Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. nóvember 2024 16:44 Vilhelm/ANTON Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins í færslu á Facebook og segir það ekkert nema eðlilegt að þingmenn taki „snúning“ og greiði atkvæði eftir eigin sannfæringu gagnvart málum frá ríkisstjórninni. Hún segir staðhæfingar formannsins miklar ýkjur. „Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
„Ráðherrar geta ekki verið hvumpnir yfir því, það er einfaldlega kveðið svo á um í þrígreiningu ríkisvalds að löggjafarvaldið liggur hjá þingmönnum en ekki ráðherrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í færslu sinni og svarar þar með orðum sem Sigurður lét falla í viðtali við mbl.is í gær. Í viðtalinu sagði hann að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi „trekk í trekk“ farið gegn stjórnarfrumvörpum í þinglegri meðferð. Sagði Sjálfstæðisflokkinn varla stjórntækan „Það hefur blasað við mér að það er á mörkunum að Sjálfstæðisflokkurinn, eins öflugur og hann hefur alltaf verið, er varla stjórntækur búinn að vera síðustu mánuðina. Enda sprengdi hann ríkisstjórnina,“ er haft eftir Sigurði. Hildur fann sig knúna til að svara þessum orðum Sigurðar og skaut að honum föstum skotum. Hún ítrekaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki í ríkisstjórn bara til þess að vera í ríkisstjórn. Þá áréttaði hún að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu aldrei atkvæði gegn stjórnarmálum síðasta þingvetur. „Við vorum kosin til þess að ná árangri í tilteknum málum og ef róið er í aðra átt þá láta þingmenn okkar í sér heyra eðli málsins samkvæmt. Það er engin dyggð í því falin gagnvart kjósendum að sitja bara á hliðarlínunni og stimpla mál sem fara þvert gegn okkar sannfæringu til þess eins að halda í stólana,“ skrifaði Hildur. Sakar Sigurð um ýkjur Hildur viðurkennir að tvisvar hafi tiltekinn þingmaður setið hjá við afgreiðslu stjórnarmáls en ítrekar að það hafi í hvorugt skipti haft nokkur áhrif á afdrif þeirra mála. „Þannig að ef Sigurður Ingi kallar það að fara gegn stjórnarmálum trekk í trekk leyfi ég mér góðfúslega að segja að það sýnist mér vera nýjustu ýkjur úr Suðurkjördæmi.“ Hún tekur fram að hún erfi þetta ekki og viðurkennir að þingmenn flokksins geti verið harðir í horn að taka. „En það á við um alla þá sem brenna fyrir sýn sinni á samfélagið og er ekkert nema eðlilegt. Við náðum enda farsælum lendingum í langflestum tilfellum og sérlega gott að semja við hinn yndislega þingflokksformann Framsóknar. Èg óska þeim bara alls hins besta í baráttunni þó kappið sé kannski aðeins að stríða minninu hjá formanninum hvað þetta varðar.“ Færslu Hildar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Facebook-færsla Hildar.Skjáskot
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira