyrir. Ef fjallið er verðmætt í dag þá verður það líklega enn verðmætara fyrir komandi kynslóðir. Á meðan brýna nauðsyn ber ekki til mega þá ekki náttúran og framtíðarkynslóðir gjarnan fá að njóta vafans? Atvinnuuppbygging í sátt við samfélagið og jákvæð ímynd Þær raddir hafa heyrst að fyrirhuguð grjótmölum Heidelberg geti verið góð dreifing eggja í körfur atvinnulífsins í Þorlákshöfn. Þessi myndlíking á að gefa til kynna að dregið sé úr áhættu á stórum áföllum í atvinnulífinu á svæðinu með fjölbreyttri starfsemi. Fyrirhuguð starfsemi er þó hvorki áhættulaus né hafin yfir gagnrýni. Besta áhættudreifingin fyrir fámennari samfélög er í auknu umfangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja en stór og umdeild verkefni passa illa inn í slíka mynd. Heidelberg verkefnið fyrirhugaða er byggt á ósjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda, þar með tímabundið og jafnframt í óþökk starfsemi sem nú þegar er í uppbyggingu. Að veita verkefninu brautargengi væri eins og að setja grjót í eina eggjakörfuna. Það má líka horfa til þess að hafa ekki of mörg járn í eldinum því ákaflega mikilvægt er að hlúa vel að þeim verkefnum sem þegar eru komin af stað í landeldi á svæðinu. Það er ljóst af samskiptum forsvarsfólks First Water við Sveitarfélagið Ölfus að fyrirtækinu stendur ógn af fyrirhuguðum áformum Heidelberg. Áhugi á uppbyggingu í Þorlákshöfn er mikill og í raun svo mikill að skortur er orðinn á lóðum til uppbyggingar. Ætla má að þessi áhugi sé til kominn vegna aukinna umsvifa við höfnina og hann á ólíklega eftir að minnka. Leggja ætti ofuráherslu á að kynna Þorlákshöfn sem áhugaverðan kost til uppbyggingar fyrir atvinnuskapandi umhverfisvæn verkefni sem skapa jákvæða ímynd og rík sátt er um í samfélaginu. Það er jafnframt mikilvægt að verðmætustu lóðirnar séu nýttar til atvinnuskapandi verkefna en ekki til þess að byggja geymsluhúsnæði sem fáum störfum skilar inn í samfélagið. Flest hljótum við að geta fallist á það að öflugt og fjölbreytt atvinnulíf eflir og styrkir alla þræði samfélagsins. Er ekki rétt að vanda valið og byggja upp í sátt við nærumhverfið og samfélagið? Höfundur er varamaður B-lista Framfarasinna í bæjarstjórn og fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar